Posted on November 27th, 2010 at 11:09 PM by aki
Login Register

Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .

classic Classic list List threaded Threaded
Locked 8 messages Options Options  

Loading…
Move topic
Pin topic
Unpin topic
Lock topic
Unlock topic
Delete this topic
Delete this topic
Embed post
Permalink

Selected post Nov 27, 2010; 1:37pm 

Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinn Gunnarssononline
Maggi:
En steini, það er ekki hægt að hafa bæði þema og ekki þema. 

Steini:
Umfram allt er ekki hægt að hafa ekkert þema. S.L.Á.T.U.R. eða Fengjastrútur er þegar þema, bara ekki eins skýrt. Þema er eins og markmið rannsóknar. Ef fólk rannsakar bara eitthvað út í bláinn er enginn lærdómur af því. Ef gerðar eru samanburðartilraunir er möguleika á áframhaldi. Matvörubúð er með matvöruþema. Kókómjólk er með kókómjólkur þema, þannig veit maður hvað hlutirnir eru, þeir hafa skýrleika, markmið og auðkenni.

Maggi:
Minnist þess ekki að hafa verið að leggja drög að því, -var aðeins að
hallmæla þema og hefðum.

Steini:
Ég er að vísa í fyrsta textann þar sem kom einhver drög að annarri tillögu, þar sem talað væri við nokkra tónlistarmenn og allir myndu skrifa fyrir þá. Ég hef þá misskilið, afsakið. Hefðir eru annað topic út af fyrir sig.

Maggi:
Það er ekkert athugavert að einn höfundur ákveði að gera tilbrigði við
stef en við erum nú varla allir að fara að gera tilbrigði við sama
stefið.

Steini:
Það er nákvæmlega samt það sem ég er að stinga upp á og þess vegna sem mér finnst þema áhugavert. Aðaltilgangur Sláturs fyrir mér er þess háttar listræn samræða.

Maggi:
Það er ástæða til að reyna að ná fram skýrleika í það sem maður gerir.
Þótt það gæti mistekist.

Steini:
Jú ég er sammála því. En ég er ekki sammála þeirri hugmynd að ef það er ekki þema þá er frelsi. Tónleikar án þema gætu þess vegna orðið mun einhæfari. Enginn er alveg einstakur þó hann sé einstaklingur. Ég held þó að smávægileg höft og samanburður dragi hið einstaka skýrar fram. Samanburður verður skýrari og þar með upplifir maður heildina fjölbreyttari heldur en í stórmarkaði af alls kyns. Þá er líka minni samræða milli hlutana, en það er munurinn á Nýjárstónleikum slátur og hvaða tónleikum sem er þar sem random tónlist fyrir sömu hljóðfæri er raðað saman. Skýrleiki næst líka fram með höftum. Skýrleiki er regluleiki og mátulegur skammtur af fyrirsjáanleika.

Maggi:
Einmitt, sem hann (Haydn) sjálfur bjó til.

Steini:
Rétt eins og við búum til fundna hluti. Þ.e.a.s. að eitthverju leyti, rétt eins og verk fyrir bremsuklossa, bakarofn og sigti er form sem ég hef búið til en er í ákveðinni samræðu við tíðarandann og svipaða hluti sem hafa verið gerðir áður og býr sér vonandi til ramma innan found objects pælinguna og er á sama hátt meðvitað hvað er viðtekið og hvað er nýtt, því enginn býr til alveg allt sjálfur nema Elohim.

Maggi:
Við gætum vel slegið í gegn í poppinu steini.

Steini:
Það er hverju orði sannara, en mér finnst ekkert verra að fá bara einhvern greifa til að sponsa vikulega tónleika.

Maggi:
Einkenni raunfrjálsra lista er frelsi óháð öllu sem kann að vera kallað
frjálsar listir.

Steini:
Eins og Björn Jörundur orti: “Frelsið er yndislegt ég geri það sem ég vil, skyldi maður ekki verða leiður á því til lengdar að vera til.“ Með frjálsar listir þá á ég við þessa gömlu góðu 20.aldar list sem telur sig vera „hvað sem er“ en þú sérð ekki t.d. settlegt lopaföndur í töff galleríji. Þar með eru hlutirnir ekki frjálsir, og voru aldrei og verða aldrei frjálsir, heldur hafa bara mismunandi stefnur og með minna „frelsi“ fæst meiri skýrleiki til dæmis.

Maggi:
Fánd obbdjeks þykir mér áhugavert, -sé bara ekki ásæðuna fyrir að vinna
með fánd obbdjeggds á sama tíma og þið hin.

Steini:
En þér fyndist allt í lagi að vera í Slátri, „listrænt ágeng tónlist“-þema á sama tíma og við hin, eða „Fengjastrútur spilar“-þema á sama tíma og við hin, við og hinir, við og hinir.

Maggi:
Nýárstónleikar S.L.Á.T.U.R.
Hljómsveitin Fengjastrútur leikur verk eftir eftirtalda: X, Y & Z

-þarf eitthvað meira?

Steini:
Þema, ramma, áætlun, sameiginleg markmið, meiri og hnitmiðaðri samræðu inn á við í hópinn en samræðu hvers sem er við hvað sem er. Þegar ég veit hvað er til í ískápnum þá er ég frjáls til þess að elda hvað sem ég vil. Ef ég á ekkert í ísskápnum en fullt af pening til þess að kaupa hvað sem er lendir maður líklega í því að fara eftir uppskrift eða ómeðvituðum stöðlum um hvað „passar saman“. Ómeðvitað eða meðvitað verður útkoman generískari en ella.

Þráinn:
ætli Faucoultísk heterótópía hafi ekki verið forsenda þessara nýju hugsunar um found objects?

Steini:
Focault var ekki fæddur þegar að konseptið um fundna hluti var sett fram og menn sem gætu verið feður hans sem komu fyrst með þær pælingar að listin er ramminn sem þú setur utan um hana. Þá er ég að vísa í Dadaista sem og ýmsa eftirmenn. John Cage er t.d. eldri en Focault og var búinn að skrifa um þessar pælingar í tónlist áður en Focault var búinn í barnaskóla.

Þráinn:
Við getum líka verið alveg sama um þessa sögu fundins hlutar í listasögunni og gert eitthvað flipp, allir hlutir eru fundnir hlutir er það ekki annars?

Steini:
Ef þú heyrir flautuverk með key-clicks þá ertu ekkert bara wow key-clicks, það er ekki áhugavert í sjálfu sér. Það er af því þú hefur heyrt svona áður og það er condition sem skilar viðbrögðum á sekúndubroti. Ég er ekki að tala um að vera ógeðslega meðvitaður um allt heldur bara fatta að það að skrifa fyrir drasl eitt og sér er ekki uppfinning eða neinar upplýsingar í sjálfu sér heldur partur af hefð sem maður setur sig innan í hvort sem maður vill með því einu að gera það. Eina vandamálið við svona mjög tilraunakenndar listir er að þær búa ekki til neitt establishment og samanburðartilraunir þannig að menn haldast á sama núllpunktinum í 100 ár.

Þannig að fundnir hlutir, readymade og fleiri orð sem hafa verið notuð yfir það á sér sögu frá því í dadaisma bæði í myndlist og tónlist. Cowell, Cage, Harrison og Partch voru á kafi í þessu í 30’s-inu. Ad hoc spilarar í Helmut Lachenmann verkum og bara slagverksleikarar á 20.öld spila á found object meðal annars. Það er partur af starfslýsingunni meðal annars í sinfóníuhljómsveit. Þegar ég segji hefð er ég ekki að segja maður þarf að vita um þetta og þetta heldur bara átta sig á því að þetta er eins og að gera hverja aðra tónlist og það sem maður skrifar fyrir reiðhjól þarf þess vegna að vera eins mikil tónlist og það sem maður skrifar fyrir fiðlu.

Selected post Nov 27, 2010; 1:53pm 

Re: Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinn Gunnarssononline
Maggi:
Hversdagslegt þýðir eitthvað sem er að jafnaði gert á hverjum degi.
Þema er neikvætt í eðli sínu vegna þess að það takmarkar. Enaf að það er
fyrir hendi rauntakmörkun eins og td hátt verð fyrir flutning á stórum
skinnþrymjum þá er ekki óeðlilegt að samnýta ferðina með því að gera
þema úr aðstæðunum: “margar þrymjur á sama stað”. En þema þemasins veg
vanvirðir frelsi listamannsins, -minnug tel ég ykkur nú vera þess að
sköpun á að vera allstaðar og endalaus áhugasemi um að gera hlutinn sem
best á líka að vera allstaðar og því frelsið það eina sem að skilur
listir frá öðrum mannlegum athöfnum. Þessvegna heitir list list, sbr. að
vera LAUS (og eitthvað er “laust”). Hugmyndin um þema sem
umræðugrundvöll, þe. að sjá hvað aðrir gera í sömu aðstæðum er algeng
afsökun fyrir því að fólk sé andlaust og hafi ekkert til að tala og
hugsa um. 

Steini:
Ég er ósammála þessari skilgreiningu á hinu vafasama orði frelsi eins og fyrr hefur komið fram. Það er líka skapandi að búa til takmarkanir. Það er skapandi að búa til eitthvað úr þeim takmörkunum sem maður hefur. Það sem er takmarkalaust er ómótað og hefur engan karakter og er óskýrt. Listsköpun er í eðli sínu að takmarka möguleikann á „hverju sem er“ niður í eitthvað ákveðið og sérstakt.

Samkvæmt orðsifjafræði Ásgeirs Blöndals Magnússonar hefur orðið list ekkert að gera með orðið laus. Þess má geta að í gamla daga var mismunandi framburður á y, i þannig að list og lyst er margt og mismunandi og af mismunandi stofni. Um orðið list segjir Ásgeir, m.a.: Sjá leisti og læra, og að í sænsku og dönsku er skylt orð sem þýðir kænska, kænskubragð, fornenska íþrótt, dugnaður, forn-háþýska speki, vísdómur, töfrakunnátta og gotneska lists. kænska, brella, gotneska lais sem þýðir “ég veit”. Leisti er eins og háleistar eða sokkur og læra vitum við hvað er. Þessi orð eru skyld orðinu list.
Nú, er skylt orðum í öðrum tungumálum eins og lös og -less og svoleiðis og virðist ekki eiga sameiginleg skylmenni við list samkvæmt Ásgeiri að mynsta kosti en eflaust eru til fleiri kenningar um þessi mál.

Selected post Nov 27, 2010; 2:17pm 

Re: Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Þráinnonline
1 post
ahh já, afsakið með faucoultinn, langt rangstæður.
Selected post Nov 27, 2010; 6:18pm 

Re: Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Hallvarðuronline
1 post
mér finnst vanta gömlu skilaboðin
þessi umræða er orðin verk út af fyrir sig
kv. Varði
Selected post Nov 28, 2010; 12:39am 

Re: Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Magnúsonline
3 posts
In reply to this post by Guðmundur Steinn Gunnarsson
Hér sé rithandarsýnishorn.
Selected post Nov 28, 2010; 12:42am 

Re: Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Magnúsonline
3 posts
In reply to this post by Guðmundur Steinn Gunnarsson
Ef þér finnst takmarkanir skemmtilegar Steini búðu þér til takmarkannir en þyggðu það að ég troði ekki á þig viðbótartakmörkunum til að við séum í stíl.
Selected post Nov 28, 2010; 12:45am 

Re: Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Magnúsonline
3 posts
In reply to this post by Guðmundur Steinn Gunnarsson
Nokkuð góð leikgerð, -sakna þó verðlauna fyrir leik í aukahlutverkum.
Selected post Nov 29, 2010; 12:38am 

Re: Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Hallvarðuronline
1 post
þetta minnir á plató
Free Embeddable Forum powered by Nabble

Posted on November 23rd, 2010 at 1:02 PM by aki

lasercat

Píanótónleikar með verkum S.L.Á.T.U.R. meðlima

Tinna Þorsteinsdóttir leikur ný píanóverk eftir Slátur-meðlimi í Norræna húsinu, laugardaginn 18. desember klukkan 17:00.  Almennt miðaverð: 1500 kr. (1000 kr. fyrir nemendur og 5000 kr. fyrir gagnrýnendur)

Píanóleikarinn Tinna Þorsteinsdóttir hefur flutt gríðarmikið af íslenskri tónlist auk þess að frumflytja fjöldi tónverka sem skrifuð hafa verið sérstaklega fyrir hana.  Hún hefur unnið með ýmsum Slátur-meðlimum í gegnum tíðina og mun nú flytja verk frá 2009 og 2010 sem flest voru gerð í samvinnu við Tinnu.  Verkin sem flutt verða á tónleikunum eru öll sérlega frumleg og áhugavekjandi.  Tónlist Sláturmeðlima, sem miðast að útbreiðslu listrænt ágengrar hugmyndafræði og nýsköpun í menningu, hefur hlotið mikið lof almennra hlustenda, listasamfélagsins og fræðimanna.

Á tónleikunum mun m.a. heyrast nýtt verk eftir Hallvarð Ásgeirsson sem varð landsfrægur eftir leik sinn í kvikmyndunum Varði fer á vertíð og Varði goes Europe.  Hallvarður er nýkominn úr tónsmíðanámi frá New York, þar sem hann gerði garðinn frægan.  Því er þetta kærkomið tækifæri að heyra tónlist Hallvarðs á nýjan leik á Íslandi.
Af öðrum tónskáldum má nefna Guðmund Stein Gunnarsson og Jesper Pedersen.  Guðmundur Steinn hefur verið í fararbroddi listrænt ágengrar íslenskrar tónlistar og lífsspeki undanfarin ár.  Hin sérstæða tónlist hans er engri annari lík, sjálfsprottin, framandi, seiðandi, dáleiðandi, opinberandi, séríslendsk, náttúruleg og orkurík.  Fleiri og fleiri ánetjast tónverkum Guðmundar Steins og finna í þeim nýja uppsprettu hughrifa.
Jesper Pedersen er danskur að uppruna en hefur slegið í gegn í jaðartónlistarheimi Reykjavíkur.  Verk hans ganga inn í heim hins óvænta og krefjast svara við áleitnum spurningum um tónlist, menningu, íþróttir, dýralíf o.s.frv..  Á tónleikunum flytur Tinna nýja útgáfu verks Jespers, Laser Cat, sem tengir saman mannlega tækni, dýrsleg viðbrög, samruna nótna og hljóðfæris og leikræna upplifun.

Tónleikagestir eru beðnir að koma ekki með farsíma, boðtæki eða önnur rafeindatæki sem gætu gefið frá sér óþægilegar útvarpsbylgjur.  Það er hefð á jólatónleikum S.L.Á.T.U.R. að klappa ekki, heldur blístra lágt eftir flutning hvers tónverks.

S.L.Á.T.U.R.: www.slatur.is
Tinna Þorsteinsdóttir: www.annit.is

Frekari upplýsingar veitir Áki Ásgeirsson, s. 661-9731

November 12

Arduino námskeið
Posted on November 12th, 2010 at 11:45 AM by aki

labduino

LORNALAB stendur fyrir grunnnámskeiði í notkun á Arduino örstýrispjaldinu (microcontroller).

Námskeiðið fer fram í Útgerðinni, Grandagarði 16, laugardaginn 13. nóvember klukkan 13:00-17:00. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Hakkavélina og Félag um stafrænt frelsi á Íslandi. Aðgangur er ókeypis en framlög til uppbyggingar LORNALAB eru velkomin.

Arduino hefur rutt sér til rúms sem aðgengilegt tæki fyrir listamenn, nörda og hobbýista til þess að skynja og hafa áhrif á efnisheiminn á rafrænan hátt.

Aðalleiðbeinandi námskeiðsins er tilraunalistamaðurinn Erik Parr sem er meðlimur í LORNALAB og vinnur fyrir gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík. Á námskeiðinu verður farið í uppsetningu, Arduino umhverfið kynnt og unnin verða verkefni í frjálsri hópvinnu.

Þáttakendur þurfa að koma með fartölvu og mælt er með að fólk komi með sitt eigið Arduino borð. Þó verður hægt að kaupa Arduino á staðnum eða fá lánað í takmörkuðu mæli.

Kennd verða framhaldsnámskeið um notkun Arduino síðar á þessu ári og í upphafi næsta árs.

Frekari upplýsingar um Arduino: http://www.arduino.cc/
LORNALAB: http://www.facebook.com/home.php?#!/pages/Reykjavik-Medialab/148550668517925
Hakkavélin: http://www.hakkavelin.is
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi: http://www.fsfi.is

——

Heildardagskrá Reykjavik Digital Freedom Workshop 2010:

== Laugardagur (Hakkavélin) ==

10:00-12:00: Opnir ættfræðigagnagrunnar
13:00-17:00: Creative Commons
17:00-19:00: Wikipedia

== Laugardagur (Reykjavík MediaLab) ==

10:00-12:00: Stafrænt jólaföndur (Gimp og Inkscape)
12:00-16:00: Arduino
16:00-18:00: Notendatilraunir (Skuggaþing / Betri Reykjavík)

== Sunnudagur (Hakkavélin) ==

10:00-14:00: Nordic Perl Workshop
15:00-19:00: Gerð kynningarefnis fyrir ráðstefnuna

== Sunnudagur (Reykjavík MediaLab) ==

10:00-14:00: OpenStreetMap
14:00-18:00: IMMI - Icelandic Modern Media Initiative