July 15
Logo SlátursWritten by DBF
þriðjudagur, 15 júlí 2008
Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
mánudagur, 14 júlí 2008
Fyrirlestrar dagsins voru spjall um lífið á þýzku og því notaði ég tækifærið til að sofa út, þvo þvott og fara í sund. En á laugardeginum voru líka tveir tónleikar. Báðir með Arditti kvartettnum og báðir einungis með verkum eftir Brian Ferneyhough. Sennilega er að verða komið 30 ára samstarfsafmæli þessara pilta, en ætli allt upprunalega vesenið hans Ferneyhough hafi ekki gert krulla og félaga vel í stakk búinn til að frumflytja 100 verk á ári, full af kjaftæði og rugli. Maður gerði sig því klárann í að dýfa sér ofan í fjöllaga setbergs byggingar flækjumeistarans víðfræga. Þess bera að geta að fólk á hátíðinni er í ruglinu í kringum þennan mann, krýpur á kné og biður um eiginhandaráritanir.
Á fyrri tónleikunum var flutt svokölluð sónata fyrir strengjakvartett sem flóki burknason samdi aðeins 24 ára að aldri. Flott en dáldið gamaldags, fannst mér, svona á yfirborðinu. En langt verk (ég sofnaði líka smá). Á seinni tónleikunum var hins vegar boðið upp á strengjakvartetta, svokallaða, númer 2,3,4 og 5. Strengjasveitin knáa var að leika kvartettana í 18. -99. skipti, takk fyrir. Bara eins og Maus á sínum tíma, alltaf að spila. Það var rosa stemning að dýfa sér svona ofan í ógæfuna, flækjast inn í fjórvíð völundarhús. Ég sat mjög framarlega og fékk þetta alveg í andlitið. Það er kannski eitthvað skrýtið við syrpukennda hegðun venjulegrar tónleikadagskrár eins og gengur og gerist og það var vel að hafa ekkert nema þetta á einum tónleikum. Það voru samt fyrsti og seinasti, 2.kvartett (1980) og sá fimmti (2006) sem ég hafði messt gaman af. Þar var messt hægt að heyra tengingar milli svipaðra efnisgerða í gegnum verkið, það er, stokkið milli svona blokka af efnistýpum sem eru aldrei eins en maður tengir saman þegar svipað yfirborð kemur aftur. Fjórði kvartettinn var líka svakalegur en þar var söngkona sem gekk til liðs með þeim og tók Fernelinn alveg í kernelinn. Hún fór á kostum gjörsamlega. Hún var einnig með handahreyfingar (þið vitið, „ómeðvitaðar“ í súrum nýflækjusöngnum sem notaðist við uppklippur á orðhlutum í ljóðum eftir Ezra Pound, En handahreyfingarnar voru mjög flottar og minntu á uppahálds söngvarann minn, japanska spunasöngvarann Mochigami Kosugi (kannski aðeins vitlaust stafstett).
Í rauninni er þessi bunki bara bálkur slagara. Bara aðgengilegt og skemmtilegt, algjört súkkulaði. Þetta er að sumu leyti minna kjaftæði en mig minnti, oft sem hljóðfærin koma öll saman í eitthvað dúndur og svona skýrleiki bara. Lítil ógæfa miðað við marga af nemendum hans eins og t.d. Richard Barrett sem er með virkilega ógæfu í gangi, en það er svona, ógæfumetin verða alltaf slegin. Það var æðislegt að sjá Arditti og félaga spilaði þetta, hreiðursólurnar voru ekki staglkennd kvöð heldur liðu þær áfram eins og fuglasöngur, mjög auðkennismiklir efnisbútar þrátt fyrir fáa viðmiðunarpunkta. Þá er bara að bíða eftir næsta kvartett sem er væntanlegur 2010 og vonandi að hann nái að semja fleiri en Bartok. Kannski 15 eins og Shostakovich? Tékkið samt á Mendelsohn í D-dúr. Nei ég er nú bara að grínast. Og þó, hver veit. Brahms annar, konfekt. Egg og salt. Geðveikt!
July 13
Darmstadt-Miðvikudagur.Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
sunnudagur, 13 júlí 2008
Það voru tveir ágætis fyrirlestrar sem ég sá á miðvikudag. Fyrst var það saxófónleikarinn Marcus Weiss sem kynnti nýútkomna bók sína um framlengda tækni og fleira. Það var áhugaverður fúnksjónal fyrirlestur, hann talaði líkt og trompetleikarinn knái gegn því að hugsa um framlengda tækni sem svona valmöguleika á lista (eðli neysluhyggjunnar og þar með síðnúhyggju, innskot undirritaðs) heldur að skilja hvernig þær tengjast og hvernig þetta virkar, svæði sem eru tengd og virka vel saman t.d. Í svona multifóníkkum.
Næst var fyrirlestur Misato Mochikuzi. Flott tóndæmi, verð ég að segja. Rosalega fín orkestrasjón af svona myndrænni dýralífsorkestrasjón sem var skemmtilega ótungumálakennd, í bakgrunni var svona fjarlægur púls sem hún talaði um sem svona mælistiku. Hún talaði ómarkvisst um áhrif úr vísindum og fór í rauninni ekki djúpt í neitt heldur spilaði vandaða vel hljómandi mússík og kom með svona litlar pælingar þess á milli sem voru áhugaverðar. Hún útskýrði endurtekningar sínar með áhuga sínum á ljósmyndum og löngun til þess að frysta augnablik. Svona flöffí en skemmtilegar pælingar. Einnig um Buckminster Fuller og blöðru borgir, eða borgir sem svífa í lausu lofti og verk sem hún byggði á þeirri pælingu.
Þá var ferðinni heitið í íþróttahús á tónleika Ascolta hópnum, en flest verkin voru eftir frekar ung tónskáld. Öll verkin voru fyrir svona sirka 8-10 hljóðfæri. Fyrst var verk eftir eftur Mörtu Gentilucci. Það fannst mér frekar vemmilegt í sándi. Elektrónísk hljóð léku stórt hlutverk og urðu dáldið vafasöm á köflum, einstaklega vafasamur var rafbassapartur. Næsta verk var eftir Annesley Black. Þegar verkið byrjaði þá hugsaði ég með mér að þetta væri bomban, alla vega það besta hingað til. Tja byrjunin var alla vega mjög góð, það var svona pupu með mjútaðann trompet og slide banjó í broddi fylkingar. Svo fór það skyndilega í eitthverja gliss orgíu milli sellós og blásýju og svo eitthvað pínu annað og annað. Mér fannst verkið ekki halda sig nógu afmarkað en Davíð fannst það vera of afmarkað. Það er kannski sama vandamálið (meira það sama eða aldrei það sama eru að mörug leyti skildari hugtök en stundum það sama með andstæðum). Eduardo Moguillansky átti síðan svona vel ortan hittara sem hann stjórnaði sjálfur. Rosalega vel gert og stutt og laggott en ákaflega ófrumlegt. Þetta var kannski svona smá lachenmann með rómönsk ættuðum blæbrigðum. Verkið var of fínt og er því vont, fellur í ormagöngin (sjá kort páls um skýrleika og gæði). Síðasta verkið er gagnstætt að segja um. Það var verkið abgewandt-musik fur hörende eftir Nikulaus Brass. Það var groddalegt og svona „lélegra“ í núönsum og hnoði en verkið á undan en svaka fínt hávaði og pönk með háværum blásýum og slagverki og svo lágværir kaflar inn á milli. Öfugt við verkið á undan var það hins vegar langt og ekkert í seinni hluta þess virtist réttlæta lengdina, frá mínum bæjardyrum séð.
Um kvöldið voru svo tónleikar með einni af „gömlu hetjunum.“ En það er gamla hetjann sem enginn man eftir og enginn veit af hverju hann er einn af hetjunum miklu (af fólki í kringum mig). En hann á eitt óumdeilanlegt framyfir flestar af hinum gömlu hetjunum, jú, hann er ekki dauður. Við erum að tala um Gyorgy Kurtag. Já hann. Það er bara eitt verk eftir hann sem ég hef hlustað á af athygli og mér fannst það leiðinlegt fyrst og svo hlustaði ég á það með skorinu og fannst það frábært þá. Því miður man ég ekki hvað það heitir. En vandamál mitt við hans tónlist er að hún er kannski jafnvel eldri en hann er. Jú, hún byggir á línum og svoleiðis. Þess vegna á hann mikið af löngum verkum fyrir fá hljóðfæri. Þessir tónleikar voru fokking tveir tímar af klassísku rugli. Fyrst var helvíti ógeðslega langur dúett fyrir sópran og fiðlu. Hljóðfæraleikararnir fóru alveg á kostum og mússíseruðu svoleiðis alveg bara, ha. Verkið er röð af míniatúrum sem notast við brot úr skáldsögum Kafka sem texta. Þegar ég segji röð af míníatúrum þá meina ég mjög löng röð af ógeðslega mörgum míníatúrum. Míníatúrarnir skiptast í 4 stórar grúppur og þegar þriðja var að byrja var ég þegar farinn að hugsa mér leið út úr þessum heimi. Hápunktur verksins var þegar það var búið, af því það var búið, en hápunktur kvöldsins var að sjá Kurtag gamla skjálfandi af ánægju með flytjendurna í sitthvorum lófanum og lyfti skjálfandi höndum upp og áheyrendur hylltu sem guð. Af skyldurækninni einni fór ég ekki í hléinu og hlustaði á byrjunina á næsta verki sem var talsvert skárra, en nei, þolinmæði mín var búinn og eftir þrjá mínatúra í því langa mínatúraverki (fyrir slagverk, barítón, fiðlu, víólu og selló) fór ég út, hingað og ekki lengra.
July 13
Darmstadt-Fimmtudagur.Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
sunnudagur, 13 júlí 2008
Ég mætti mjög lítið á fyrirlestra á fimmtudeginum, enda mikið á þýsku og minna spennandi hlutir og var þess í stað í tölvunni að undirbúa gjörning föstudagsins. Þó sleppti ég ekki tónleikum og fór í Pálskirkju og heyrði þar orgeltónlist. Það voru fínir tónleikar. Fyrst var verk eftir einhvern Hermann Markus Pressl sem mig grunar að sé bara eitthver outsider, eða svona jaðarmenni einhvers konar. Verkið var alla vega afar sérkennilegt og sérviskulegt og pínu lélegt á heillandi hátt. Þrír kaflar, bara endurtekið eitthvað rugl, ekki nógu stutt rugl til að vera naumhyggjukennt og svona semí tónal með vandræðagangi í raddfærslu sem var mjög gegnsær. Eiginlega mjög heillandi. Næst kom verk eftir Klaus Lang sem er annar af yngstu meisturum hátíðarinnar, átti kótó og blokkflautuverk sem ég skrifaði áður um. Hér var heldur ekkert slor á ferðinni. Bara puuuuu skrýtið lélegt óstabílt og veiklulegt hljóð úr orgelinu lengi, eitthvað smá on off, breytingar. Svo kom þrisvar sama nótan sungin mjög látlaust af sópran söngkonu í miðjunni og svo hélt orgelsuðið áfram og búið. Æðislegt! Næst var verk eftir Feldmanninn sjálfan. Klassík. En ólíkt öðrum klassískum verkum á hátíðinni þá er þetta með því lélegra af verkaskrá tónskáldsins. En merkilega lélegt ef maður þekkir vel hans mússík, vegna þess að það tengir hið misskilda mið-tímabil (8.áratug) feldmanns við síð-Feldmanninn (9.áratugur) sem hefur slegið svo rækilega í gegn á þessum síðustu og verstu. Gaman að hlusta á það hvað það er lélegt með það fyrir augum að vita hvað þetta er að reyna að verða. Get ekki aðskilið þetta verk úr minni Feldmannólógíu.
En það voru síðdegistónleikar í kirkjunni, þá að kvöldtónleikunum. Það var strengjakvartetta keppni sponsoreruð af eitthverjum annars flokks auðkýfingi. Semsagt allt verk eftir ung tónskáld sem sóttu um að fá að vera með fyrir ári og þurftu svo að sér semja fyrir Arditti kvartettinn, fengu mikinn tíma til að vinna með þeim og fengu tækifæri (þeir sem vildu) að hanna rafhljóðavesen í StrætisWögnumReykjavíkur (SWR rundfunk, svæðisútvarp suðvesturlands, Stokkseyri). Öll verkin hljómuðu eins og þau væru samin til að vinna í keppni, höfðu sumsé verulegan „keppnisanda“ en það er ekki þar með sagt að þau hafi verið vond, þau voru bara svona svakalega „glæsileg“, öll. Fyrsta verkið var 7.strengjakvartett Bartoks eftir Birke Berelsmeier. Næst var langbesta verkið, sem vann þó ekki, clearing eftir Kristian Ireland. Það byrjaði á agressífum skrúðningi og um miðbik verksins var geðveikt sánd í gangi sem ég hélt að væri að koma úr tölvunni, en nei þá var bara helvítis sellóið með eitthvað sánd sem gert er með hálfgerðum yfirtón sem er að detta inn og út, smá sul ponticello og svona einu hári af boganum (útskýring höfundar verksins). Fallegt í formi og magnþrungin spilamennska popparanna skemmdi ekki fyrir. Næst var verk eftir hina portúgölsku Patriciu Manuelu Fernandes Sucena de Almeida og var það næst besta stykki tónleikanna. Það var aðeins minni „vinningshafi“ í stíl en hin verkin og var með svona allar raddirnar að hjóla í köku stopp hjóla í köku stopp hjóla í köku… gaman. Síðast fyrir hlé kom Serbneskt verk eftir Miliciu Djordevic sem er fædd 1984 og yngst á prógramminu, verkið hefði verið fínt hefði það ekki verið léleg útgáfa af verkinu hans Kristian og með of miklum Kontröstum og mússík.
Eftir hlé voru svo verk með elektróník. Ég hef eitt svona almennt um það að segja. Mér er hugsað til Roscoe Mitchell sem sagði um spuna að þegar fólk er of mikið að reyna að kalla og svara, þá verður útkoman eins og allir séu að lesa mússík og einn sé eftirá. Svona samplihljóðbjögun, spiluð til baka eftirá er svipað fyrirbæri. Öll verkin eftir hlé voru þannig, og synthesa milli rafhljóða og hljóðfæra var enginn önnur en sú að þetta voru oft bara lítt breyttar upptökur spilaðar til baka, í öllum verkunum. Rafhljóðin voru líka einstaklega ótilraunakennd og óævintýraleg og óskiljanlegt af hverju rosa stúdíu á suðvesturlandi skildi þurfa að hafa nokkuð að gera með þetta. En verkin eftir hlé voru léleg fyrir utan verk eftir Christopher Trebue Moore sem var hart og flott, og kannski best raflega séð líka.
Eitt af lélegu verkunum eftirhlé vann. Væmið og asnalegt með lélegri elektróník. Davíð hafði þó séð fyrir að það myndi vinna þrátt fyrir að finnast það ekkert gott.
Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
sunnudagur, 13 júlí 2008
Lítið hefur borið á blogginu síðan á miðvikudag en fimmtudag og föstudag fór ég nefnilega í undirbúning á smá flutningi sem fór fram í gær. Áður nefndur Manos Tsangaris sér um sérstök „eftirpartý“ með tónlistaratriðum þar sem þemað er notkun hljóðs og ljósa í samtvinningu. Þáttakenndum var velkomið að koma og vera með stutt atriði, annað hvort búin til fyrir þetta eða öðruvísi. Mér fannst þetta ljósasjó vera gott tækifæri til að illúminera og ákvað því að slá til og bjó skyndilega til styttingu og reduksjóna á öðru verki. Ég hef búið til rugl nýlega í processing og ég hafði hugsað mér að nota einfalt myndmál til þess að vera hljóðfæri innan í tónlistinni, hegða sér eins og tromman í Gagaku tónlist, merkja einingar og þannig myndi visjúallinn auðvelda manni að fatta ákveðnar tengingar. Ég náði að tengja þetta og allt er vel. Ég fann hljóðfæraleikara í þetta sem voru á námskeiðinu með því að tala við kennara sem kenndu á hljóðfærin sem ég vildi fá og tróð mér svo inn í masterklass næsta dag til að næla í einn af nemendum þeirra. Hljóðfæraskipanin varð því trompet (með harmónmjút), altósax, harmóníkka, fiðla og víóla. Verkið er semsagt stytting, einföldun og endurútsetning á boltaverki sem heitir Staðlafell og var frumflutt síðasta haust á Thingamajigs hátíðinni í flóanum, en það verk var fyrir slagverk og „fundna hluti.“ Ég var með mína tölvu, dabbi lánaði mér sína en ég þurfti þriðju en mátti nota tölvu Manos Tsangaris. Svo kom á daginn að það var pc tölva og rétt fyrir einu æfinguna var allt komið í köku og nánast ekkert virtist vera að virka. Davíð var mér þó innan handar og hjálpaði mér fram úr undarlegum ógæfumerkjum.
Æfingin varð því að almennri útskýringu og hljóðfæraleikararnir spiluðu bara sömu röddina í æfingarskyni og svo sleppti ég þeim og sagði að þetta yrði allt í lagi á eftir, kvíðið engu! Ég varð því að skrópa á tónleika kvöldsins til að finna út úr tölvumálum og það hafðist, á endanum varð allt smurt og ég eyddi miklum tíma í að láta skjávarpadæmið líta rétt út. Það semsagt lýsti á tölvurnar þrjár þar sem hljóðfæraleikararnir áttu að vera. Skjávarpinn var upp á palli og úr fókus, lýsti mjög stórt, lengst í burtu út í horn og niðrá gólf, svo setti ég pappír á ena linsunnar frá tveim hliðum til að mýkja línurnar af vörpuninni. Allt fór í gang samtímis og ekkert rugl. Þar sem annað atriði var á undan varð ég að slökkva á tölvunum því hitt verkið átti að vera í myrkri. Verkin átti bæði að flytja tvisvar. Svo fóru hljóðfæraleikarnir að mæta og rétt fyrir okkar flutning ætluðum við svona að fara yfir málin meðan áheyrendur voru í öðru herbergi að drekka bjór en þá fóru osc vandamál að gera vart við sig. Ekkert var að virka og Davíð stakk upp á því eina rétta í stöðunni, tölvunum verður startað samtímis með speisbarnum! Áheyrendur komu inn, þetta var gert. Við tölvu númer þrjú var bara eitt hljóðfæri, víóla (en ekki tvö eins og á hinum) og rétt áður en verkið byrjaði hafði víóluleikarinn spurt mig, hvað ef þetta fer ekki í gang hjá mér, á ég þá bara að feika það? Já sagði ég af vantrú um að slíkt myndi gerast auk þess sem tafir höfðu þegar orðið á dagskrá út af tæknivandamálum. Verkið hófst og allt fór í gang nema tölvan hennar, svo hún varð að feika, en einmitt í hennar tölvu var prósessing parturinn, þannig að skjávarpinn lýsti bara stillmynd allan tímann. Að öðru leyti var bara rennt í gegnum þetta í þessari losaralegu útgáfu (í mín eyru, þar sem míkrótími er aðalatriðið í verkinu frá mínum bæjardyrum). Trompet, harmóníkka og saxófónn, eru fremstir í hverri hendingu og unnu vel, og því náðu helstu útlínur verksins að koma fram. Fyrir einhvern sem er að heyra þetta í fyrsta skipti er kannski ekki mikill munur (þó eitt hljóðfæri sé í ruglinu) og flutningurinn varð aðgengilegri en hann átti að vera sökum músíseringar þessara miklu hljóðfæraleikara. Því bara léttara fyrir vikið. Í endan kom hali á sóló fiðlu sem ég hafði ætlað að klippa út, en sú breyting virtist ekki hafa seifast þannig að fiðlan hélt ein áfram í tvær mínútur eftir að hitt var hætt. Manos varð brjálaður, þar sem þetta fór yfir ætlunartíma og lét kveikja ljósin og ég reyndi að gefa henni merki um að hætta bara en dáleiðingarkraftur skjásins er svo þungur að það náðist ekki. Ég klappaði því mitt eigið verk niður í þögn stuttu áður en halinn er alveg búinn.
Ég fór beint í skjávarpatölvuna til að fatta af hverju dæmið hefði ekki farið í gang og einhver stelpa kom upp að mér og spurði hvot ég gæti útskýrt í stuttu máli hvað í helvítinu þetta er? Hver er pælingin? Ég svaraði ekki þar sem U.N.M. vinir frá Noregi og Finnlandi voru komnir að þakka mér fyrir og kíkja í tölvuna, enda eru þeir farnir að þekkja þessa vitleysu. Manos Tsangaris dró mig svo til hliðar og snappaði á mig. „Hvar var hið nauðsynlega samspil ljóss og hljóðs.“ Ég sagði honum að vídjóið hefði ekki farið í gang og hann sæji það á eftir í seinna rennslinu þegar ég er búinn að laga smá. „Það verður ekkert seinna rennsli“ sagði hann. „Þú laugst að mér! Þú sagðir að það yrði nauðsynlegur ljósaþáttur, og hvað er þetta, þetta er enginn mússíkk bara eitthvað (með fyrirlitningu í röddinni): „bink, bonk, bink, bonk“ (uh, já!) þú leggur ofuráherslu á tæknina og svo er þetta bara eitthvað rugl, fullt af fólki hérna og fínir hljóðfæraleikarar, þetta er ekki einu sinni redúksjónismi, þetta er ekki nógu lítið til að vera redúksjónismi, þetta er bara tilgerðarlegt!“ Grýttur jarðvegur þar, því óneitanlega er manni alltaf hugsað til jesú og sögunnar um sáðmanninn, svona til huggunnar á öngstundum.
July 9
Marsakeppni S.L.Á.T.U.R.Written by Áki Ásgeirsson
miðvikudagur, 09 júlí 2008
Marsakeppni S.L.Á.T.U.R. fer fram í fyrsta sinn á menningarnótt laugardaginn 23. Ágúst 2008. S.L.Á.T.U.R. óskar eftir mörsum fyrir lúðrasveit samtakana. Um er að ræða samkeppni um besta marsinn.
Mun Lúðrasveit S.L.Á.T.U.R. leika marsana bæði í skrúðgöngu og á sviði. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir besta marsinn svo og aukaverðlaun fyrir marsa sem þykja skara fram úr á ákveðnu sérsviði.
Frestur að senda inn marsa er 11. ágúst 2008. Tekið er við nótum á netfanginu slatur att slatur.is og skal notast við pdf skráarsnið. Hver partur skal rúmast á einu A5 blaði (landscape) en raddskrá á A4 (portrait). Dulnefni eru vinsamlegast afþökkuð en tekið skal fram að S.L.Á.T.U.R. mun hylja nafn tónskálds vid dæmingu.
Hljóðfærasamsetning er i samræmi vid hefðbundna lúðrasveit og fjöldi hljóðfæraleikara mun verða sveigjanlegur að íslenskum sið.
Marsinn má ekki hafa verið fluttur áður opinberlega.
Öllum er frjálst að senda inn mars en sérstök dómnefnd mun velja marsa til flutnings í keppninni.
Um S.L.Á.T.U.R
S.L.Á.T.U.R stendur fyrir samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík og er það eitt að markmiðum samtakana er að stuðla að aukinni vegsæld listrænt ágengrar tónlistar umhverfis Reykjavík og víðar. Sjá nánar á www.slatur.is
July 9
Andmæli – 1Written by DBF
miðvikudagur, 09 júlí 2008
Andmæli 1
Ég held að það sé best að veit aðra hlið á atburðum hátíðarinnar með því að andmæla því sem Guðmundur Steinn segir, stundum vegna þess að þörf er á, og stundum til að spila talsmann andskotans.
Ég hefst handa þegar komið er fram á tónleika þriðjudagskvöldsins þar sem trio acanto lék nokkra vel valda slagara. Guðmundur Steinn telur þar að verk Olgu Neuwirth hafi staðið fram úr, og var lítið hrifinn af verki Hans Thomalla. Í mínum eyrum þá hljómaði verk Neuwirth hálf illa vegna of mikillar hreyfingar í hljóðfærunum. Gestúrur hér, gestúrur þar. Það sem ég vill helst gera að umræðuefni hér tengist einmitt þessum tveim verkum. Það er grasserandi þessi misskilningur á meðal tónskálda að það að hreyfa nótur ótt og títt sé það sem forfeður okkar klluðu laglínu. Hér var um daginn einmitt fyrilestur þar sem hugmyndin um laglínu var krufin og sú tillaga lögð fram að framvinda verks sé í raun laglína í öllum víddum. Ég tel að notkun orðsins laglínu sé einmitt svolítið spennandi hér, þar sem í staðinn fyrir að hugsa um forgrunn/bakgrunn þá er það skylda tónskáldsins að hugsa um allt sem mikilvægt og aldrei að slugsa eða skreyta. Allar óþarfa nótur, rhythmar eða sound eru hreint út sagt til trafala og allt það sem ekki gengur að því að mynda heild verks eða að draga athygli að eðlisþáttum þessarar heildar er einfaldlega barrokk. Enga skreytilist takk. Ég held að verk Hans hafi einmitt sprottið upp úr þessari hugsun. Ekki það að Guðmundi Steini megi ekki mislíka það, en spennandi pæling. Annað sem verkið hafði fram að færa (sem skal viðurkennast að tengist því að ég þekki aðferðarfræðina að baki verksins), er að þar fæst skáldið við að byggja empríska lógík ofan á algjörlega arbitrarí val á tónvið. Rationalisation of the Subjective er hugtak sem kemur upp í hugann (rökfæring handvamarinnar). Það er fátt meira spennandi í tónlist heldur en einmitt hvernig tónskáld fylgir algjörlega því sem hann telur vera eðlilega framvindu en enginn annar heilvita maður myndi nokkurntíma telja að ætti eitthvað sameiginlegt. Alveg misskilið stykki, erfitt að hlusta á sökum fegurðar, en hafði sitt hvað til málanna að leggja, plús það að það var nettur fílingur (ekkert grúf) í því.
Annars:
Þoli ekki lígettí.
Að semja fyrir Sinfoníuhljómsveit virðist andskoti erfitt.
Og svo fyrri tónleikar þriðjudagsins voru svo andskoti erfiðir og bíð spenntur eftir orðræðu Guðmundar sem ég mun strax svara.
July 9
þriðjudagurWritten by Guðmundur Steinn Gunnarsson
miðvikudagur, 09 júlí 2008
Þriðjudagur.
Förum aðeins fram í tímann. Í morgun á miðvikudagsmorgni fékk ég sms frá Davíð um að hann og Hans Thomalla vinur hans væru á nærliggjandi kaffihúsi í morgunmat. Seinna um daginn sagði Hans Thomalla við mig að Davíð hefði sent skilaboðin úr símanum sínum þannig að ég ætti að passa mig á því ef ske kynni að ég ætlaði að senda sms til Davíðs til að segja að Hans hefði verið með ömurlegt verk (skilurru). Hans vissi þó ekki að ég hefði verið leiðinlegur við hann í blogginu kvöldið áður en eins og ég hugsa þegar ég sé gagnrýnir eftir Röp eða Jónas Sen, öll umfjöllun er góð umfjöllun.
En þriðjudagurinn byrjaði einmitt á Hans Thomalla fyrirlestri sem bar þá undarlegu yfirskrift What is melody? Ég var dáldið seinn á þann fyrirlestur, hélt að hann hefði átt að byrja seinna og missti því aðeins af byrjuninni. Það tók mig því tíma að fatta hvað um var rætt, virkaði dáldið fljótandi og síðnúhyggjukennt að koma svona beint inn í. En í stuttu máli er það sem ég skyldi um melódíu sem hvað sem er sem maður gerir að melódíu. Í sumum tilfellum getur það bara verið röð hljóða eða beating púlsar eða álíka.
4 ung tónskáld kynntu svo verk sín fyrir gárungunum. Fyrst var það norskur vinur okkar frá U.N.M., hvað heitir hann aftur, þið þekkið hann þegar þið sjáið hann. Hávaxinn með gleraugu. Hann kynnti sig á þýzku og spilaði 3 mínútna „útvarpsinnsetningu.“ Flott agressíft verk sem var bara on og off í 3 mínútur, svo rifust ferneyhough og tsangaris við hann um hugtakið útvarpsinnsetning, sem var ekki honum að kenna, hann var bara pantaður. Er fólk reiðara þegar það talar á þýzku?
Næsta unga tónskáld var kanadamaður sem var með mjög hljóðlátt verk sem var allt að því melódískt en víst byggt á yfirborðskenndum spektral pælingum. Hann talaði úr manni áhugann með tilgerðarlegri Kafka tilvitnun og hugtökum eins og “self-degration” og “thesis, thesis, thesis but not arsis” og hélt sig á bókmenntafræðilegum nótum. Þýðandi var að reyna að skilja hvað hann meinti svo hann gæti þýtt yfir á þýzku, og þá sagði sjálfur Ferneyhough: „vandamálið er bara það að við skiljum ekkert hvað þú ert að segja á neinu tungumáli.“ Drengurinn talaði sjálfan sig í hel ekki náðist almennilega að ræða sjálft verkið út af vitleysunni sem drengurinn sagði.
Þá næst kom Ísraelsk stelpa sem er búinn að vera að læra hjá chayu chernowin í vín og spilaði brot úr löngu verki með dáltið opinni nótasjón. Þetta var svona línuleg opin nótasjón, semsagt frekar venjuleg með mjög miklu gerðu bara eitthvað svona og haltu áfram með þetta. Verkið var fínt en nótasjónin sem slík var ekki skilvirk fyrir það sem hún ætlaði sér, sagði hún. Útfrá því var farið í klisjukennda umræðu um „aðra nótasjón“ byggða á vantrú og vanþekkingu en ráðleggingar sem voru góðar. Ferneyhough kom með þá pælingu að ef maður gefur almennar skýringar til hljóðfæraleikara þá verður útkoman almenn en ekki nákvæm og/eða á ákveðinn hátt (e. specific). Ef að hljóðfæraleikarnir eru þar að auki almennir hlýtur það að sjálfsögðu að vera rétt. En þetta átti svo sem vel við þá nótasjón sem átti í hlut.
Ungtónskáldakynningin endaði svo á leiðinlegu þýzku söngverki eftir eitthvern gaur sem er að læra hjá Spahlinger. Mjög vont svona „nútímaeinsöngvarakórverk.“ Illindi. Kennararnir gagnrýndu textameðferð hans. Ég skildi ekki textann hvort eð er og fannst verkinu ekki við bjargandi.
Eftir hádegi kíkti ég inn í pínulítið herbergi þar sem 20 manns höfðu troðið sér inn til að heyra Marco Stroppa skoða verk þáttakennda fyrir allra augum og krítísera. Hann tók fyrir Aubrey, vinkonu okkar Davíðs frá Buffalo, en hún var með verk fyrir blásarasveit. Verkið hafði ekki verið spilað og var því bara til á nótum og í mídí útgáfu. Hún fór ekki að ráðum Davíðs og spilaði verkið í midi-útgáfunni fyrir viðstadda, svo sem fínt, gaf grófa hugmynd af þessu en alls ekki nógu fínt fyrir fólk sem sást kíma felulega í horni (svona er stemningin, óhóflega mikið af fólki sem er betra en allir hinir). Marco var skilvirkur og skýrorður, eins og í fyrirlestri sínum. Hafði miklar tillögur og pælingar sem snertu útsetningar. Hann er mjög skilvirkur og beinn í tali. En það var svo þröngt um mann að ég varð að beila eftir þessa kynningu og fór þess í stað á trompet kynningu.
Fyrrum trompetleikari Ensemble Modern, Eitthvað Foreman talaði um trompet, skort á trompetpörtum í glænýrri kammermúsík, og gagnrýndi ásýnd tónskálda á hljóðfæraleikara sem vélar og að líta á tækni framlengingartækni kunnáttu þeirra sem eins konar símaskrá. „Hvað geturðu spilað hátt“ eða „hvað geturðu glissað langt“ er álíka og að spyrja tónskáld „Hvað geturðu samið mörg hljómsveitarverk, á næstu mánuðum“, „geturðu samið fyrir mig strengjakvartett sem sirka 80% pizzicato og 20% míkrótónal gliss“. Skemmtileg ádeila sem var kannski miðuð að Lachenmann epygogunum eins og Lachenmann kallaði þá. Hann hafði margt sniðugt að segja, útskýrði starf sitt, finnst það oft vera misskilið. Útskýrði hvernig tæknileg atriði breytast eftir samhengi og reyndi að útskýra bara hvernig trompetleikari hugsar, hvað hann gerir og hvernig hann nálgast efniviðinn. Spilaði ýmsa fræga búta úr Scelsi, Harvey, Stockhausen, Erickson og að sjálfsögðu Mahler til að sýna hvernig hlutir eru spilaðir miðað við hvernig þeir eru skrifaðir. Fínt bara.
Svo voru tvennir tónleikar, fyrri klukkan 17 og seinni klukkan 20.30. Ja hérna jæja.
Fyrri tónleikarnir voru 2 blokkflautu og koto dúettar, 2 harmóníkkusóló, og eitt tríó fyrir allt önnur hljóðfæri. Þetta voru svokallaðir kennaratónleikar, hljóðfærakennarar af hátíðinni að sýna sig. Byrjað var á Koto og blokkflautu dúett eftir Klaus Lang sem var æðislegur. Aðallega þögn og kontrabassablokkflautan lék svona tvær nótur um það bil. Handhafi typpahauskúpunnar frá deginum áður, hann Brice Pauset átti ágætis verk fyrir sólóharmóníkku sem virtúósinn Teodoro Anzelotti flutti af mikilli natni. Skemmtilegur krampi. Svo kom tokkata fyrir blokkflautu og koto eftir Misato Mochizuki, rosalega vel skrifað verk, flott í formi, aðgengilegt, þó ekki óþarflega með svona skemmtilegum kototrixum og blokkflautan fékk alveg slatta af nótum í þetta skiptið. Jose Luis Tora orti annað harmóníkkusóló sem var mjög ánægjulegt í mín eyru en kannski ekkert gott verk, veit ekki, rennur dáldið saman við hitt harmóníkkuverkið í minningunni, en Anzelotti er bara geðveikur flytjandi og það var bara mjög ánægjulegt að heyra hann spila á dragspilið, hann hefði getað spilað bubba og það hefði verið fínt, grúv en enginn fílingur. Ég skil ekki hvað síðasta verkið var en það var bæði eftir Isabel Mundry og Brice Pauset, fyrir flautu fagott og selló. Bara svona lala. Flott spilað, vel skrifað fyrir hljóðfærin.
Seinni tónleikar kvöldsins voru sko ekkert slor. Bara Ensemble Recherche. Svaka grúppa. En þá fengum við aftur að heyra verk eftir Isabel Mundry. Mér fannst það bara mjög fínt. Svona fín nútímatónlist, fallegar vel ortar gestúrur, fílingur en ekki grúv. Gælir kannski aðeins við borgaralegan smekk en þó ekki. Innan rammans en mjög flott bara. Wolfgang Amadeus Rihm var með fokking alltof langt verk fyrir tvö tenór píanó. Kannski allt í lagi móment en ekkert æðislegt, fékk aulahroll í eitthverju sem ég túlkaði sem djasshljóma, voldugt og mikið verk, en bara frekar langt og leiðinlegt. En haldiði að það hafi ekki bara verið splæst í Stockhausen eftir hlé, ég skal nú bara segja ykkur það. Prozession frá 1967 sem er held ég alveg örugglega samið fyrir Stockhausen gruppuna, og er í hópi svona opnari verka Stockálfsins sem hann samdi sérstaklega fyrir sérþjálfaða hópinn sinn. Það var leikið á “period” hljóðfæri, gamlar sínusbylgjuvélar og þess háttar og hljóðfæri sem lítur út eins og harmóníkka en er í raun eitthvað skrýtið rafhljóðfæri innan í, ekki lengur framleitt, fæst á ebay. Svo var náttúrulega tamtam og míkrófónleikari og svo var bara dúndrað. Bara dúndur stuð verk og rosaleg spilagleði. Þetta var náttúrulega svaka retró síkadelía að heyra filterað tamtam skjótast fram og til baka milli fremri og aftari hátalara. Þrátt fyrir að verkið sé mjög opið og hafi verið unnið með sérþjálfuðu liði þá var það alveg að virka með þessum flytjendum. Ég skal þó ekki segja að ég þekki upprunalegu útgáfuna af þessu verki akkúrat, en ég þekki fílingin og það var hann sem skilaði sér í hávaða og djöfulgangi.
Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
þriðjudagur, 08 júlí 2008
Mánudagur.
Dagurinn byrjaði með fyrirlestri Manos Tsangaris sem ég hafði verið ansi spenntur fyrir. Þetta var þó frekar leiðinleg lífsreynsla, aðallega sökum þýzku. Þýðingarnar voru mjög fáar, stuttar og litlar eftir langar bunur af tali. Manos var aðallega að kynna hálfgerða óperu eftir sig sem því miður byggir á orfeó og evridís en er frekar flott að öðru leyti. Sviðið eru stoppistöðvar í neðanjarðarlestarstöðvum, en heilu rúmkílómetrunum af neðanjarðarlestum var lokað fyrir flutning verksins. Áheyrendur fara á milli stöðva og upp og niður í lyftum og á hverjum stað er tónlist skrýtnir búningar og ljósasjó, ýmist opin nótasjón og fólk út um allt og ljós út um allt og stundum bara svona skipulagt og eftir nótum. Hann sýndi þetta allt af dvd disk og var lokakaflinn rosalegur þar sem settar voru upp ansi raunverulegar styttur af fólki að bíða eftir lest þar sem fólkið á að fara út. Svo fara allir inn í þann hluta byggingarnar sem er alvöu lestarstöð í notkun og horfa á farþegana hlaupa um við undirleik tónlistar. Skemmtilegt en auðvitað opnaði þetta umræður sem snerust ekki um tækni og vísindi heldur var opnað á umræður um lífið, og ég heyrði augljóslega gegnum þýzkuna hversu leiðinlegar umræður þetta voru. Mér leið eins og ég væri kominn á samnorræna málþings hringekju um hlutverk einstaklingsins í samfélaginu. Þjóðverjinn á þetta semsagt til líka.
Eftir hádegi fór ég á fagottkynningu, þar sem hinn nafntogaði fagottleikari Pascal Gallois var bara að sýna tónskáldum hitt og þetta sniðugt á fagott. Mjög skemmtilegt. Bara svoan trix og ýmist. Þar beint á eftir var fyrirlestur Robin Hoffmann sigurvegara Darmstadt frá því í fyrra (en hann sló í gegn með verki fyrir gæsaflautur eitthverjar, mjög skrýtið) sem átti fyrsta verkið á sinfóníutónleikunum. Hann var aðallega að tala um sinfóníska verkið sitt og hvernig það byggði á Carióluforleik Beethovens. Hann útskýrði aðeins hitt sundurlausa form sitt á sannfærandi máta. Að hlutirnir tengdust í “networks” frekar en “patchworks”. Pæling. Hann kom líka með rosalegan gullmola varðandi að táknfræði í upplýsingamiðlun til sínfónískra hljóðfæraleikara:„ef það er ekki til tákn fyrir það í Sibelius er mjög líklegt að þeir geti ekki spilað það með þeim æfingartíma sem þú hefur.“ Jáh.
Svo tónleikar.
Eitthver hafði það á orði í dag að mánudagstónleikarnir hefðu verið bestir til þessa en mér fannst þeir verstir. Það voru tónleikar Trio Accanto sem samanstendur af saxófónleikara sem er kennari á hátíðinni, píanóleikara og slagverksleikara. Verkið byrjaði á ungmenni kvöldsins, Josef Sanz (f.1977). Bara frekar leiðinlegt. Asnalegir rytmar og eitthvað leiðinlegt. Næst var dáltill hittari, sóló slagverk fyrir skrýtna gorma og gleráhöld, spilað á með hamri. Mjög einkennilegt verk, pínu tilgerðarlegt, en aðalega út af tilgangslausum söngpörtum sem slagverksleikarinn var neyddur út í. Besta verk kvöldsins var að mínu mati stykki hinnar austurrísku Olgu Neuwirth, en í því var nördaskapur úr iem í Graz dúndraður út úr pd-inu í fjórum hátulurum, samt pínu gamaldags en svona skemmtileg speisjaliseisjooon. Vinur hans Davíðs hann Hans Thomalla átti verk sem ég tengdi ekki mikið við, hann vann darmstadt 2004 ef ég skil rétt og virkar fínn gaur en var ekki að fatta verkið. Tónleikarnir enduðu þó á allra leiðinlegasta verkinu sem var eftir Brice Pauset. Ég veit ekki hvort ég var illa fyrir kallaður eða hvort þetta hafi bara verið svona leiðinlegt. Óþarflega mikið sama hljóðfæraskipanin, og frekar lítill munur á beitingu þó tónlistin hafi ekki alltaf verið eins, en flest verkin notuðu hljóðfærin til hins ýtrasta þannig að þegar allt kemur saman var útkoman frekar grá.
July 7
Darmstadt!!!Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
mánudagur, 07 júlí 2008
Gaman var að koma til Darmstadt. Veðurblíða, ágætis borg, reykjavík að stærð (án viðbóta), mikið sígó, dáldið dreifð, þó víða hátt til lofts, dáldil tré. Fólk rakst á hvort annað á göngum hótels. Ég ætla að byrja á því meðan ég man og nenni að blogga dáltið óhóflega um það sem fram fer í sumarbúðunum. Mikið er um biðraðir, t.d. eftir mat og verða margir grimmir við að reyna að skrá sig í einkatíma hjá meisturum hátíðarinnar. Það má líkja því við veiðimenn sem vilja borða og klæða sig í dýr til að eignast eiginleika þeirra. Ég fékk svona Deja Vu úr háskólabíó þegar klámmyndaleikarinn Ron Jeremy var á Íslandi að kynna heimildarmynd um sig. Fólk fór í röð til að fá eiginhandaráritanir frá honum. Ungur maður var að reyna að gera upp við sig hvort hann ætti að fara í röðina og þá sagði vinur hans við hann: „hvað, ætlarðu að láta hann blessa typpið á þér.“
laugardagskvöld.
Fyrstu tónleikarnir voru ekkert slor, bara splæst í sinfó. SWR sinfóið. Leikin voru verk eftir Robin Hoffmann, James Clarke, Isabel Mundry og Iannes Xenakis, í þessari röð. Robin Hoffmann er þýzkur bikarhafi frá því í fyrra. Þetta var unga verk kvöldsins, dáltið flippað og losaralegt í formi (viljandi?), skemmtilegur samtvinningur á lélegum og góðum sándum, t.d. Notað grjót og svoleiðis. Fyrir framan hljómsveitina voru tveir slagverksleikarar sem sneru baki í áheyrendur og fengu langt sóló þar sem að þeir heltu grjóti milli tveggja járnfatna hvor um sig. Á meðan beið hljómsveitin í andakt. Næsti hápunktur verkisins var stolinn af Áka Ásgeirssyni, eða vísaði svona í hugmyndina að verkinu orchestral hit. Þá kom gömul upptaka af sinfóníuhljómsveit að spila Beethoven, inn í sinfóníuna. Ágætis skemmtun post-lachenmann textúrur og flipp í samhengislausu formi.
James Clarke er líka fyrrum Darmstadt bikarhafi, frá árinu 1992 en ég tala meira um hann og verkið hans þegar ég skrifa um fyrirlesturinn hans á sunnudagsmorgninum. Isabel Mundry er hins vegar ein af kennurum hátíðarinnar að þessu sinni. Verk hennar var fínt bara, kannski pínu venjulegt, kannski jafnvel þægilegt en flott að mörgu leyti, m.a. Rosalega flottur endir. Verkið var fyrir Arditti strengjakvartettinn, hinn eina, sem sólista á móti undarlegri uppsetningu af sinfóníuhljómsveit. Verkið byggðist á gestúrum sem að gerðar voru með hljóðfærahóp, fæstir tónar í hverju hljóðfæri fyrir sig byrjuðu eins og þær enduðu en var svona eins og syrpa af nokkrum stuttum atburðurm. Rosalega núansað og velútfært.
Oft er laumað með einu nútímaverki inn á klassíska tónleika, en á þessa klassísku nútímatónleika var laumað inn verki eftir hið ódauðlega goðsagnakennda tónskáld síðustu aldar, Iannes Xenakis. Það er leiðinlegt að segja það en það var án efa bomba kvöldisns. Dáltið skrýtið verk og undarlega skýrt og jafnvel einfeldningslegt, er komið út í polkatakt á tímabili. Ég man ekkert hvað verkin heita en það verður að koma síðar. En það er mjög athyglisvert að bera saman síðustu tvö stykkin sem svona öfgar af flottri nýrri nútímamúsík, saman borið við gassagang í Xenakis í svona meira gamalli nútímatónlist. Framsetning Xenakis byggist í rauninni bara á on og offi á nótum og svo rosalegum gliss útsetningum en áferðirnar hans geðþekku verða oftast nær til þannig, alla vega ef maður ber saman við þessi helstu tónskáld sem komu fram á 8.áratugnum (fædd í fortísinu) þar sem hver einasta nóta er troðin af aukaupplýsingum og „framlengdri“-tækni (e. extended techninque). Nei bara pæling.