Posted on July 16th, 2008 at 6:21 PM by aki

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
miðvikudagur, 16 júlí 2008

Áður en Manosinn snappaði á mig hafði ég skráð mig í hóptíma til þessa fyrrverandi verðandi fyrirlesara unm. Er við mættumst á göngunum var keppni í illkvittnishrokafullum glottum. Á tónleikum einum kemur hann að mér í hléi og segjir: „ég vill hitta þig og tala aðeins við þig, ég hef áhuga á því sem þú ert að gera, ég er forvitinn og langar til þess að vita meira, en ekki um eitthvað helvítis tölvurugl, heldur hvað þú ert að pæla.“ Ég sagði honum að ég væri nú skráður í tíma hjá honum morguninn eftir. „Fullkomið!“ sagði Manosinn.
Ég fer til hans í svona pallborðs hóptíma þar sem hann fer yfir verk hinna og þessa og er bara hinn viðkunnalegasti og spyr hæfilega gagnrýnna spurninga eins og gengur og gerist og allt í góðum málum. Hann bað mig að segja frá og ég fór í svona fyrirlestrargír og spilaði nokkur stutt tóndæmi í þeim tilgangi að reyna að útskýra ákveðið heildarkonsept umhverfis takt, endurtekningar, form og nótasjón í ákveðnum verkum. Manos var hinn blíðasti og sagði að þetta væri mjög áhugavert. Eitt tóndæmið leist honum talsvert betur á en önnur, þar sem meiri „díteilar“ og „núansar“ gerðu vart við sig, í svona óhóflega dýnamísku verki að mínu mati. Manosinn sagði þó: „það fer í taugarnar á mér hvað þetta er mekanískt, viltu hafa þetta svona?“ Ég skildi fyrst ekki nákvæmlega hvað hann átti við en sagði að það væri hið besta mál, ég hefði áhuga á að nota hljóðfæri og hljóðfæraleikara eins og menningarlausa hluti sem hefðu verið fundnir út á götu. „Já en eins og ef þú ert með verk þar sem eru bara tvær nótur og ekkert annað í hverju hljóðfæri, breytast þær ekkert, breytist ekkert við þær?“ „Ekki endilega nóturnar sjálfar en kannski fraseringar og styrkur.“ „Ég hef pínu grunsemdir um þessa mekaník, Chris Newmann, þegar hann gerir verk sem eru bara hrá og gróf þá finnst mér kannski að hann ætti að gera meira við þau, en hann segir nei, þetta er bara svona og ég skil það í hans tilfelli. Þetta er mjög fallegur og myndrænn hljóðheimur hjá þér og mér finnst einhvern veginn ekki passa að hann sé svona vélrænn.“ Svo rifumst við aðeins um redúksjónisma og mysteríu, og hann sagði að ég væri að vinna með undarlegan redúksjónisma sem honum fyndist mjög áhugavert, en hefði enga mystík. Ég spurði af hverju hann héldi endilega að þetta ætti að vera mystískt og hvort að mystík tengd reduksjónisma tengist ekki því þegar fólki finnst að það eigi að vera meia í mússíkinni í stað þess að hlusta á það sem er. Það sem eftir situr er þó eitthvað sem ég held að sé að hluta til rétt, sumsé bara komment varðandi núansaðri og vandaðri orkestrasjón, sem er mjög viðeigandi, hvað varðar ákveðna þætti. En það er erfitt að útskýra þetta fyrir öðrum því að boltaverkin mín eru í raun eins og burðargrind með engri áklæðningu. Með því að vinna með hana nakta sé ég betur hvað er að gerast, en það er erfitt fyrir aðra að sjá það sama og ég er að sjá út úr rytmunum sérstaklega út af því að það er ekkert annað en rytmi í flestum þessum verkum. Fyrir þá sem verða á unm þá verð ég með verk sem heitir golma sem sýnir á mjög frumstæðan og einfaldan hátt hvert ég er að stefna þó ákveðnir hlutir í því verki hafi mér þótt misheppnaðir og hef síðan búið til reglur sem banna það sem þar gerist. En stefnan er ekki að gera hjakkið í tónlistinni minna, heldur að búa til skýrari konótra sem breytast á viðeigandi hátt á viðeigandi parametrum, ekki öllum, t.d. ekki tónum eða tónsviði.

Posted on July 16th, 2008 at 6:19 PM by aki

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
miðvikudagur, 16 júlí 2008
Ég hætti við að skrifa hefðbundnar gagnrýnir eftir að ég var farinn að punkta niður í efnisskránna eins og alvöru gagnrýnandi og ákvað að fara að hlusta aftur eðlilega og gleyma bara því sem er auðgleymanlegt. Í stað þess ætla ég að skrifa um nokkur óvenjuleg verk sem standa upp úr. Fyrst ber að nefna annað verk eftir Annesley Black sem átti byrjun hátíðarinnar. Hún var með verk í Kunsthalle ljós og hljóð eftirpartýjinu á sunnudaginn. Þar var hún með verk sem byrjaði á mjög flottum rafhljóðum með skemmtilegum rytmapælingum. Einstaka raunhljóð heyrðust á bakvið svarta skermi. Svo bröltu fram þrír krakkar í íþróttafötum sem spóluðu í gólfinu. Svo byrjuðu þau að sippa í einkennilegum takti, svipað og rafhljóðin, mjög flott, lengi. Svo færðu þau sig um set og byrjuðu að sippa annars staðar þar sem sippuböndin slógust í járnstangir. Svo fóru þau aftur til baka duttu á gólfið og út. Ferlega smart atriði, vel æft og sviðsett, gott rugl, Annesley Black fær fullt samþykki mitt.
Á mánudeginum voru þrír tónleikar, tveir mjög góðir og einir mjög vondir. Vondu voru aðrir heilir tónleikar með leiðinlegum míníatúrum fyrir fá hljóðfæri eftir Gyorgy Kurtag. Þeir fyrstu voru slagverkstónleikar sem voru með allt í lagi verki eftir Lisu Lim sem er flott tónskáld, en ekki hennar besta verk og allt í lagi verki eftir Wolfgang Rihm sem er að mínu mati ömurlega ógeðslega sjúklega leiðinlegt tónskáld, en þetta var langtum bestasta verk sem ég hef heyrt eftir hann. En ástæða þess að ég skrifa um þessa tónleika er fyrsta verkið sem var eftir Davíð nokkurn Franzson. Ég bara veit ekki hvar ég á að byrja. Ég held ég hafi skrópað á frumflutningin á þessu verki á sínum tíma, þegar ég fattaði að ég þyrfti að taka fjórar strætólestir á sunnudagsáætlun og kæmist ekki heim fyrr en næsta dag. Það var rangt. Þetta verk sem er fyrir 6 slagverksleikara er alveg rosalegt. Hann er algjör hálfviti þessi drengur. Þetta verk er bara hljóð og einhvern veginn. Ekki hljóð í einhverjum Lachenmann skilningi vegna þess að þau búa ekki til gestúrur sem verða til þess að tónlistin tákni eitthvað annað en sjálfa sig, t.d. tónlistarlegan fílíng eða grúv. Verkið byggir á umhverfisupptökum sem settar eru í meðhöndlun algóritmískrar taktvélar skáldsins. Verkið hefur sterkan keim af umhverfishljóðaupptökum en hefur samt ótrúlega sterkt form og fallega ódramtíska byggingu sem þó er viðburðarík. Samt sem áður er allt rosalega ómenningarlegt. Þetta er bara einhvern veginn og svo gerist bara eitthvað rugl og svo bara þögn og eitthvað en hangir allt rosalega vel saman. Hljóðin eru vel unnin og vönduð án þess að vera synþesuð í eitthvað skraut. Svo kemur bara merkingarlaus púls og merkingarlaus pentatóník inn í miðju. Ef eitthvað þá minnti þetta mig helst á hin svokölluðu númeraverk Cage en mun meira orkestrerað. Tilfinningin var þó ekki mjög „við erum að lesa nótur tíminn líður, núna, næsta, já“ heldur var flæðið mjög „eðlilegt“ og bara fallegt á mjög ótilgerðarlegan hátt, það er náttúrulega alltaf tilgerð að gera svona mikið rugl en þið vitið hvað ég meina, virkaði eðlilegt. Gríðarlegt verk í alla staði.
Seinustu tónleikarnir þetta kvöld voru eins verks langverks tónleikar með rosa dúndur hittara eftir Klaus Lang sem heitir Einfalt, Stille. Slagverk, söngkona, víóla og flauta á mismunandi stöðum í rýminu í resónerandi kirkju fluttu fáar og langar nótur í skemmtilegum stillingum. Mjög flott verk sem er fáanlegt á geisladisk og skorið er hægt að panta frá skorfélaginu ehf.
Þriðjudagur var ekkert sérstaklega eftirminnilegur, en í dag var dáldið flippað verk eftir sænskt fyrrum unm tónskáld sem brann út á nýflækjunni en sá heitir Christopher Anthin. Hann var með verk fyrir klasísskan gítar og kassettutæki sem heitir playmaster. Fyrst heyrðist léleg sinófnísk tónlist á bandi og klassíski gítarinn spilaði svona lélega með. Mjög ófullnægjandi, svo varð tónlistin verri og verri á bandinu og minna og minn heyrðist í gítarnum sem var orðinn út úr tjúni við bandið og þetta varð sífellt lélegra og amatörlegra þangað til að segulbandið var komið í ógðeslegt teknó sem yfirgnæfði gítar sem lék fáa lélega hljóma með. Svo heyrðist rödd segja eitthvað á þessa leið „I wrote this piece, how do you like my piece, It took me 3 years to write“ smá hlé „do you like my piece“? Skemmtilegt flipp sona.