Posted on May 16th, 2009 at 8:46 PM by aki

Written by Þráinn Hjálmarsson
laugardagur, 16 maí 2009
Laugardaginn 16. maí 2009 kl. 19 heldur S.L.Á.T.U.R sérstaka tónlistarkeppni samhliða söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (S.E.S) – Evróvísjón/Júróvísjón í húsnæði samtakanna.

Reglurnar eru eftirfarandi:

1. Einstaklingar og hópar melda sig og taka við umboði tiltekins lands sem að tekur þátt á úrslitakvöldi Evróvísjón.

2. Þegar það tiltekna land sem að einstaklingurinn/hópurinn hefur tekið við umboði fyrir flytur tónlist sína er það hlutverk hópsins að leika tónlist yfir þann flutning.

3. Úrslit tónlistarkeppni S.L.Á.T.U.Rs eru ráðin með niðurstöðum Evróvísjón.

Allir eru hvattir til þess að mæta og gleðjast!

Posted on April 4th, 2009 at 8:52 PM by aki

Written by Páll Ivan Pálsson
laugardagur, 04 apríl 2009
Tillögur óskast í hönnunarsamkeppni S.L.Á.T.U.R. Tillögur að stöðluðu útliti á geisladiska (12×12 cm) sem yrði einnig notað í stafrænu formi í vefverslun o.s.frv. Staðlað útlit þar sem útgefendur geta breytt myndum og texta en innan umrædds staðals (litir, almennt layout, leturgerðir ofl.) Nokkur dæmi um hryllilega útlitsstaðla á geisladiskum: http://www.emiclassics.com/series.php http://www.naxos.com/ http://www.hungaroton.hu/hu/genres/6 http://www.jpc.de/jpcng/cpo/home?expid=1199717_64&expfull=1 Hægt er að fræðast nánar um samtökin á http://slatur.is/ ***Tillögum skal skilað inn fyrir 30.apríl.*** Með kveðju, S.L.Á.T.U.R. http://slatur.is/

Posted on April 3rd, 2009 at 8:54 PM by aki

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
föstudagur, 03 apríl 2009

S.L.Á.T.U.R. óskar eftir tillögum í hönnunarsamkeppni S.L.Á.T.U.R.. Það sem samtökin vantar er 12cm x 12cm rammi utan um geisladiskakápur. Hugmyndin er að þessi sami rammi geti verið settur utan um margar mismunandi myndir. Ramminn er í senn eins konar kennimark eða Lógó. Þessar útlínur eru hugsaðar til notkunar í netkynningu og á fýsískum geisladiskum.

Tillögum skal skila inn fyrir 20.apríl.

Með kveðju,
S.L.Á.T.U.R.

Posted on April 1st, 2009 at 8:55 PM by aki

Written by DBF
miðvikudagur, 01 apríl 2009s-be2
Fyrir þá slátrara sem eiga leið um Manhattan í vikunni þá má benda á að innsetning mín S-Be2 verður til sýnis nú á föstudaginn þriðja Apríl á New York City Electronic Music Festival frá 10:00 fram til 19:00. Áhugasömum er bennt á síðu hátíðarinnar nycemf.org. Davíð Brynjar Franzson

Posted on March 25th, 2009 at 9:00 PM by aki

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
fimmtudagur, 26 mars 2009

Sláturdúndur verður að þessu sinni með óhefðbundnu sniði. Það fer fram í formi fjögurra fyrirlestra inn á hönnunardögum. Um er að ræða svokallað Pecha Kucha, örfyrirlestra þar sem Magnús Jensson, Áki Ásgeirsson, Þráinn Hjálmarsson og Guðmundur Steinn Gunnarsson mun fjalla um hljóðfæra og nótnahönnun. Því er um að ræða 4 örfyrirlestra.

Fyrirlestrarnir munu fjalla um 4 mismunandi málefni í tengslum við tónlist og hönnun með áherslu á hugmyndir úr smiðju S.L.Á.T.U.R. tengdra aðila. Málefnin eru:

Upplýsingagjafar

Hljóðgjafar

Notendaviðmót

Uppmögnun

Þetta mun fara fram í Hafnarhúsinu tryggvagötu á bilinu 20:30 til 22:30 annað kvöld, s.s. föstudagskvöldið 27.mars.

Allir velkomnir!

March 21

Hústaka
Posted on March 21st, 2009 at 9:05 PM by aki

Written by DBF
laugardagur, 21 mars 2009
Í tilefni hústöku S.L.Á.T.U.R. að Njálsgötu 14 (gamli útúrdúr) mun verða blásið til hátíðar í kvöld, Laugardaginn 21. Mars klukkan 9, í fyrrnefndum húsakynnum. Í boði verður almenn afþreying og ráðgjöf fagmanna og mun hátíðan standa í eina klukkustund svo mælt er með tímannlegri aðkomu.

Posted on February 2nd, 2009 at 9:10 PM by aki

Written by Áki Ásgeirsson
mánudagur, 02 febrúar 2009

nordakvold-sm2

Prjónakvöld S.L.Á.T.U.R. verða haldin hvert ÞRIÐJUKVÖLD (ath breytt tímasetning) og hefjast í næstu viku þann 10.2.2009. Stemningin hefst klukkan 20:00 í nýju húsnæði Slátur-samtakana við Njálsgötu og eru opin áhugasömum einstaklingum um tölvuforritun í listrænum tilgangi. Þáttakendur eru hvattir til að taka með sér:

* fartölvu
* góða skapið
* snarl og/eða drykki
* gögn og góðar hugmyndir

Hugmyndin er að fólk komi saman og vinni að því sem viðkomandi er með á prjónunum hverju sinni. Ekki er um fyrirlestra eða skipulagða dagskrá að ræða. Hinsvegar gefst fólki tækifæri að viðra hugmyndir sínar, leita ráða osfrv. Mæting er frjáls og ekki þarf að tilkynna þáttöku fyrirfram.

Posted on August 13th, 2008 at 9:28 PM by aki

Written by Áki Ásgeirsson
miðvikudagur, 13 ágúst 2008

slaturludur2

Marsakeppni S.L.Á.T.U.R. er í uppsiglingu og fer fram á menningarnótt laugardaginn 23. Ágúst 2008. Fjöldi hljóðfæraleikara tekur þátt í Lúðrasveit S.L.Á.T.U.R. sem var nýstofnuð að þessu tilefni. Leiknir verða frumsamdir marsar um alla borg og endað á virðulegri verðlaunaathöfn í Listasafni Reykjavíkur.

S.L.Á.T.U.R. vill vekja athygli tónskálda á að vegna fjölda áskorana hefur frestur að skila inn mörsum verið framlengdur til föstudagsins 15. ágúst.

Veittur verður farandbikar “Keppurinn” fyrir besta marsinn og að auki verða veitt verðlaun fyrir marsa sem skara fram úr á ákveðnum sérsviðum.
Hljóðfæraskipan Lúðrasveitar S.L.Á.T.U.R. er í samræmi við hefðbundna íslenska lúðrasveit (sjá: “hvað er lúðrasveit”.) en einnig hefur heyrst að fram komi þjóðþekktur einstaklingur sem leikur á þríhorn!

Marsar skulu sendir á netfangið: slatur [att] slatur [púnktur] is

Posted on July 28th, 2008 at 9:31 PM by aki

Written by Áki Ásgeirsson
mánudagur, 28 júlí 2008

Vegna fjölda áskorana er hér listi yfir raddir dæmigerðrar íslenskrar lúðrasveitar. Raddirnar gætu verið fleiri eða færri, enda eru blásaraútsetningar sveigjanleg listgrein rétt einsog bókfærsla, geimskot og þorsktalningar.

tréblástur:
púkablístra e. piccolo flute
1. blístra e. flute
(2. blístra)
1. skæruliða e. clarinet
2. skæruliða
(3. skæruliða

málmblástur:
1. þrymfeti e. trumpet
2. þrymfeti
(3. þrymfeti)
1. horn (partar í F og Es) e. horn
2. horn (partar í F og Es)
fagurhljómi (stundum í samlagi við þrymfeta) e. euphonium
1. blásía e. trombone
2. blásía
(3. blásía) (stundum í samlagi við djúpu)
djúpa e. tuba

slagverk:
gormker e. snare drum
málmgjöll e. cymbals
bumba e. bass drum
stálspil e. glockenspiel (lyre)

ps. Fjöldi radda í lúðrasveit er hugsanlega sveigjanlegt hugtak, því í hefðbundnum lúðrasveitaútsetningum tíðkast gjarnan “tvöfaldanir” (sem eru í raun “margfaldanir”) þar sem hver “rödd” er afrituð í fjölmörg hljóðfæri. Oft voru/eru gerðar fjögurra radda útsetningar sem síðan dreifast á öll hljóðfærin. Þannig getur útsetningin haldið vatni þrátt fyrir dræma mætingu hljóðfæraleikara.

July 26

eða semsagt
Posted on July 26th, 2008 at 9:35 PM by aki

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
laugardagur, 26 júlí 2008
Davíð Franzson fékk svokallaðan Stipendiumpreis í Darmstadt. Af 190 þáttakenndum fá venjulega fjórir svokallaðan stipendiumpreis sem þýðir að þeir fá ókeypis í sumarbúðirnar næst, verða sennilega með verk pantað á sérstökum tónleikum og ef maður skoðar fyrri ár má segja að hann sé kominn í fjögra liða úrslit um að fá hinn eftirsótta Kranichsteinpreis, aðalverðlaun hátíðarinnar en þetta myndi Davíð líklega véfengja sjálfur eða draga einhvern veginn úr af Lúterskri hógværð.