Posted on January 29th, 2008 at 7:01 PM by aki

Written by DBF
þriðjudagur, 29 janúar 2008

Var að lesa þessa hérna grein, sem ég hafði ekki gert lengi, og var svo ógeðslega ánægður með þriðju klausuna að ég varð að deila henni með ykkur.

Henry Cowell – The Process of Musical Creation

The American Journal of Psychology, April 1926

There are few thingsmore mysterious to the non-musician than
the process of musical creation. I rarely pass more than a few
days that someone does not ask how I work: “Does it just
come to you,” people usually ask, “or do you work it out by
rules?”

A popular. . misconception is that in order to be inspired a
composition must have been improvised or played on the in-
strument for which it was written, and that when a composer
writes music at his desk, without recourse to his instrument, he
does so by means of some cut-and-dried formula or purely
intellectual process. I have often wondered how a composer
relying thus on improvisation is expected to write an orchestral
work, when he could, at best, play only one instrument at a
time out of the hundred or more in a symphony orchestra!
The misconception is doubtless caused by a lack of apprecia-
tion of the fact that the most perfect instrument in the world
is the composer’s mind. Every conceivable tone-quality and
beauty of nuance, every harmony and disharmony, or any num-
ber of simultaneous melodies can be heard at will by the trained
composer; he can hear not only the sound of any instrument or
combination of instruments, but also an almost infinite number
of sounds which cannot as yet be produced on any instrument.
Each composer, of course, has his own peculiar mental
processes and way of working, yet I believe that in order to com-
pose seriously he must have the type of mind that is capable of
thinking as accurately in terms of sound as a literary author
might think in terms of words.

In this regard one must distinguish between a composer
and a performer who writes occasionally; for while the former is
an indubitable rarity, nearly all professional instrumentalists
write pieces once in a while, some of which contain much charm.
There is, however, a great difference of quality between the work
of a composer and that of a performer. I have never seen a
performer who had developed the particular type of musical
imagination described above, although many good performers
have it to some degree.

It is doubtful whether any composer can have a well-working
‘(sound-mind” without going through a rigorous process of self-
training to make it so. I will give as an example my own develop-
ment; several other composers have told me they went through
a similar progress.

As a child I was compelled to make my mind into a musical
instrument because between the ages of eight and fourteen
years I had no other, yet desired strongly to hear music fre-
quently. I could not attend enough concerts to satisfy the
craving for music, so I formed the habit, when I did attend them,
of deliberately rehearsing the compositions I heard and liked,
in order that I might play them over mentally whenever I
chose. At first the rehearsal was very imperfect. I could only
hear the melody and a mere snatch of the harmony, and had to
make great effort to hear the right tone-quality. I would try,
for instance, to hear a violin tone, but unless I worked hard to
keep a grip on it, it would shade off into something indeter-
minate.

No sooner did I begin this self-training than I had at times
curious experiences of having glorious sounds leap unexpectedly
into my mind-original melodies and complete harmonies such
as I could not conjure forth at will, and exalted qualities of tone
such as I had never heard nor before imagined. I had at first
not the slightest control over what was being played in my mind
at these times; I could not bring the music about at will, nor
could I capture the material sufficiently to write it down. Per-
haps these experiences constituted what is known as an “in-
spiration.”

I believe, had I let well enough alone and remained passive,
that the state of being subject to these occasional musical
visitations would have remained, and that I would now be one
of those who have to “wait for an inspiration.” But I was
intensely curious concerning the experiences and strove con-
stantly to gain some sort of control over them, and finally found
that by an almost super-human effort I could bring one of them
about. I practiced doing this until I became able to produce
them with ease. It was not until then that I began to develop
some slight control over the musical materials. At first able to
control only a note or two during a musical flow lasting perhaps
half an hour, I became able, by constant attempt, to produce
more and more readily whatever melodies and harmonies and
tone-qualities I desired, without altering the nature of the flow
of sounds. I practiced directing the flow into the channels of the
sounds of a few instruments at a time, until I could conjure
their sounds perfectly at will.

As soon as I could control which sounds I should hear, and
turn on a flow of them at will, I was able, by virtue of studying
notation, to write down the thought, after going over it until it
was thoroughly memorized. I have never tried to put down an
idea until I have rehearsed it mentally so many times that it is
impossible to forget the second part while writing down the first.
I shall never forget the disappointment I experienced when
I first wrote down a composition and played it. Could it be
that this rather uninteresting collection of sounds was the same
as the theme that sounded so glorious in my mind? I rehearsed
it all carefully; yes, it was the same harmony and melody, but
most of the indescribable flowing richness had been lost by the
imperfect playing of it on the imperfect instrument which all
instruments are. Since then I have becomed resigned to the
fact that no player can play as perfectly as the composer’s
mind; that no other instrument is so rich and beautiful, and
that only about ten percent of the musical idea can be realized
even at the best performance.

I am able now to produce a flow of musical sounds at will,
and to control just what they shall be. I am therefore able to
work at any time, as the musical flow would continue in-
definitely if I did not shut it off when I have not the time to
work. The flow does not merely ramble on ambiguously, but
centers about a germinal theme, which it proceeds to enlarge
upon. I usually compose around a theme for several months
before it develops into its final form as written. Because of
devoting so much attention to finding the finest form beforehand,
by trying the initial idea over mentally in every conceivable
way, I rarely change a note after a composition is written.
Writing in form, I may add, is not a matter of pushing
certain sounds into an unyielding mold; crudities of form tend
to drop out unconsciously as further experience is gained. The
experience of being in the throes of musical creation is distinctly
an emotional one; there is a mere semblance of the intellectual
in being able to steer and govern the meteors of sound that leap
through the mind like volcanic fire, in a glory and fullness un-
imaginable except by those who have heard them.

The closest observation on my part has failed to reveal what
the exact relationship is, if there be one, between my musical
creations and the experiences which have preceded it, either
immediately or remotely. I can only say that the musical ideas
as they run through my mind seem to be an exact mirror of my
emotions of the moment, or of moments which I recall through
memory.

Posted on January 11th, 2008 at 9:55 PM by aki

Written by DBF
föstudagur, 11 janúar 2008

Hestbak og Kria Brekkan munu leika nokkra ljetta slagara i Secret Project Robot, NYC ad kvoldi 12. januar.

Posted on January 10th, 2008 at 9:54 PM by aki

Written by Páll Ivan Pálsson
laugardagur, 19 janúar 2008

Tónleikar Hestbaks og Kríu Brekkan gengu vonum framar og voru haldnir í vinalegu galleríi í williamsburg hverfinu í Brooklyn, NY. Galleríið heitir “Secret Project Robot” og voru staðarhaldarar allir hinir alþýðlegustu og viðmótið eins og best verður á kosið. Rýmið var gott og hlýlegt og þar var listamaður að hengja upp sýninguna sína sem samanstendur af trjágreinum sem hanga úr loftinu og mynda einhversskonar skóglendi á hvolfi. Allt gott um það að segja annað en það að tónleikagestir og við áttum það til að gleyma greinunum sem svo stungust ítrekað og með mikillli nákvæmni í augun á okkur. Mætingin var vægast sagt furðulega góð miðað við lítinn tíma til auglýsinga. Galleríið fylltist hreinlega og það hefðu held ég ekki fleiri komist þar inn með góðu móti. Okkur tókst að taka upp tónleikana og um þessar mundir erum við að skoða upptökurnar.

Við höfum svo fengið einhverja umfjöllun á netinu eins og tildæmis á http://rhizome.org/editorial/fp/blog.php/349 þar sem má einnig finna stutt myndskeið frá tónleikunum.

kveðja,

Páll Ivan

Posted on December 16th, 2007 at 7:03 PM by aki

Written by Páll Ivan Pálsson
sunnudagur, 16 desember 2007

Lengstu tónleikar tónsmíðadeildarinnar til þessa stóðu yfir í 3 klukkutíma og 50 mínútur og er svosem ekkert að því annað en að flest verkin voru upp á ansi fáa fiska. Þó voru nokkur ágæt og voru þau eftirfarandi:

Högni Egilsson átti allsæmilegt verk sem nefnist “Trufflur”. Það var þó þeim eiginleikum gætt að vera mjög misjafnt. Mjög mis gott og mis vont. Skin og skúrir einkenndu verkið að mínu mati. Fín en þó tiltölulega hefðbundin hljóðfæraskipan (3 flautur, selló, fagott, kontrafagott (snorrinn að massetta)og 2 horn) móðgaði engan og var sæmilega nýtt.

Kristín Þóra Haraldsdóttir átti líka sæmilegt verk sem var eftirminnilegt vegna þess að hljóðfæraleikararnir 3 (harmonikka, trompet og flauta) gengu í kringum áheyrendur á ákveðnum tímapunkti og heitir verkið af þeim sökum “Þríhringningur”. Fær stig fyrir viðleitni og sæmilega útfærslu.

Þorbjörn G. Kolbrúnarson kynnti til sögunnar látlaust en ágætt verk fyrir fiðlu og elektróník. Verkið var í sjálfu sér ekkert stórkostlegt á neinn hátt (fáir tónar á fiðluna sem voru svo bara samplaðir á einfaldan hátt) en bjó þó yfir þeim eiginleika að einbeita sér að litlu sviði og gera það sæmilega.

Svo var það Slátrarinn Þráinn Hjálmarsson sem fékk broskall fyrir verkið “Músík fyrir Þránófóna #1” Vítahrings (fídbakk) bassadrunur sem komu úr 4 Þránófónum sem eru 4 mislöng rör fösuðust inn og út og mynduðust nokkrir rytmar og var verkið allt hið áheyrilegasta en ég saknaði þó meiri hljóðstyrks. 4 útvörp komu einnig við sögu á loka mínútum verksins og myndaðist ágætt retró fíl við það.

Fleiri voru sæmilegu verkin ekki en gagnrýnin sem hin síðri fengu var ekki sérlega falleg. Hér kemur listi af stikkorðum sem ég hripaði niður eftir hvert þeirra.

Voldtagelse, Þorrablóts atriði út á landi, konur, síbelíus, langt, pointless, relentless rómans, gamalt, þjólegt, boring, multitrk söngur og FX úr jóladagatali rúv 1991, dúr og moll, furðulegt, tómt, sprell, vannýttir möguleikar, lúppur!, væmið, tæknibilun en hefði ekki breytt neinu, stíl “grín?”, popp, rómantík, allt vont, og síðast en ekki síst mynd af typpahauskúpu.

Páll Ivan

Posted on December 7th, 2007 at 9:57 PM by aki

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
föstudagur, 07 desember 2007
Karlheinz Stockhausen (f. 22.ágúst 1928, d. 5.desember 2007).

Stockhausen er látinn. Einn áhrifamesti tónsmiður okkar tíma er fallinn frá. Hrokafullur sérvitringur með einstaka sýn. Hann náði að klára stjörnumerkin og vikudagana en náði ekki að klára klukkustundirnar í deginum, féll frá eftir þá þréttándu.

Stockhausen sagði við mig: „það er erfitt, maður hefur ekkert til að halda í, maður er bara að vinna með loft, en það að semja tónlist er mikilvægasta starf í alheiminum.“

Fyrst hugsaði ég: „vá, þetta var súrt“, en þeim mun meira sem ég spái í því held ég að hann hafi rétt fyrir sér.

Megi stjörnuvindar færa sál þína heim til Siríusar!

November 19

Lútsíano tjessa
Posted on November 19th, 2007 at 7:06 PM by aki

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
mánudagur, 19 nóvember 2007

Ég ætla mér að skrifa nokkrar stuttar rýnir um nokkra tónleika sem ég hef farið á undanfarið, þær verða stuttar og yfirborðskenndar. En hey hvað varð um rýni dauðans af hendi Páls?

Ég ætla að fara aftur á bak í tíma og fjalla fyrst um tónleika sem ég fór á í dag og svo aftur á bak. Þetta voru tónleikar ítalska tónskáldsins lútsíanó tjessa. Hann lék á píanó verk eftir sjálfan sig með aðstoð myndlistarmanna og dídjeis. Ég er frekar hlutdrægur varðandi þessa tónleika þar sem ég hef unnið sem kópíjisti fyrir þennan náunga. Þess vegna ætla ég bara að lýsa því sem gerðist en segja ekkert merkilegt um það.

Þegar fólk labbaði inn í salinn (old first church í San Fran) þá voru tónleikarnir þegar „byrjaðir“. Lússi var á blússandi fullu með rugl innan í píanóinu og altarið var eins og innsetning með hvítum áklæðum og vídjóum og alls kyns. Næsta verk (fyrsta verkið, þannig séð) var með elektróník í bakgrunni og vídjói með bylgjueldingum. Verkið var í raun eitt langt feidát með flottu inní píanórugli. Því næst gerðist skrýtið. Í næsta verki sem var tileinkað nýdauðum manni byrjaði gaurinn á því að skalla píanóið og nudda hausnum eftir lyklaborðinu, og næstu mínútur var hann að detta aftur og aftur á píanóið með mismunandi líkamshlutum. Allir líkamshlutar nema rétta hlið handanna voru notaðir. Samt var verkið sem slíkt bara músíkalskt, gott í forminu og svona. Því næst var komið að litlum böngsum að spila á píanó. Fyrst risa svínabangsi með feitar hendur, þar næst minni bangsi og svo lítil dúkka sem var að reyna að læra á píanó og herma eftir því sem lússi spilaði en smátt og smátt tók dúkkan yfir.

Verkið endaði svo á löngu verki með dídjei sem erfitt er að lýsa. Það var margt í því en aðallega langt feidát þar sem margt kemur fyrir. Í miðju verkinu skilur dídjei-inn plötu eftir á fóninum og þeir fóru út af sviðinu meðan platan var í gangi. Eldra fólkið fór allt saman að klæða sig í jakka og labba út. Þegar allir elstu tónleikagestirnir voru gengnir út komu þeir aftur inn á sviðið og kláruðu verkið, sem var lengra eftir þennan atburð.

Þannig var nú það.

Posted on November 19th, 2007 at 7:05 PM by aki

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
mánudagur, 19 nóvember 2007
Latitia Sonami hélt tónleika í Mills.

Í gær fór ég á tónleika með hinni fransk ættuðu Letitia Sonami. Hún spilar á hanska. Það var einnig verið að sýna innsetningar nemenda sem allar voru einhvers konar „rafmagnsstólar“, sumsé gagnvirkir stólar af ýmsu tagi. Fyrsta verkið á tónleikunum var eiginlega best en það var svona aukaatriði, nemandi sem var með spes sprell á tónleikunum. Sú heitir Kristin stundum kölluð Kevin Blechdom og var með stórunderlegt atriði þar sem hún rólaði framan í gagnvirka myndavél sem gerði eitthver ruglhljóð og hún sást á skjá í bakgrunni. Erfitt að útskýra en mjög flott og allt mjög vel gert og frekar kómískt.

Svo gerðu Letitia Sonami og Sue Costabile (stundum kölluð Sue C eða eikkvað álíka) live bíómynd með hljóði og rugli. Tveir laptoppar, fullt af drasli í tösku, litlar myndavélar, lítil hljóð, skrýtnar myndir. Svo komu upptökur af ógeðslega tilgerðarlegum ljóðum sem eiginlega eyðilöggðu restina.

Síðasta verkið var bara Letitia að spila á hanska. Bara flott hljóð og greinilegt hvað hún hefur mikla stjórn á hljóðum með því að nota ekkert nema hanska og fjarlægðarmæla. Smekklegt, en svona týpískt, aflíðandi rafhljóð dæmi en strúktúrerað og flott. Ekki margt meira um það að segja samt. Ekki að manni finnist einhvað merkilegt lengur að sjá fólk spila á hanska, en hún hefur núna gert þetta í áraraðir og þetta er bara elektrónískt interfeis sem hún hefur mikla stjórn á og það er greinilegt. Hversu oft hefur maður ekki séð nörd fyrir aftan laptop og svo kemur eitthver hávaði sem átti greinilega ekki að koma og allt virðist eins og tölvan stjórni manninum en ekki öfugt (sem er þó framtíðin).

Afsakið ritstíl minn, ég skoða, en útskýri ekki.

Posted on November 19th, 2007 at 7:04 PM by aki

Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
mánudagur, 19 nóvember 2007
Er rugl að gagnrýna tónleika vina sinna?

Á föstudaginn í síðustu viku 9.nóv fór ég á tónleika með vinum úr skólanum. Það á kannski ekki heima á svona síðum. Og þó. Tónleikarnir voru á stað sem heitir 1510 8th street performance speis. Heimili, sveitt.

Þar léku þeir félagar píter og filip brjálaðan spuna með útvörp fídbakk lúppur internetsuð og tölvur. Mjög falleg hávaðamúsík sem minnti á góða spretti hjá Cage og Tudor í grófgerðu rafhljóðasulli. Einföld og flott hljóð.

Því næst lék Kanadíska undrið tjarití tjan sóló á píanó. Hún er rosalegur impróvisatör. Hún er ein af þessum fáu sem geta spunnið eitthvað aleinir lengi og það heldur áfram að vera áhugavert. Eftir að vera búinn að rústa píanóinu af ákafa með alls konar drasli í 45 mínútur þakkaði hún pent fyrir sig og bauð veitingar.

Bara smá sona öndergránd öpdeit.

Posted on November 14th, 2007 at 7:08 PM by aki

Written by DBF
miðvikudagur, 14 nóvember 2007
Kunstensemble Neue Musik Berlin – Carnegie Hall, nov. 9, 2007.

Á dagskrá var:
STEFAN BARTLING
Mit Namen & RANDNOTIZ
HELMUT OEHRING
Philipp
MARC SABAT (Music) /
PETER SABAT (Film)
AUTOMAT
RODRIGUEZ
Telegram from a Sea (words by Ron Winkler)
INTERMISSION 1
STEFANO GERVASONI
An (Quasi una serenata con la complicità di Schubert)
NONO
Post-prae-ludium No.1, “per Donau”
PETER ABLINGER
Voices and Piano
HELMUT LACHENMANN
Intérieur I

INTERMISSION 2
ALESSANDRO BOSETTI
The Listeners (video)
WALTER ZIMMERMANN
Shadows of Cold Mountain 5
THOMAS MEADOWCROFT
Ezra Jack Plot (with video stills from The Snowy Dayby Ezra Jack Keats)
STEPHAN WINKLER
Vom Durst nach Dasein

Eins og glöggir lesendur sjá, þá er hér um að ræða eina þá allra lengstu nútímatónleika sem vitað er um. Samtals voru um 160 mínútur af tónlist á dagskrá kvöldsins.
Tónleikarnir voru hluti af Berlínar hátíð Carnegie Hall, sem að venju misskildi sitt eigið konzept, og réð Thomas Ades til að skrifa frumsamin verk fyrir hátíðina. Klassísk hegðun á meðal hærri menningarstofnanna New York borgar. Sem betur fer var okkur hlíft við slíkri andslepju á þessum tónleikum. KNM Berlín er samspil sem var stofnað af nemendum í Hans Eisler tónlistarháskólanum um það leyti sem Berlínarmúrinn féll, og hefur samspilið áunnið sér sess í tónlistarlífi borgarinnar með ýmsum uppákomum, svo sem stofu tónleikum, þar sem ný verk eru flutt inn í stofu hjá einhverjum einstakling sem treystir sér í að lofta út fimmtu bylgju nýmódernisma að tónleikum loknum.

Fyrst á dagskrá kvöldsins voru tvö verk fyrir rafrásir, tvo megafóna og hjólgjörð. Slagverksleikari samspilsins var byrjaður að snúa hjólgjörðinni sem framleiddi sitt hefðbundna tif, löngu áður en almenningur var sestur í salinn. Um leið og ljósin höfðu verið lækkuð gengu tveir einstaklingar fram á svið og tóku að snúa sér til hliðanna — samkvæmt skori — hvort með sinn megafóninn. Lengi vel kom ekkert hljóð úr megafónunum, heldur bara úr rafkerfi hússins. Einnig lék neðanjarðarlestarlínan sem er við hliðina á salnum (ég minni á að þetta er í Carnegie Hall) mikin þátt í verkinu, sem og í restinni af tónleikunum. Skemmtilegt að vita til þess að þetta fyrirtæki fjárfesti í nýjum verkum andvana fæddum eftir ensku yfirstéttina frekar en að byggja bassagildru í kammertónleikasalinn sinn, sem að öðru leyti er einn besti tónleikasalur borgarinnar.

Svo ég snúi mér aftur að verkinu, þá er ekki hægt að segja annað en að það er jafn gaman að horfa á einn snúa hjólgjörð og tvo aðra snúa sjálfum sér, eins og það er leiðinlegt að hlusta á fólk þylja upp nöfn frægra gáfumanna í suround soundi (rafhluti verkanna samanstóð annars vegar af því, og hins vegar af imiterandi tifi). Lúkkaði flott en hljómaði leiðinlega.

Næst á dagskrá var Phillip fyrir sóló kontrabassaklarinett eftir Helmut Oehring. Oehring þessi auglýsir sjálfan sig sem sérstakan þar sem báðir foreldrar hans voru heyrnarlausir. Ég efast ekki um að hann hafi aðra sín á hljóð en margir aðrir, og margt gott í því sem hann gerir, þó svo formið sé svolítið of mjúkt. Verkinu er best lýst sem rómantískri etíðu troðfullri af ýmsum stórfallegum hljóðum kontrans. Ekkert að því, og formið var betra en í mörgum öðrum Oehring verkum sem ég hef heyrt.

Þriðja verk á fyrsta hluta tónleikanna var svo dúó fyrir tvær fiðlur og vídeó. Tónlist eftir Marc Sabat, og vídeó eftir bróðir hans. Marc þessi er kanadamaður sem nam fiðlunám í Juilliard tónlistarskólanum áður en hann gerðist nýmiðla listamaður og flutti til Berlínar þar sem hann nam hjá Walter Zimmerman. Marc semur alla sína tónlist í just-intonation, og þetta verk var engin undantekning. Fiðlurnar léku af sviði, sennilega afþví að þeir þurftu tuner til að geta performerað stykkið (fyrir tónleikana sagði Marc mér að þetta væri svo hræðilega erfitt að intonera, og að þetta væri í fyrsta skipti sem hann heyrði þetta stykki flutt af öðrum en sjálfum sér). Mig grunar reyndar að ég hafi heyrt sama verk á tónleikum í Goethe Institute NYC vorið 2006. En altént, verkið er stórogtt, svo lengi sem maður fílar justið, og vídeoið sýndi tvær lúppur, þar sem vídeókameran snerist í einn hring fyrir utan bílaþvottastöð í c.a. 6 mínútur. Lúppurnar voru sýndar hver ofan á annari, en önnur var tekin 1999 og hin 2005 eða svo. Skemmtilegt að sjá fólk labba í gegnum hluti, og hvað hlutirnir breytast. Stórgóð upplyfun alltumkring.

Síðasta stykki fyrir hlé var síðan svo aumt að ég varla man eftir því. Ekkert aðþví. Verkið var svona dæmigerð evrópsk festivalmússík, reyndar samin af argentínsku tónskáldi. Framan af hljómaði verkið eins og það væri stútfullt af spennandi tækni atriðum, með undarlega rafrás sem skarst í við hljóðfærin, en eftir smá stund þá fattaði maður að það voru ekki nema c.a. 2 – 3 extended tæknir per hljóðfæri, og að rafrásin var bara hreinlega svona illa gerð. Vill ekki segja meira afþví ég vill ekki segja of vont.

Næst kom hlé. Í hléi þá tóku ég og félagar mínir eftir því að á staðnum voru allir þeir einstaklingar sem ég hef nokkru sinni séð á nútímatónleikum í NYC. Skemmtilegt það, sem einmitt bendir til þess sem mig hafði lengi grunað, að þetta væru aðal nútímatónleikar haustsins.

Annar hluti tónleikana var fókúseraður á stærri og meiri nöfn. Fyrst var verk Stefano Gervasoni sem var gott solid 80’s kammerstykki sem lá einhverstaðar mitt á milli spectral og ítalska skólans. Mjög dannað og allt fallega framsett, og ég verð að segja að ég var bara annsi ánægður með stykkið. Stykkið framkvæmdi það sem svo mörg suður-evrópsk stykki eru alltaf að reyna. Þá á ég við að það var klár prósess í gangi, sem samt var aldrei það eina sem var í gangi, með hressandi para-tonal yfirborð með fullt fullt af trillum.

Næst lék Robin Hayward túbu stykki eftir Luigi Nono frá lokum áttunda áratugarins. Verkið var dæmigerður síð-Nono, með fullt af þögnum. Megnið af tímanum var túban að spila einhversstaðar lengst uppí rassgati, og tvær delay línur sáu um að spila með. Robin þessi er einn allra flinkasti túbuleikari sem ég hef nokkru sinni séð, hann getur spilað algjört píanissimó lengst út úr range og látið það hljóma eins og fegursta hljóð sem þú hefur nokkru sinni heyrt, svo brothætt og fallegt og fullt af “göllum” eins og alltaf þegar möguleikar hljóðfæris eru þanndir til hins ítrasta.

Þriðja stykkið í öðrum þætti var svo meistaraverkið Voices and Piano eftir Peter Ablinger. Ablinger þarf vart að kynna. Hann er forvígismaður konseptúalista í þýskalandi og er frægur fyrir stykki eins og hljómsveitarverk sem reyna allt til að láta hljómsveit hljóma eins og white noise með því einu að spila venjulegar nótur, og svo verk þar sem hann keyrir hljóð í gegnum analýsu og orkestrerar svo útkomuna. Hann hefur gert þetta við umhverfishljóð úr ýmsum borgum með misjöfnum árangri, en í þetta skiptið keyrði hann ræður eftir Bertold Brecht, Schonberg, Angelu Davis og Mao Zedong. Píanó parturinn fylgir raddhreyfingunum og tímasetning nákvæmlega, og ræðurnar eru spilaðar með. Úttkoman er alveg hreint frábær. Framan við mig sat miðaldrakona, og um leið og hún fattaði hvað var að gerast í verkinu þá missti hún út úr sér andvarp með orðunum “oh no”. Stuð þar.

Síðast fyrir seinna hlé var svo slagverksorgían Interiur I eftir langafann Lachenman. Hressandi yfirborð — ömurleg form, eins og hans er von og vísa. Það voru endalausir falskir endar og eftir að hann hafði módúlerað frá upphaflegum hljóðheimi verksins yfir í annan, þá sneri hann til baka í þann fyrsta og hékk þar í fimm extra mínútur. Eftir að hafa farið í skemmtilega ferð frá einum púnkti til annars, þá hundleyddist manni að koma heim aftur.

Í seinna hléi yfirgáfu svo þeir sem eftir voru af hljómleikagestum, og eftir stóðu sömu 50 manns og ég sé á hverjum einustu tónleikum og engir aðrir. NYC er smábær eins og allir aðrir staðir.

Fyrst eftir þetta seinna hlé var svo vídeó verk þar sem fimm hlustendur hlustuðu á verk í headfónum sem voru sérsamin fyrir þau. Enginn annar fékk að heyra verkinn en við fengum að fylgjast með ánægju hlustendanna þegar þeir urðu fyrir barðinu á hverjum þeim hljóðum sem gætu hafa verið að koma úr headfónunum á hverju augnabliki.

Verk númer tvö var eftir Walter Zimmerman, sem er góður maður, svo ég ætla bara ekki að segja neitt annað um verkið.

Síðasta verk sem ég hafði það af að sjá áður en ég hélt áfram för inn í næturlíf borgarinnar var svo Ezra Jack Plot eftir Thomas Meadowcroft. Thomas er ástralskt tónskáld búsett í Berlín. Hann lauk doktorsnámi frá Penn hjá hr. Crumb aðeins 25 ára að aldri. Á meðan á því námi stóð fékk hann víst nóg af fíladelfíu og fór í hálft ár til San Diego þar sem hann nam hjá meistara Ferneyhough. Verkin hans eru yfirleitt óstjórnlega fallegar hljómafærslur (fallegar í öfgum, ekki nútíma eða blíðu), með eitthvað concept sem pínir sig í gegnum yfirborðið. Einu sinni var það hefilbekkur og í annað skipti hláturrás. Núna var það shaker egg sem var lamið með ping pong spaða, og svo lítið leikfangahljómborð sem var c.a. 1/8 skarpt og spilaði með öllum sætu hljóðfærunum í sumum hljómunum þannig að maður þurfti að heyra þá á nýjan og góðan hátt. Stórgott stykki.

Eftir þetta var ég búinn að fá nóg (næsta verk átti víst að vera byggt á techno bítum borgarinnar sem mér leyst illa á)..

Þetta voru allt í allt bestu tónleikar sem ég hef séð í NYC, bæði hvað varðar verkin og flutning, sem er sorglegt. Sorglegt afþví þetta er miðlungsgott þýskt samspil sem er betra en það sem best er í NYC. Hér er of mikil áhersla á frílans og fólk fær borgað eftir fjölda stykkja, ekki æfingartíma, o.s.frv. Til skammar fyrir eitt af höfuðbólum heimsins.