February 7
Austurrískt Klám í Nýju Jórvíklaugardagur, 07 febrúar 2009
Í kvöld fór ég á tónleika með Argento samspilinu í Miller Theater í Columbia. Á efnisskrá var aðeins eitt verk, verkið “In Vain” frá árinu 2000 eftir Georg Friedrich Haas. Verkið er fyrir 24 hljóðfæri, ein klukkustund á lengd og er sérstakt fyrir þá sök að helmingur verksins er spilaður í algjöru myrkri (engin lesljós).
Auðveldast er að lýsa verkinu eins og að eilíft sé zoomað inn í efniviðinn og farið lengra og lengra inn í hann þar til aftur er komið á upphafspunkt. Efniviðurinn er einfaldur, tvær mismunandi ómtýpur eru nýttar til að flökta fram og tilbaka, önnur er bara spektrúm en hin er svona óáttundaendurtekningarhljómruna eða hvað sem svoleiðislagað heitir á íslensku. Innan þessara óma eru svo runur af nótum niður á við, stærri hreyfing upp á við og svo svona spektral tónar sem svo verða hljómar. Eins og ég sagði þá er yfirborðið tekið og farið inn í það, i.e. eitthvað er blásið upp t.d. skali niður á við þar til hann er kominn úr því að vera skreytifyrirbæri yfir í að vera tektónískt fyrirbæri. Svo lengist kannski hver nóta þar til maður fer að “heyra” fínleikann innan nótunnar og þá er maður aftur kominn í einhverja skreytifígúru sem svo er áfram zoomað inná. Þar sem ekki er ljós helmingin af stykkinu (kemur tvisvar inn og út) þá verða þeir hlutar sem eru spilaðir í myrkri að vera fremur einfaldir bæði í spilun og samhengi ef 24 manns eiga að geta samræmt sig og spilað saman. Þetta gefur verkinu mikla vídd á milli nákvæmni og smáatriða annarsvegar og svo rosalega stórra pensilsveipa hins vegar. Á þeim punktum verður korn stærðin svo stór að yfirborðið jaðrar við fauvisma.
Vanalega myndi ég vera heiftarlega skeptískur á svona hreinann spektralisma, yfirborðsprócess og gimmik (ljósin), og jafnvel þótt þetta sé hreinasta klám þá get ég ekki sagt annað en þetta var ein besta konsert upplyfun sem ég hef átt lengi. Verkið er stórgott, og utan við nokkuð ljótann (i.e. traditional) hörpupart og ofnotkun á tam tam þá get ég bara ekki fundið neitt verkinu til ama. Veit ekki hvort það myndi lifa af hlustun á disk, ljósin gera ansi mikið, og þetta er í raun sviðsverk. Er ekki viss um að það gengi upp á tónleikum með öðrum stykkjum, en eitt og sér á sviði þá er það alveg frábært.