Trompetleikararnir Eiríkur Orri Ólafsson og Jacob Wick halda tónleik í höfuðstöðvum S.L.Á.T.U.R. á Íslandi, sunnukvöldið 12. desember klukkan 21:00.
Báðir hafa þeir fjölmarga fjöruna sopið þegar kemur að hinni dýru list og leiða nú saman lúðra sína í fyrsta sinn norðan sextugustu breiddargráðu.
Ókeypis og opið fyrir alla meðan húsrúm leyfir.
Jacob Wick er trompetleikari sem er búsettur í New York og er afar aktívur í tilraunamennsku ýmiss konar. Hann spilar reglulega með stórsveit Andrew D’Angelo og fæst þar að auki við vídeólist og hljóðlist ýmiss konar.
Eiríkur Orri Ólafsson er trompetleikari sem er búsettur í Utrecht og er afar aktívur í tilraunamennsku ýmiss konar. Hann spilaði einu sinni með stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar og fæst þar að auki við matarlyst og tónlist ýmiss konar.