April 29
Hestbak á Raflosti 2. MaíWritten by Páll Ivan Pálsson
þriðjudagur, 29 apríl 2008
20:00 – 22:30 Stórtónleikar RAFLOSTS – Möguleikhúsið við Hlemm
Fram koma m.a. hljómsveitirnar Hestbak, Netsky og RAFLOSTI (hljómsveit nemenda á skynjaranámskeiði). Flutt verður tón- og myndlist eftir Áka Ásgeirsson, Harald Karlsson, Hilmar Þórðarson, Jóel Pálsson, Matthías Hemstock, Monika, Pál Ivan Pálsson, Ríkharð H. Friðriksson og Teijo Pellinen.
500 kr aðgangseyrir. Ókeypis fyrir nemendur, kennara, börn og ellilífeyrisþega.
http://raflost.is/
April 15
Amp’dWritten by DBF
þriðjudagur, 15 apríl 2008
Samhengid Amp hélt tónleika í tanknum í NYC á laugardaginn 12. apríl. Tónleikarnir vour hluti af tónlistarhátíðinni HiFi New Music Festival sem er búið að vera í gangi síðustu vikuna. Hátíðinn virkar þannig að eitt af litlu New York tónlistar samhengjunum fékk öll hin litlu samspilin til að halda tónleika í sömu vikunni. Ég er hreint ekkert viss um að þetta sé svo góð hugmynd. Öll litlu samspilin halda tónleika hvert á eftir öðru, og maður kemst kannski í mesta lagi á tvenna tónleika. Ég er hrifnari af dreifðari tónleikum. Maður nennir ekki að sitja í lest í 2x 30 mín á hverju kvöldi upp á von og óvon hvað varðar gæði.
Altént, fyrst á efniskránni var dúóið Saxophone efitr meistara Stockhausen. Verkið er svona melodískur stokki með slagverki á móti. Frekar gott bara, eiginlega hressandi stykki miðað við margt annað sem hann skrifaði póst 1975. Næst á efniskránni var svo fiðlu/víólu dúó eftir Reiko Fueting, sem er landflótta þjóðverji sem kennir við MSM. Hljóðfærin henntu hljóðbrotum á milli sín, og notuðu mikið af veikbyggðum tæknum, stykkið var eiginlega akkúrat það sem Áki kallar viðkvæmt. Það sem ég á mest í vandræðum með í tónlist þessa dagana eru brothætt stykki sem eru ekki með sterkar undirstoðir, þannig að í staðin fyrir að veikleikinn vaxi yfir í eitthvað meira (t.d. massífan veikleika), þá bara sytur tónlistin í einhverjum sundurbrotnum fals Feldman heimi en fattar aldrei að það gerist líka eitthvað meira en bara hljóð aðra hverja sekúndu.
Næst voru svo tvö Sciarrino flautuverk, nóg um það.
Næst síðast var víólu sólo eftir Adam Mirza sem reku þetta samhengi og stjórnar líka hátíðinni. Í alla staði venjulegt nútíma sóló stykki, “vel gert” er eiginlega það eina sem ég get sagt, held að það útskýri hvað ég meina.
Að lokum var svo snilldar dúó fyrir saxófón og trommusett eftir Alex Mincek. Ég heyrði stykkið fyrst á Wet-Ink tónleikum í haust (hann rekur það samspil ásamt fleirum). Verkið er svona Bernhard Lang hittir Scratch&Sniff. Lúppur af bæði hreinum tónum og gestúrum, oft með sterkum hrynjanda, og svo hljóð brot sem bráðna saman á milli hjóðfæranna. Flott stykki í alla staði.