August 23
Afmælistónleikar Áka ÁsgeirssonarMánudagskvöldið 30. ágúst kl. 20:00 verða tónleikar með verkum Áka Ásgeirssonar í Útgerðinni, Grandagarði 16.
Tónleikarnir eru haldnir að tilefni 35 ára afmælis Áka og innihalda úrval tónverka síðustu fimm ára.
Tónverkin sem leikin verða þann 30. eru öll fyrir ómandi (akústísk) hljóðfæri en notast þó við tölvutækni í sköpun, flutningi og/eða framkvæmd. Sum notast við hefðbundna nótnaskrift en í öðrum veitir tölvustýrð hreyfimynd hljóðfæraleikurunum upplýsingar um flutninginn. Í einu verki, 328°, er tölvan í hlutverki e.k. aukahljóðfæraleikara sem slær hljóðfærin með rafknúnum sleglum í samspili við hina mennsku flytjendur.
Efnisskrá:
- 360°
- 355°
- 328°
- 320°
- 312°
- 300° (frumflutningur)
Hljóðfæraleikaranir eru af betri endanum; Magnús Jensson, Tinna Þorsteinsdóttir, Þorkell Atlason, Frank Aarnink, Róbert Reynisson, Sturlaugur Björnsson, Kristín Gunnarsdóttir, Guðmundur Steinn Gunnarsson, Ingi Garðar Erlendsson, Jófríður Ákadóttir, Ásthildur Ákadóttir og Snorri Heimisson.
Tónleikarnir eru hluti af dagskrá nýstofnaðrar Nýmiðlastofu Íslands og skipulagðir í samstarfi við S.L.Á.T.U.R., samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfir Reykjavík.
Aðgangur ókeypis.