October 4
Sláturtíð 2014Sláturtíð, tónlistarhátíð S.L.Á.T.U.R. samtakanna verður haldin í Hafnarhúsinu dagana 9. til 11. október.
Sérstök opnunarathöfn fer fram kl 20:00 á fimmtudagskvöldið, þar sem norska hljómsveitin Toyen Fil og Klafferi kemur fram, gjörningar verða gerðir og nýr sláturtíðardrykkur drukkinn.
Samhliða Sláturtíð verður haldin keppni í myndlist: Keppnin um Keppinn. Öllum er frjálst að taka þátt með því að senda myndlistaverk í keppnina. Verkin verða boðin upp og höfundur dýrasta verksins vinnur.
Dagskrá er að finna á www.slatur.is/slaturtid-2014
January 4
NýárstónleikarS.L.Á.T.U.R. fagnar nýju ári með sérstökum hátíðartónleikum í Mengi, nýjum tónleikastað við Óðinsgötu (nr. 2) kl 21:00, föstukvöldið 10. janúar. 2000 kr aðgangseyrir.
Á Nýárstónleikum S.L.Á.T.U.R. 2014 verður flutt glæný tónlist fyrir klarinettur sem hafa verið undirbúnar sérstaklega, breyttar og endurhannaðar til að kalla fram nýjan hljóðblæ, nýjar stillingar og framlengja möguleika hljóðfærisins. Klarinettan hefur lengi þótt seiðandi og kyngimagnað hljóðfæri vegna hins sérstaka hljóðs sem hún framkallar. Yfirtónaröð klarinettunnar er einstök í hópi blásturshljóðfæra og tæknilegir möguleikar hljóðfærisins varðandi tón- og styrkleikasvið eiga sér fáa jafningja. Hins vegar hefur lítið verið gert í að breyta og bæta klarinettuna. Málmblásturshljóðfæri nota dempara og frægt er hið ‘undirbúna’ píanó sem notar ýmis áhöld til að breyta tónum hljóðfærisins. Á nýárstónleikunum munu tónskáld S.L.Á.T.U.R. hins vegar vinna með þann efnivið sem klarinettan er og umbreyta eða umbylta gerð hljóðfærisins og virkni. Meðal annars verður notast við nýjar þrívíddarprentaðar baulur sem eru í þróun hjá Hljóðrannsóknarstofu LornaLab.
Fjórir klarinettuleikarar munu flytja tónlistina sem verður fjölbreytt og fjölvíð.
July 23
Tónsmíðavika S.L.Á.T.U.R.Tónsmíðavika SLÁTUR er haldin vikuna 23. júlí til 28. júlí.
Að þessu sinni verður vettvangurinn Lágmenningarmiðstöðin á Hnúki í Klofningshreppi. Rannsóknir verða stundaðar af SLÁTUR meðlimum í vikunni og niðurstöður kynntar laugardaginn 28. júlí í lágmenningarmiðstöðinni:
http://ja.is/kort/#q=hn%C3%BAkslandi&x=336699&y=526088&z=3
Gestir eru hvattir til að taka með sér mat á grillið.
Næstkomandi þriðjudag 19.júní stundvíslega kl. 20 mun S.L.Á.T.U.R. flytja hljóðverk í Nýlistasafninu í tengslum við sýninguna Volumes for Sound eftir bandarísku listamennina Melissa Dubbin & Aaron S. Davidson sem nú stendur yfir í safninu.
S.L.Á.T.U.R. eru samtök listrænt ágengra tónsmíða umhverfis Reykjavík. Síðan 2005 hafa meðlimir samtakanna unnið við ýmiskonar tónlistarlegar tilraunir er varða t.d. hreyfinótnaskrift með tölvu, gagnvirkni, ýmsar hljóðtilraunir og stillingar, listflutning og þróun stakra tónheima. Þótt meðlimirnir deila hugmyndum og aðferðum frjálst sín á milli er lokaafurðin oftast einkaframtak. Meðal reglubundinna verkefna S.L.Á.T.U.R. samtakanna er Keppnin um Keppinn, Nýárstónleikar, Tónsmíðavika og tónlistarhátíðin Sláturtíð. www.slatur.is
Flutt verða verk eftir: Þráinn Hjálmarsson, Hallvarð Ásgeirson Herzog, Jesper Pedersen, Pál Ivan frá Eiðum, ásamt Ríkharð H. Friðriksson, Christoph Schiller og Loic Grobéty.
VOLUMES FOR SOUND
Nýlistasafnið stendur fyrir hljóðverkadagskrá í tengslum við sýninguna Volumes for Sound eftir bandarísku listamennina Melissa Dubbin & Aaron S. Davidson sem nú stendur yfir í safninu.
Í Nýlistasafninu sýna þau Dubbin og Davidson ljósmyndir, myndbandsverk og skúlptúra úr viði sem gegna tvenns konar hlutverki, bæði sem þögul form sem mynda innsetningu í rými og jafnframt sem hátalarar notaðir til að flytja hljóðverk.
Á hverju þriðjudagskvöldi í sex vikur munu íslenskir hljóðlistamenn og tónskáld nota skúlptúrana til flytja eigin hljóðverk. Hverjum listamanni er frjálst að breyta uppröðun skúlptúranna; við hvert nýtt hljóðverk myndast ný innsetning í rýminu. Ólíkar uppraðanir og samsetningar eru skrásettar með ljósmyndum sem bætast smám saman við sýninguna.
DUBBIN & DAVIDSON
Melissa Dubbin og Aaron S. Davidson hafa starfað saman síðan 1998. Þau búa og starfa í Brooklyn, New York. Í verkum sínum hafa þau kannað sjónræna hluti eins og kristalla, reyk og ryk sem og óáþreifanlega þætti á borð við hljóðbylgjur og loftbylgjur. Í verkum þeirra birtist endurtekin löngun til að koma óefniskenndum hlutum í áþreifanlegt form.
Volumes for Sound er hluti af myndlistardagskrá Listahátíðar í Reykjavík, Sjálfstætt fólk /(I)ndependent people í sýningarstjórn Jonatan Habib Engqvist.
March 22
Magnús Jensson – HLJÓÐIÐFöstudaginn 23. mars kl. 12:00-12:45 mun Magnús Jensson fjalla um „hljóðið“ og hvernig skilningur á því hefur þróað af sér hljóðfæri, byggingar og tónlistarmenninguna alla. Magnús mun kynna nýjar stillingar, ný hljóðfæri og ný samskiptakerfi sem innlegg í framsýna tónlistarmenningu.
Magnús sem er fæddur í Reykjavík 1972 hefur stundað ágenga listsköpun í formi tón-, mynd- og byggingarlistar.
Aðgangur er ókeypis og er allir velkomnir.
Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgata 13
March 18
S.L.Á.T.U.R. grillar sláturS.L.Á.T.U.R. samtökin verða með kynningu á starfseminni á uppskeruhátíð tónlistarskólanna í Hörpu, sunnudaginn 18.mars milli kl 12:40 og 16:30.
February 20
S.L.Á.T.U.R. á TectonicsTónlistarhátíðin Tectonics fer fram í byrjun mars. Þetta er hátíð með fjölbreyttu úrvali jaðartónlistar í umsjón Ilan Volkov, stjórnanda sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Frumflutt verður ný listrænt ágeng tónlist í bland við eldri ágeng verk t.d. eftir John Cage og Magnús Blöndal.
Dagskrá hátíðarinnar er að finna á vefsíðunni: http://www.tectonicsfestival.com
June 13
Tónsmíðavika S.L.Á.T.U.R. 2011Tónsmíðavika S.L.Á.T.U.R. er fyrirbæri sem hefur verið haldið tvisvar áður. Árið 2007 var slík hátíð haldin á Eiðum en þar komu fram tónskáldin og tónlistarmennirnir Fred Frith, James Fulkerson og Frank Denyer auk meðlima í S.L.Á.T.U.R.. Tilgangurinn er sem fyrr að mörg tónskáld hittist í eina viku, vinni mikið og hratt, veiti hvort öðru aðhald og bæði hvatningu og gagnrýni.
Tónsmíðavika S.L.Á.T.U.R. 2011 fer fram í Garði á Suðurnesjum. Á henni er ekki stefnt á að hafa neina kennara eða nafntogaðar persónur sem leiðbeinendur heldur verður kastljósið á þáttakenndum sjálfum. Alls munu 12 tónskáld taka þátt í hátíðinni.
Fyrirkomulagið er þannig að fólk kemur saman og semur tónlist á daginn sem er síðan leikin á kvöldin af atvinnuhljóðfæraleikurum á opnum æfingum. Auk þess halda tónskáldin kynningar á verkum sínum. Hljóðfæraleikarar vikunnar að þessu sinni eru: Bergrún Snæbjörnsdóttir, Bára Sigurjónsdóttir, Heiða Árnadóttir og Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir.
Í ár verður hátíðin haldin í Garði á Suðurnesjum dagana 19.-25.júní.
Viðburðir á Tónsmíðaviku
Nokkrir viðburðir í vikunni verða opnir almenningi. Þeir eru eftirfarandi.
Mánudagur 20.júní klukkan 20:00
Fyrirlestrar um listrænt ágeng málefni í Samkomuhúsinu, Garði
Þriðjudagur 21.júní klukkan 20:00.
Málstofa þar sem þáttakenndur kynna hugmyndir vikunnar og skeggræða. Þetta fer einnig fram í Samkomuhúsinu, Garði
Miðvikudagur 22.júní klukkan 20:00.
Opin æfing með hljóðfæraleikurum vikunnar. Tækifæri til að heyra og sjá sýnishorn af verkum sem gætu breyst mikið á næstu tveim dögum. Æfingin fer fram í Samkomuhúsniu, Garði.
Föstudagur 24.júní klukkan 22:00
Tónleikar í Samkomuhúsinu, Garði
Laugardagur 25.júní klukkan 16:00
Tónleikar í Útskálakirkju. Einnig verður hægt að skoða innsetningar víðsvegar um bæinn.
Hugmyndafræði tónsmíðavikunnar
Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík eru samtök sem leggja áherslu á tengsl og gildi samstarfs. Einnig leggja samtökin áherslu á faglega sjálfsmenntun í samfloti við jafningja. Í samtökunum tengist fólk og auðgar hugmyndaheim hvors annars og aðstoðar hvort annað við tilraunir. Margir aðilar hafa komið inn í samtökin í gegnum tónsmíðavikurnar. Á tónsmíðavikunni getur utanaðkomandi aðili gengið inn í tilraunamennskuna, hver og einn fylgir sínum hugmyndum en lærir af öllum í kringum sig. Þetta er grasrótarstarf sem er ætlað að auka vegsemd listrænt ágengrar tónlistar á Íslandi og víðar.
Á tónsmíðavikum verða oft miklar framfarir í starfi samtakanna og einstaklingana sem í þeim eru því á þessum samkomum er margt að læra, og allir þroskast af því að fara í gegnum róttækar tilraunir sem geta bara átt sér stað þegar fólk er lokað saman í viku.
Allir tónleikar, opnar æfingar og fyrirlestrar eða kynningar verða teknar upp og gefnar út fyrir þáttakenndur næstu tónsmíðaviku.
Um S.L.Á.T.U.R. samtökin
Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík eru eldri en marga grunar en fyrstu skrifuðu heimildir um tilvist samtakanna eru frá því um 2005. Samtökin hafa verið leiðandi í menningarmótun tónlistar og verið sameiginlegur vettvangur ýmissa frumlegustu tónskálda Íslands. Samtökin eru sívaxandi, innihalda konur og karla, fólk frá mismunandi löndum og fólk á ýmsum aldri. Starfsemin er fjölþætt og fyrir utan tónlistarviðburði halda samtökin uppi reglubundinni starfsemi í félagsaðstöðu sinni að Njálsgötu 14. Þar eru haldnir atburðir sem tengjast sameiginlegri sjálfsmenntun og annað sem stuðlar að síaukinni ágengni meðlima. Þar hefur almenningur einnig aðgang að tónlist SLÁTUR meðlima og bókasafni SLÁTUR sem inniheldur sérfræðirit um listrænt ágenga tónlist og fleira. Síðasta föstudag hvers mánaðar halda samtökin óformlega tónleika undir nafninu SLÁTURDÚNDUR. Samtökin halda árlega tónlistarhátíðina Sláturtíð, keppnina um keppinn, nýjárstónleika og tónsmíðaviku annað hvert ár. Framtíðarmarkmið samtakanna er að búa til nýja menningu. Sjá á vefsíðu samtakanna: www.slatur.is
May 25
Tónsmíðavika í GarðiS.L.Á.T.U.R. vinnustofa fyrir skapandi tónlist 19.-25. júní
Tónsmíðavika S.L.Á.T.U.R. er fyrirbæri sem hefur verið haldið tvisvar áður. Árið 2007 var slík hátíð haldin á Eiðum en þar komu fram tónskáldin og tónlistarmennirnir Fred Frith, James Fulkerson og Frank Denyer auk meðlima í S.L.Á.T.U.R.. Tilgangurinn er sem fyrr að mörg tónskáld hittist í eina viku, vinni mikið og hratt, veiti hvort öðru aðhald og bæði hvatningu og gagnrýni. Tónsmíðavika S.L.Á.T.U.R. 2011 fer fram í Garði á Suðurnesjum. Á henni er ekki stefnt á að hafa neina kennara eða nafntogaðar persónur sem leiðbeinendur heldur verður kastljósið á þáttakenndum sjálfum. Öll tónskáld geta sótt um, óháð aldri, kyni, þjóðerni o.s.fr.v. og dómnefnd mun velja tónskáld á faglegum forsendum þar sem tekið er tillit til menntunar jafnt sem reynslu.
Fyrirkomulagið er þannig að fólk kemur saman og semur tónlist á daginn sem er síðan leikin á kvöldin af atvinnuhljóðfæraleikurum á opnum æfingum. Auk þess halda tónskáldin kynningar á verkum sínum. Öllum er boðið að koma á opnu æfingarnar og kynningarnar en á föstudagskvöldinu eftir fimm daga tónsmíðavinnu eru haldnir tónleikar í Garði.
Um hljóðfæraleik sér Mardiposa kvartettinn. Meðlimir Mardiposa eru Bára Sigurjónsdóttir (tréblásturshljóðfæri), Bergrún Snæbjörnsdóttir (málmblásturshljóðfæri), Heiða Árnadóttir (rödd) og Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir (harmónikka). Auk hljóðfæra Mardiposa kvartettsins stendur tónskáldum til boða að smíða ný hljóðfæri í Garðinum.
Matreiðslumaður er Halldór Úlfarsson einnig þekktur sem mynd-, högg-, hljóðfæra- og þúsundþjalasmiður.
Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík eru samtök sem leggja áherslu á tengsl og gildi samstarfs. Einnig leggja samtökin áherslu á faglega sjálfsmenntun í samfloti við jafningja. Í samtökunum tengist fólk og auðgar hugmyndaheim hvors annars og aðstoðar hvort annað við tilraunir. Margir aðilar hafa komið inn í samtökin í gegnum tónsmíðavikurnar. Á tónsmíðavikunni getur utanaðkomandi aðili gengið inn í tilraunamennskuna, hver og einn fylgir sínum hugmyndum en lærir af öllum í kringum sig. Þetta er grasrótarstarf sem er ætlað að auka vegsemd listrænt ágengrar tónlistar á Íslandi og víðar.
Á tónsmíðavikum verða oft miklar framfarir í starfi samtakanna og einstaklingana því á þessum samkomum er margt að læra, og allir þroskast af því að fara í gegnum róttækar tilraunir sem geta bara átt sér stað þegar fólk er lokað saman í viku.
Allir tónleikar, opnar æfingar og fyrirlestrar eða kynningar verða teknar upp og gefnar út fyrir þáttakenndur næstu tónsmíðaviku.
Umsjónamenn hátíðarinnar eru þeir Áki Ásgeirsson, Ingi Garðar Erlendsson, Magnús Jensson, Hlynur Aðils Vilmarsson, Þorkell Atlason og Guðmundur Steinn Gunnarsson.
Dagskrárdrög:
> sunnudagur (19.jún): mæting um kaffileytið, tónskáldin kynnast staðnum
>
> mánudagur (20.jún): vinnudagur, kynningar um kvöldið
>
> þriðjudagur (21.jún): vinnudagur, kynningar um kvöldið
>
> miðvikudagur (22.jún): vinnudagur, opin æfing um kvöldið,
>
> fimmtudagur (23.jún): vinnudagur, æfingar eftir hádegi, kynning um kvöldið
>
> föstudagur (24.jún): tónleikar í samkomuhúsinu
>
>
> laugardagur (25.jún): hugsanlegur auka-performans
>