April 28
Fylkingen & S.L.Á.T.U.R.Tónleikar í KEX Hostel, sunnudaginn 10. maí klukkan 13:00 – 16:00.
Meðlimir S.L.Á.T.U.R. leika eigin verk ásamt góðum gestum úr Austurvegi, þeim Katt Hernandez, Gus Loxbo, Maríu Horn og Mats Erlandsson sem tilheyra sænsku tilraunatónlistarsamtökunum Fylkingen.
Dagskráin er hluti af fjölskyldudagskrá KEX og eru börn sérstaklega velkomin.
Fylkingen is a venue and artists’ society for new and experimental work in music, performance, video, film, dance, sound-text composition and intermedia. Since its establishment in the 1930s, Fylkingen hasbeen committed to experimental work in the contemporary performing arts. The organisation is made up of over 250 member artists from many disciplines who use the venue to develop and present new work.
January 3
Nýárstónleikar 2015Margt verður um dýrðir að venju, meðal annars tartalettur og tónlist af nýslátruðu.
Dúndur!
============================
S.L.Á.T.U.R. New Year Concert 2015 will take place on Sunday the 4th of January at 15:00 in the Reykjavík Art Museum, Tryggvagata 17.
As before, much gloriousness will occur, with tartelettes and music freshly slaughtered.
A blast!
============================
October 4
Sláturtíð 2014Sláturtíð, tónlistarhátíð S.L.Á.T.U.R. samtakanna verður haldin í Hafnarhúsinu dagana 9. til 11. október.
Sérstök opnunarathöfn fer fram kl 20:00 á fimmtudagskvöldið, þar sem norska hljómsveitin Toyen Fil og Klafferi kemur fram, gjörningar verða gerðir og nýr sláturtíðardrykkur drukkinn.
Samhliða Sláturtíð verður haldin keppni í myndlist: Keppnin um Keppinn. Öllum er frjálst að taka þátt með því að senda myndlistaverk í keppnina. Verkin verða boðin upp og höfundur dýrasta verksins vinnur.
Dagskrá er að finna á www.slatur.is/slaturtid-2014
January 4
NýárstónleikarS.L.Á.T.U.R. fagnar nýju ári með sérstökum hátíðartónleikum í Mengi, nýjum tónleikastað við Óðinsgötu (nr. 2) kl 21:00, föstukvöldið 10. janúar. 2000 kr aðgangseyrir.
Á Nýárstónleikum S.L.Á.T.U.R. 2014 verður flutt glæný tónlist fyrir klarinettur sem hafa verið undirbúnar sérstaklega, breyttar og endurhannaðar til að kalla fram nýjan hljóðblæ, nýjar stillingar og framlengja möguleika hljóðfærisins. Klarinettan hefur lengi þótt seiðandi og kyngimagnað hljóðfæri vegna hins sérstaka hljóðs sem hún framkallar. Yfirtónaröð klarinettunnar er einstök í hópi blásturshljóðfæra og tæknilegir möguleikar hljóðfærisins varðandi tón- og styrkleikasvið eiga sér fáa jafningja. Hins vegar hefur lítið verið gert í að breyta og bæta klarinettuna. Málmblásturshljóðfæri nota dempara og frægt er hið ‘undirbúna’ píanó sem notar ýmis áhöld til að breyta tónum hljóðfærisins. Á nýárstónleikunum munu tónskáld S.L.Á.T.U.R. hins vegar vinna með þann efnivið sem klarinettan er og umbreyta eða umbylta gerð hljóðfærisins og virkni. Meðal annars verður notast við nýjar þrívíddarprentaðar baulur sem eru í þróun hjá Hljóðrannsóknarstofu LornaLab.
Fjórir klarinettuleikarar munu flytja tónlistina sem verður fjölbreytt og fjölvíð.
July 4
Sláturtíð 2013Sláturtíðin í ár verður haldin 16.-20. október næstkomandi. Þar verður margt um dýrðir og að venju verða flutt ný íslensk tónverk ásamt því nýjasta sem gengur og gerist í ágengri tónlist útlanda. Tónlistarhátíðin Sláturtíð er sú eina sinnar tegundar á Íslandi. Á hátíðinni er áhersla lögð á listræna ágengni á sem flestum sviðum tónlistarinnar: framsetningu, rithætti, hljóðvist, flutningi, hljóðfærasmíð og tengingu við aðrar víddir menningar og hugsunar.
Heimasíða hátíðarinnar er http://slatur.is/slaturtid/ og upplýsingar um dagskrána berast von bráðar…
February 7
S.L.Á.T.U.R. í S.T.R.Æ.T.Ó.Áki Ásgeirsson, Jesper Pedersen og Magnús Jensson standa fyrir innsetningu í Strætisvögnum á Safnanótt, 8.febrúar, milli kl 20:00-23:00. Verkið er hluti af Vetrarhátíð og miðar að því að skapa sýndarrými í tveim strætisvögum sem eru samtengdir í rauntíma. http://www.vetrarhatid.is/
January 3
NýárstónleikarSunnudag 6. janúar 2013, kl 16:00. Holtsgötu 6
Samtök Listrænt Ágengra Tónsmiða Umhverfis Reykjavík (S.L.Á.T.U.R) fagnar nýju ári með sínum árlegu Nýárstónleikum þar sem nýju ári er fagnað með nýjum verkum meðlima samtakanna. Verkin á tónleikunum eru samin fyrir Harmóníum (ísl. Orgvél / Orgel ) í flutningi Tinnu Þorsteinsdóttur, píanista. Tónleikarnir eru stofutónleikar og fara fram í heimahúsi að Holtsgötu 6, 101 Reykjavík.
Ókeypis er inn á tónleikana og allir velkomnir!
…
Tinna Þorsteinsdóttir, píanisti er með víðtæka reynslu á sviði nýrrar tónlistar og hefur frumflutt um 40 píanóverk sem samin hafa verið fyrir hana síðastliðin ár. Hún vinnur náið með mörgum íslenskum tónskáldum, er liðtæk í tilraunatónlistarsenunni og hefur unnið með tónskáldum eins og Helmut Lachenmann, Morton Subotnick, Evan Ziporyn, Christian Wolff og Greg Davis.
November 14
Sláturtíð 2012Þessi verk voru flutt á Sláturtíð í Hafnarhúsinu
concert#1 – 24.10.12
- Jim Ryan – Follow the Lederhosen
- Ryan Ross Smith – Study #6 (Escalators)
- Pall Ivan Palsson – Skítkalt
- Justin Yang – Duet SARC
- Jesper Pedersen – Spooky Circle
- Ryan Ross Smith – Study #8 (15 Percussionists)
concert #2 – 25.10.12
- Charity Chan, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Ragnhildur Gísladóttr – Improvisation 1
- Charity Chan, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Ragnhildur Gísladóttr – Improvisation 2
concert #3 – 26.10.12
- Jesper Pedersen – Spooky Spiral
- Hallvarður Ágeirsson Herzog – Mantas rækjan horfir á sólarlagið
- Þorkell Atlason – pf
- Ingi Garðar Erlendsson – Verk II: Losti
- Bergrún Snæbjörnsdóttir – 2 víti
- Magnús Jensson – Löður
- Áki Ásgeirsson – 274°
concert #4 – 27.10.12
- Gunnar Karel Másson – Automaton nr. 1
- Hafdís Bjarnadóttir – Já!
- Þráinn Hjálmarsson – y = f(x)
- Guðmundur Steinn Gunnarsson – Kvartett nr. 13
- Telemann – Sonata
- Áki, Jesper og Páll – Snakk- & Popptónlist
- DJ. Sæborg – dual reprocess nr. 3
Nánari upplýsingar á www.slatur.is/slaturtid
September 25
Slátur í BerlínTónverk eftir nokkra S.L.Á.T.U.R. meðlimi verða flutt á Norðurljósatvíæringnum í Berlínarborg þann 28. september næstkomandi.
Flytjendur eru tónlistarhópurinn Adapter: http://www.ensemble-adapter.de/
Upplýsingar um hátíðina má finna hér: http://www.nordlichter-biennale.de/