Posted on January 3rd, 2010 at 3:01 PM by aki

Hljómsveit Hafdísar

Rétt fyrir jól kom út geisladiskurinn Jæja með tónlist eftir rafgítarleikarann og tónskáldið Hafdísi Bjarnadóttur.

Ásamt Hafdísi leika 7 hljóðfæraleikarar á plötunni á eftirtalin hljóðfæri: blokkflautur, klarinett/bassaklarinett, trompet, fiðla/víóla, selló, rafgítar, bassi og trommusett.

Diskurinn Jæja er annar sólódiskur Hafdísar með tónlist eftir hana, en árið 2002 kom út geisladiskurinn á vegum Smekkleysu. Sá diskur fékk ágætis gagnrýni og þótti að mati sumra gagnrýnenda með bestu geisladiskum þess árs. Saman mynda þessir tveir diskar tvíeykið “Nú-Jæja“, en Jæja-diskurinn er e.k. sjálfstætt framhald Nú.

Að tilefni útgáfunnar verða útgáfutónleikar á Kjarvalsstöðum 4. janúar 2010 kl. 20:00.

(ath enginn posi)