Posted on March 20th, 2008 at 9:46 PM by aki

Written by Þráinn Hjálmarsson
þriðjudagur, 20 maí 2008

Dagana 21 – 30. maí verður hægt að líta við á Dalvík og sjá eitthvað spennandi sem tengist al-list. Nokkrir listamenn koma saman í þeim tilgangi að efla andann á Dalvík. Sjö listamenn koma að verkefninu og þar af tæplega helmingur erlendir listamenn og einn Slátrari, flestir listamennirnir stunda list í tíma og oft í rými, eitthvað virðist ætla að slá á framtakssemi listamannanna vegna hátíðarhalda í bænum tengda söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva. Samansullið er spennandi, afþreying og list takast á í sama bæjarfélaginu.

Þáttakendur eru: Adeyem Adeniyi Olumegbon, Erla Silfá Þorgrímsdóttir, Eva Rudlinger, Eva Rún Ólafsdóttir, Harpa Dögg Kjartansdóttir, Henri Hutt, Joshua Haringa og Þráinn Hjálmarsson.

Mögulega dokumentasjón gæti komið inn á alnetið