Posted on December 23rd, 2009 at 7:22 AM by aki

Kría BrekkanFyrrverandi SLÁTUR-torgið, sem borgaryfirvöld hafa nú nefnt Hjartatorgið eða Ástartorgið og reist þar Jólaþorp, stendur á miðjum reit fasteignabraskfélagsins Festa sem afmarkast af Laugavegi, Hverfisgötu, Klapparstíg og Smiðjustíg.

Þar mun fjöltónlistakonan Kría Brekkan flytja nýjan gjörning sem er hvort í senn HELGILEIKUR og PÍPSJÓ í heiðingjakofa baka til í austurhorni torgsins. Aðeins einn áhorfandi kemst fyrir í einu en Kría mun vera viðverandi í dag frá klukkan 16:00 og fram á kvöld.

Allur ágóði rennur til styrktar mæðrastyrksnefndar.

Úr tilkynningu Kríu…
LEIÐBEININGAR: 500kr. setur lifandi glimskrattann í gang, en líka meira eða minna. Áhorfandi setur á sig heyrnatæki og gægist í gegnum kíkinn, (einn til tveir í einu) Einoghálf til 3 mín. helgileikur til að naflastrengja þig heilögum anda guðsmóðurinnar. KOMDU AÐ SJÁ OG STYRKTU GOTT MÁLEFNI!

December 22

Gleðileg jól
Posted on December 22nd, 2009 at 8:08 AM by aki

SLÁTUR óskar almenningi gleðilegra jóla og friðsældar á nýju ári.

Vetrarsólstöður

Posted on December 16th, 2009 at 9:39 PM by aki

Verk eftir Áka Ásgeirsson, Guðmund Stein Gunnarsson og Þráin Hjálmarsson verða flutt á grasrótartónleikum tímaritsins Grapevine og tónvefsölunnar Gogoyoko í nýlenduvöruverslun Hemma og Valda við Laugaveg föstukvöldið 18. desember 2009.
Auk gömlu grasrótæklinganna þriggja kemur fram hljómsveitin Nolo og tónlistarmaðurinn Hypno.
Leikar hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er enginn.

December 5

Dúndur umfjöllun
Posted on December 5th, 2009 at 11:59 AM by aki

Gunnar H. Guðmundsson rýndi í síðasta dúndur og birti niðurstöður sínar á hinni ungu og efnilegu fréttasíðu www.midjan.is

Fréttina má nálgast hér.