November 12
WFS-tónleikar í Leiden 11.11.08Written by Þráinn Hjálmarsson
miðvikudagur, 12 nóvember 2008
WFS Sonologíu-tónleikar í Scheltema Complex í Leiden þriðjudagskvöldið 11. nóvember 2008
Sónólógíu-tónleikarnir að þessu sinni voru Wave-Field Synthesis tónleikar (WFS) sem nýtir nýja(nýlega) hugmyndafræði og tækni í útsetningu á rými í raftónlist. Á dagskrá voru fimm verk eftir Ji Youn Kang, Fedde ten Berge, Kees Tazelaar, Olivier Messiaen og Wim Boogman.
Fyrst væri sniðugast að útskýra þessa nýju hugmyndafræði/útsetningu sem er að baki Wave Field Synthesis. Í WFS- kerfinu sem er í Leiden eru 192 hátalarar staðsettir í ferhyrning í rými. Hægt er að kynna sér kerfið hér ( http://www.gameoflife.nl/content.htm ) og nýja repertoire-ið.
En sumsé, þessi tækni snýst útá það að imitera eftir fjarrænni hljóðuppsprettu og eru útreiknaðir “fasar” hljóðbylgjurnar svo að þegar við summu það saman með eyrunum finnst okkur staðsetningin vera gífurlega nákvæm, þetta er mun sterkari upplifun en stereo-skuggi. Þetta er ekki ósvipað því þegar við heyrum efstu tóna spectra, samanlagt gefa þeir tilfinningu fyrir rótartóni, en það er líka háð hversu margir yfirtónar við heyrum, því líkara verður þetta uppsprettunni. Þetta er ekki ósvipað því. Hægt er að lesa meira um Wave-Field Synthesis á Wikipedia ( http://en.wikipedia.org/wiki/Wave_field_synthesis )
Rýmið sem kerfið er staðsett í er frekar þurrt rými en það er í raun aukaatriði fyrir upplifun.
Fyrsta verkið voru tveir kaflar úr Olivier Messiaen orgelstykkinu Livre du Saint Sacrament sem var tilraun Erlangen-Nuremberg háskólans með tilraunir með því að skapa rými inní öðru rými, notaðir voru 18 míkrófónar inní Þýskri kirkju og var tónleikunum streymt beint inní áhorfendasal í skólanum. Ætlunin var að búa til kirkjurýmið með hjálp tækninnar. Upptökunum af þeim tónleikum var svo leikið fyrir okkur hin í 192 WFS-kerfinu, ég tek það fram að í Þýska WFS-kerfinu eru um 2400 hátalarar (man ekki alveg hversu margir) svo þetta ætti að vera smá munur. Þetta er einkennileg upplifun og er nokkuð langt frá því að hljóma einsog “2-8…ad inf.”-punkta kerfi. Þetta gefur virkilega sterka sýn á rýmið sem verkið var flutt, ég að vísu sneri baki í “orgelið”, það er kannski eitt skrýtið en skemmtilegt er að sætaröðunin er random, stólarnir snúa í einhverja átt (engin þungamiðja í rýminu).
Fyrsta verkið sem var samið fyrir þessa tækni var eftir að ég held kennara sonologíunnar Kees Tazelaar, sem átt nokkuð góða spretti sem að nýtti sér tæknina, það kom mér reyndar á óvart hvað hann studdist við “gamlan”-hljóðheim, sumt af því sem hann var að púlla er einkennandi fyrir elektrónísk verk Dicks Raaijmakers, með alls konar filteruðu noise-i. En músíklega fannst mér verkið stranda heldur snemma, verkið heitir Crosstalks-B og byggði á hljóðmónódíu og virkaði nokkuð þurrt þar sem þetta voru jú hljóð sem birtust og fóru án þess að veita einhverja sýn í það frekar.
Það vantaði prógrammnótur fyrir áhorfendur en verkin voru rækilega kynnt fyrir áhorfendum en nöfnin gleymdust jafnóðum.
þriðja verkið byrjaði á heljarinnar ræðu um hugsunina á bakvið verkið, stuðst er við útreikninga af stjörnu sem heitir HD200-eitthvað og notaðar eru niðurstöður af því sem berst frá stjörnunni, það eru 6 mismunandi bylgjur sem koma frá henni og eru bylgjurnar hækkaðar um 22 áttundir og birtast okkur sem flatt Es, einnig styðst pseudo-slagverksleikarinn við 22 “glerkennd”-hljóð. Það var ótrúlegt hvað mér fannst vera virkilega einhver að leika á slagverk í einu horninu, hljóðin endurkastaðist og allt innan kerfisins. Líkt og “prógrammið” sem höfundurinn gaf af verkinu er miðja kerfisins virkilega staðsetning innan stjörnu og við heyrum ferlið að innan þegar stjarnan dregst saman og helíum-agnirnar breytast í málm. Hlustun á verkið var nokkuð æðisleg, frekar ómúsíklegt og í staðinn frekar pseudo-vitnisburður. Ég hefði ekki munað eftir verkinu hefði hann ekki haldið þessa ræðu um verkið, svo ég tek það fram að listarúnkstal er virkilega hjálplegt uppá minni að gera.
Fjórða verkið var eftir nemanda sónólógíunnar (í öðrum verkum höfðu nemendur bara hjálpað til) sem var virkilega æsilegt og sýndi virkilega fram á hvað kerfið hefur fram að færa, það sama á við um lokaverkið sem var eftir Ji Youn Kang sem studdist við Suður-Kóreíska athöfn og var einhvers konar túlkun á því öllu saman, hefði verið sterkari ef maður þekkti athöfnina sem að lýsir sér í því að menn slátra fullt af dýrum og skera sig en blæða þó ekki af því að það er einhver trans-í gangi (náði þessu ekki alveg) en ætlun verksins var að umbreyta því ástandi sem skapast við þessar athafnir og koma því í hljóðverk (WFS-verk)
Allar klisjur um hreyfingu hljóðs sem ég lýð mjög illa í punktahljóðkerfum vildi ég satt best að segja heyra meira af í þessu kerfi, því í raun var þetta lyginni líkast, en þó stend ég enn á því og segi eitthvað líkt því sem Hindemith hefur sagt um hluti. “Spatialisation of a sound is for no musical purposes” (svo getur fólk túlkað musical-purpose efti því sem það vill).
Ég sit ennþá á þeirri skoðun að það er næstum ómögulegt að geta gert einhvers konar meginþema hluta og sem parameter staðsetning hljóða en engu að síður getur staðsetning hljóðuppspretta haft mikil áhrif á hversu margar upplýsingar er hægt að móttaka í einu (Channel capacity í communication theory-unni). En þessa skoðun þarf kannski að endurskoða eftir að hafa kynnst þessu skrímsli. Síðan spyr maður sig, hvað var Stockhausen að dröslast með 8-punkta kerfi í Cosmic Pulses?
-ÞH
Get víst ekki svarað þér Steini með hefðbundnu kommenti en hér er eitthvað sem ég vildi svara:
Jám, þetta er kallað synthesa af því þú grípur inní ferli frá hljóðuppsprettu og er hún samsett úr öllum þessum fjölda hátalara, það er útreiknaður fasa og db munur frá “uppsprettunni” og hún birt í öllum þessum hátalara, þannig að þetta er synthesa. Hér er mynd: http://recherche.ircam.fr/equipes/salles/WFS_WEBSITE/images/WFS2violins.gif
Það er kómískt hvað þessi Hindemith tilvitnun mín getur aldrei virkað í neinu samhengi, ég hef margoft reynt að nota þessa tilvitnun en ekki virkað, þetta er meira fyndni að vilja ítrekað vitna í Hindemith. Tilvitnunin á að sýna þröngsýni um mögulegan tilgang þessa parameters sem tónsmíðaefni.
Það ganga sögur um að best heppnaða verkið fyrir WFS-kerfið í Leiden sé verk fyrir 6 píanó sem voru misdreifð yfir rýmið, ekkert flóknara en það. Engir galdrar.