January 10
Nýárstónleikar 2016
Hinir árlegu nýárstónleikar S.L.Á.T.U.R. verða haldnir í Norræna Húsinu sunnudaginn 17. janúar 2016.
Þetta verða níundu nýárstónleikar S.L.Á.T.U.R. og verður því litið um öxl og leikin verk frá síðustu níu árum. Áheyrendum gefst því kjörið tækifæri að sjá og heyra þverskurð af tilraunatónsmíðum undanfarinna ára í flutningi tónskáldanna sjálfra.
Verk eftir Þorkel Atlason, Pál Ivan frá Eiðum, Magnús Jensson, Jesper Pedersen, Hlyn Aðils Vilmarsson, Inga Garðar Erlendsson, Guðmund Stein Gunnarsson og Áka Ásgeirsson.
Tónleikarnir hefjast klukkan 15:00 og eru í u.þ.b. klukkutíma.
Ókeypis aðgangur.
April 28
Fylkingen & S.L.Á.T.U.R.Tónleikar í KEX Hostel, sunnudaginn 10. maí klukkan 13:00 – 16:00.
Meðlimir S.L.Á.T.U.R. leika eigin verk ásamt góðum gestum úr Austurvegi, þeim Katt Hernandez, Gus Loxbo, Maríu Horn og Mats Erlandsson sem tilheyra sænsku tilraunatónlistarsamtökunum Fylkingen.
Dagskráin er hluti af fjölskyldudagskrá KEX og eru börn sérstaklega velkomin.
Fylkingen is a venue and artists’ society for new and experimental work in music, performance, video, film, dance, sound-text composition and intermedia. Since its establishment in the 1930s, Fylkingen hasbeen committed to experimental work in the contemporary performing arts. The organisation is made up of over 250 member artists from many disciplines who use the venue to develop and present new work.
January 3
Nýárstónleikar 2015Margt verður um dýrðir að venju, meðal annars tartalettur og tónlist af nýslátruðu.
Dúndur!
============================
S.L.Á.T.U.R. New Year Concert 2015 will take place on Sunday the 4th of January at 15:00 in the Reykjavík Art Museum, Tryggvagata 17.
As before, much gloriousness will occur, with tartelettes and music freshly slaughtered.
A blast!
============================
January 4
NýárstónleikarS.L.Á.T.U.R. fagnar nýju ári með sérstökum hátíðartónleikum í Mengi, nýjum tónleikastað við Óðinsgötu (nr. 2) kl 21:00, föstukvöldið 10. janúar. 2000 kr aðgangseyrir.
Á Nýárstónleikum S.L.Á.T.U.R. 2014 verður flutt glæný tónlist fyrir klarinettur sem hafa verið undirbúnar sérstaklega, breyttar og endurhannaðar til að kalla fram nýjan hljóðblæ, nýjar stillingar og framlengja möguleika hljóðfærisins. Klarinettan hefur lengi þótt seiðandi og kyngimagnað hljóðfæri vegna hins sérstaka hljóðs sem hún framkallar. Yfirtónaröð klarinettunnar er einstök í hópi blásturshljóðfæra og tæknilegir möguleikar hljóðfærisins varðandi tón- og styrkleikasvið eiga sér fáa jafningja. Hins vegar hefur lítið verið gert í að breyta og bæta klarinettuna. Málmblásturshljóðfæri nota dempara og frægt er hið ‘undirbúna’ píanó sem notar ýmis áhöld til að breyta tónum hljóðfærisins. Á nýárstónleikunum munu tónskáld S.L.Á.T.U.R. hins vegar vinna með þann efnivið sem klarinettan er og umbreyta eða umbylta gerð hljóðfærisins og virkni. Meðal annars verður notast við nýjar þrívíddarprentaðar baulur sem eru í þróun hjá Hljóðrannsóknarstofu LornaLab.
Fjórir klarinettuleikarar munu flytja tónlistina sem verður fjölbreytt og fjölvíð.
January 3
NýárstónleikarSunnudag 6. janúar 2013, kl 16:00. Holtsgötu 6
Samtök Listrænt Ágengra Tónsmiða Umhverfis Reykjavík (S.L.Á.T.U.R) fagnar nýju ári með sínum árlegu Nýárstónleikum þar sem nýju ári er fagnað með nýjum verkum meðlima samtakanna. Verkin á tónleikunum eru samin fyrir Harmóníum (ísl. Orgvél / Orgel ) í flutningi Tinnu Þorsteinsdóttur, píanista. Tónleikarnir eru stofutónleikar og fara fram í heimahúsi að Holtsgötu 6, 101 Reykjavík.
Ókeypis er inn á tónleikana og allir velkomnir!
…
Tinna Þorsteinsdóttir, píanisti er með víðtæka reynslu á sviði nýrrar tónlistar og hefur frumflutt um 40 píanóverk sem samin hafa verið fyrir hana síðastliðin ár. Hún vinnur náið með mörgum íslenskum tónskáldum, er liðtæk í tilraunatónlistarsenunni og hefur unnið með tónskáldum eins og Helmut Lachenmann, Morton Subotnick, Evan Ziporyn, Christian Wolff og Greg Davis.
November 14
Sláturtíð 2012Þessi verk voru flutt á Sláturtíð í Hafnarhúsinu
concert#1 – 24.10.12
- Jim Ryan – Follow the Lederhosen
- Ryan Ross Smith – Study #6 (Escalators)
- Pall Ivan Palsson – Skítkalt
- Justin Yang – Duet SARC
- Jesper Pedersen – Spooky Circle
- Ryan Ross Smith – Study #8 (15 Percussionists)
concert #2 – 25.10.12
- Charity Chan, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Ragnhildur Gísladóttr – Improvisation 1
- Charity Chan, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Ragnhildur Gísladóttr – Improvisation 2
concert #3 – 26.10.12
- Jesper Pedersen – Spooky Spiral
- Hallvarður Ágeirsson Herzog – Mantas rækjan horfir á sólarlagið
- Þorkell Atlason – pf
- Ingi Garðar Erlendsson – Verk II: Losti
- Bergrún Snæbjörnsdóttir – 2 víti
- Magnús Jensson – Löður
- Áki Ásgeirsson – 274°
concert #4 – 27.10.12
- Gunnar Karel Másson – Automaton nr. 1
- Hafdís Bjarnadóttir – Já!
- Þráinn Hjálmarsson – y = f(x)
- Guðmundur Steinn Gunnarsson – Kvartett nr. 13
- Telemann – Sonata
- Áki, Jesper og Páll – Snakk- & Popptónlist
- DJ. Sæborg – dual reprocess nr. 3
Nánari upplýsingar á www.slatur.is/slaturtid
Næstkomandi þriðjudag 19.júní stundvíslega kl. 20 mun S.L.Á.T.U.R. flytja hljóðverk í Nýlistasafninu í tengslum við sýninguna Volumes for Sound eftir bandarísku listamennina Melissa Dubbin & Aaron S. Davidson sem nú stendur yfir í safninu.
S.L.Á.T.U.R. eru samtök listrænt ágengra tónsmíða umhverfis Reykjavík. Síðan 2005 hafa meðlimir samtakanna unnið við ýmiskonar tónlistarlegar tilraunir er varða t.d. hreyfinótnaskrift með tölvu, gagnvirkni, ýmsar hljóðtilraunir og stillingar, listflutning og þróun stakra tónheima. Þótt meðlimirnir deila hugmyndum og aðferðum frjálst sín á milli er lokaafurðin oftast einkaframtak. Meðal reglubundinna verkefna S.L.Á.T.U.R. samtakanna er Keppnin um Keppinn, Nýárstónleikar, Tónsmíðavika og tónlistarhátíðin Sláturtíð. www.slatur.is
Flutt verða verk eftir: Þráinn Hjálmarsson, Hallvarð Ásgeirson Herzog, Jesper Pedersen, Pál Ivan frá Eiðum, ásamt Ríkharð H. Friðriksson, Christoph Schiller og Loic Grobéty.
VOLUMES FOR SOUND
Nýlistasafnið stendur fyrir hljóðverkadagskrá í tengslum við sýninguna Volumes for Sound eftir bandarísku listamennina Melissa Dubbin & Aaron S. Davidson sem nú stendur yfir í safninu.
Í Nýlistasafninu sýna þau Dubbin og Davidson ljósmyndir, myndbandsverk og skúlptúra úr viði sem gegna tvenns konar hlutverki, bæði sem þögul form sem mynda innsetningu í rými og jafnframt sem hátalarar notaðir til að flytja hljóðverk.
Á hverju þriðjudagskvöldi í sex vikur munu íslenskir hljóðlistamenn og tónskáld nota skúlptúrana til flytja eigin hljóðverk. Hverjum listamanni er frjálst að breyta uppröðun skúlptúranna; við hvert nýtt hljóðverk myndast ný innsetning í rýminu. Ólíkar uppraðanir og samsetningar eru skrásettar með ljósmyndum sem bætast smám saman við sýninguna.
DUBBIN & DAVIDSON
Melissa Dubbin og Aaron S. Davidson hafa starfað saman síðan 1998. Þau búa og starfa í Brooklyn, New York. Í verkum sínum hafa þau kannað sjónræna hluti eins og kristalla, reyk og ryk sem og óáþreifanlega þætti á borð við hljóðbylgjur og loftbylgjur. Í verkum þeirra birtist endurtekin löngun til að koma óefniskenndum hlutum í áþreifanlegt form.
Volumes for Sound er hluti af myndlistardagskrá Listahátíðar í Reykjavík, Sjálfstætt fólk /(I)ndependent people í sýningarstjórn Jonatan Habib Engqvist.
January 4
Nýárstónleikar SLÁTUR 2012Laugardaginn 7. janúar kl 16:00
í sal Tónverkamiðstöðvar Íslands, Skúlatúni 2, efstu hæð.
AKÚSMÓNIUM TÓNLEIKAR
tónlist fyrir hátalara
Fjölbreytt samansafn hátalara flytur nýja íslenska tónlist eftir meðlimi S.L.Á.T.U.R. samtakanna.
Hátalarnir sem koma fram á tónleikunum eru mjög misjafnir að gerð. Þeir hafa flestir komið fram áður á tónleikum og leikið ýmsa tónlist eftir ýmsa höfunda, bæði í einleikshlutverki og í meðleik.
Á Akúsmóníum tónleikum S.L.Á.T.U.R. munu heyrast ný verk sem eru samin sérstaklega með ákveðin hátalaraeintök í huga. Einnig verða sérstakar samsetningar hátalara, hljómbreyttir hátalarar og hátalarar í nýju hlutverki og samhengi.
Áhugamenn um nýja tækni, raftónlist, hljóðlist og nýmæli eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Ókeypis er á tónleikana.
S.L.Á.T.U.R. samtökin hafa verið leiðandi í nýsköpun tónlistar allt frá upphafi og verið sameiginlegur vettvangur frumlegustu tónskálda Íslands. Starfsemin er fjölþætt og má þar nefna tónsmíðaviku um sumarsólstöður, tónlistarhátíðina Sláturtíð, nýárstónleika og hin sívinsælu SLÁTURDÚNDUR. Heimasíða S.L.Á.T.U.R. er www.slatur.is
Frekari upplýsingar um tónleikana veitir Jesper Pedersen (861-4582) eða Áki Ásgeirsson (661-9731)
4. maj, 20:00 – 23:00
Von, sal S.Á.Á., Efstaleiti 7
Miðvikudaginn næstkomandi, 4.maí verða haldnir tónleikar með tónverkum eftir Guðmund Stein Gunnarsson í S.Á.Á. salnum Von í Efstaleiti 7. Tónleikarnir munu hefjast klukkan 20:00 og aðgangur er ókeypis. Þar verður meðal annars lifandi frumflutningur á verkinu Mardiposa sem vann nýverið verðlaun í tónverkasamkeppni í tilefni að 80 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Verkið var leikið í útvarpi á Páskadag en verður nú flutt á tónleikum í fyrsta sinn. Auk þess verða leikin önnur nýleg verk, m.a. úr svokallaðri Kvartettaröð Guðmundar Steins, einnig verk úr Hrammdælu röðinni sem og upplestur á hljóðljóðum og stutt myndskeið sem varpa ljósi á tónsmíðar Guðmundar Steins.
March 17
SLÁTUR í HljóðheimumListsýningin Hljóðheimar stendur nú yfir í Listasafni Íslands. SLÁTUR tekur þátt í sýningunni með syrpu stuttra fyrirlestra á laugardaginn 16. apríl kl 13:00 og svo tónleikum klukkan 15:00, sama dag.
Dagskrá sýningarinnar er hægt að finna hér: http://www.listasafn.is/
Aðgangseyrir á listasafnið er 500 kr.
Fyrirlestrar 16.apríl kl 13:00-14:30
- Þráinn Hjálmarsson – Umfjöllun um hvernig tónsmíðaaðferðin getur verið afleiða nótnaskriftarinnar. Í því samhengi verður fjallað lauslega um verkin KOSKO [2009] og Sculpture #3 [2011].
- Magnús Jensson – Náttúrutónar
- Jesper Pedersen – “*Reaction time is a factor in this so please pay attention. Answer as quickly as you can*”. A sightseeing tour through different notation systems for conveying musical information in realtime.
- Guðmundur Steinn Gunnarsson – Hreyfinótur-frá klisju til erkitýpu: Frá Jung til Marshall McLuhan eða „Hlutverk endurtekningar og staðla í gerð nótnamyndar.“
- Áki Ásgeirsson – Um verkið 295° frá janúar 2011. Tæknileg útfærsla og hugmyndir.
Tónleikar 16.apríl kl 15:00-15:45
- Þráinn Hjálmarsson – Koskó
- Páll Ivan Pálsson – Fretfet
- Jesper Pedersen – Amsterdam
- Hallvarður Ásgeirsson – Miniature#6 – Frost
- Guðmundur Steinn Gunnarsson – Kvartett nr. 8
- Áki Ásgeirsson – 295°
Myndir sem tengjast efni fyrirlestranna: