Posted on July 23rd, 2012 at 10:31 PM by aki

Tónsmíðavika SLÁTUR er haldin vikuna 23. júlí til 28. júlí.

Að þessu sinni verður vettvangurinn Lágmenningarmiðstöðin á Hnúki í Klofningshreppi. Rannsóknir verða stundaðar af SLÁTUR meðlimum í vikunni og niðurstöður kynntar laugardaginn 28. júlí í lágmenningarmiðstöðinni:
http://ja.is/kort/#q=hn%C3%BAkslandi&x=336699&y=526088&z=3
Gestir eru hvattir til að taka með sér mat á grillið.

Posted on June 18th, 2012 at 4:25 PM by Jesper

 

Næstkomandi þriðjudag 19.júní stundvíslega kl. 20 mun S.L.Á.T.U.R. flytja hljóðverk í Nýlistasafninu í tengslum við sýninguna Volumes for Sound eftir bandarísku listamennina Melissa Dubbin & Aaron S. Davidson sem nú stendur yfir í safninu.

S.L.Á.T.U.R. eru samtök listrænt ágengra tónsmíða umhverfis Reykjavík. Síðan 2005 hafa meðlimir samtakanna unnið við ýmiskonar tónlistarlegar tilraunir er varða t.d. hreyfinótnaskrift með tölvu, gagnvirkni, ýmsar hljóðtilraunir og stillingar, listflutning og þróun stakra tónheima. Þótt meðlimirnir deila hugmyndum og aðferðum frjálst sín á milli er lokaafurðin oftast einkaframtak.
Meðal reglubundinna verkefna S.L.Á.T.U.R. samtakanna er Keppnin um Keppinn, Nýárstónleikar, Tónsmíðavika og tónlistarhátíðin Sláturtíð.
www.slatur.is

Flutt verða verk eftir: Þráinn Hjálmarsson, Hallvarð Ásgeirson Herzog, Jesper Pedersen, Pál Ivan frá Eiðum, ásamt Ríkharð H. Friðriksson, Christoph Schiller og Loic Grobéty.

 

VOLUMES FOR SOUND

Nýlistasafnið stendur fyrir hljóðverkadagskrá í tengslum við sýninguna Volumes for Sound eftir bandarísku listamennina Melissa Dubbin & Aaron S. Davidson sem nú stendur yfir í safninu.

Í Nýlistasafninu sýna þau Dubbin og Davidson ljósmyndir, myndbandsverk og skúlptúra úr viði sem gegna tvenns konar hlutverki, bæði sem þögul form sem mynda innsetningu í rými og jafnframt sem hátalarar notaðir til að flytja hljóðverk.

Á hverju þriðjudagskvöldi í sex vikur munu íslenskir hljóðlistamenn og tónskáld nota skúlptúrana til flytja eigin hljóðverk. Hverjum listamanni er frjálst að breyta uppröðun skúlptúranna; við hvert nýtt hljóðverk myndast ný innsetning í rýminu. Ólíkar uppraðanir og samsetningar eru skrásettar með ljósmyndum sem bætast smám saman við sýninguna.

 

DUBBIN & DAVIDSON

Melissa Dubbin og Aaron S. Davidson hafa starfað saman síðan 1998. Þau búa og starfa í Brooklyn, New York. Í verkum sínum hafa þau kannað sjónræna hluti eins og kristalla, reyk og ryk sem og óáþreifanlega þætti á borð við hljóðbylgjur og loftbylgjur. Í verkum þeirra birtist endurtekin löngun til að koma óefniskenndum hlutum í áþreifanlegt form.

 

Volumes for Sound er hluti af myndlistardagskrá Listahátíðar í Reykjavík, Sjálfstætt fólk /(I)ndependent people í sýningarstjórn Jonatan Habib Engqvist.

Posted on March 22nd, 2012 at 2:05 PM by aki

Föstudaginn 23. mars kl. 12:00-12:45 mun Magnús Jensson fjalla um „hljóðið“ og hvernig skilningur á því hefur þróað af sér hljóðfæri, byggingar og tónlistarmenninguna alla. Magnús mun kynna nýjar stillingar, ný hljóðfæri og ný samskiptakerfi sem innlegg í framsýna tónlistarmenningu.

Magnús sem er fæddur í Reykjavík 1972 hefur stundað ágenga listsköpun í formi tón-, mynd- og byggingarlistar.

Aðgangur er ókeypis og er allir velkomnir.

Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgata 13

Posted on March 18th, 2012 at 9:31 AM by aki

S.L.Á.T.U.R. samtökin verða með kynningu á starfseminni á uppskeruhátíð tónlistarskólanna í Hörpu, sunnudaginn 18.mars milli kl 12:40 og 16:30.

http://notan.is/

 

 

Posted on February 20th, 2012 at 5:40 PM by aki

Tónlistarhátíðin Tectonics fer fram í byrjun mars.  Þetta er hátíð með fjölbreyttu úrvali jaðartónlistar í umsjón Ilan Volkov, stjórnanda sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Frumflutt verður ný listrænt ágeng tónlist í bland við eldri ágeng verk t.d. eftir John Cage og Magnús Blöndal.

Dagskrá hátíðarinnar er að finna á vefsíðunni: http://www.tectonicsfestival.com

Posted on January 4th, 2012 at 10:52 PM by aki

Laugardaginn 7. janúar kl 16:00
í sal Tónverkamiðstöðvar Íslands, Skúlatúni 2, efstu hæð.

AKÚSMÓNIUM TÓNLEIKAR
tónlist fyrir hátalara

Fjölbreytt samansafn hátalara flytur nýja íslenska tónlist eftir meðlimi S.L.Á.T.U.R. samtakanna.

Hátalarnir sem koma fram á tónleikunum eru mjög misjafnir að gerð.  Þeir hafa flestir komið fram áður á tónleikum og leikið ýmsa tónlist eftir ýmsa höfunda, bæði í einleikshlutverki og í meðleik.

Á Akúsmóníum tónleikum S.L.Á.T.U.R. munu heyrast ný verk sem eru samin sérstaklega með ákveðin hátalaraeintök í huga.  Einnig verða sérstakar samsetningar hátalara, hljómbreyttir hátalarar og hátalarar í nýju hlutverki og samhengi.

Áhugamenn um nýja tækni, raftónlist, hljóðlist og nýmæli eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Ókeypis er á tónleikana.

S.L.Á.T.U.R. samtökin hafa verið leiðandi í nýsköpun tónlistar allt frá upphafi og verið sameiginlegur vettvangur frumlegustu tónskálda Íslands. Starfsemin er fjölþætt og má þar nefna tónsmíðaviku um sumarsólstöður, tónlistarhátíðina Sláturtíð, nýárstónleika og hin sívinsælu SLÁTURDÚNDUR.  Heimasíða S.L.Á.T.U.R. er www.slatur.is

Frekari upplýsingar um tónleikana veitir Jesper Pedersen (861-4582) eða Áki Ásgeirsson (661-9731)

October 1

Sláturtíð
Posted on October 1st, 2011 at 10:27 AM by aki

Sláturtíð er lokið.

Þessi tónverk voru flutt:

 

Fagverk (Snorri Heimisson og Frank Aarnink), Óðinsdag 28.9

  • Jeppe Virenfeldt Ernst – Funeral Music for Dada (#21)
  • Erla Axelsdóttir – Rof
  • Páll Ivan Pálsson – Þjóðlag
  • Jesper Pedersen – Flycatcher
  • Bergrún Snæbjörnsdóttir – Haters Gonna Hate
  • Hallvarður Ásgeirsson Herzog – Miniature #7
Sjálfspilandi tónleikar, Þórsdag 29.9
  • Guðmundur Steinn Gunnarsson – Skálaróla
  • Jesper Pedersen – Sama og verkið hans Palla
  • Ingi Garðar Erlendsson – S1V1
  • Páll Ivan Pálsson – Góði hirðirinn
  • Ríkharður H. Friðriksson – Æfing #1 fyrir orgel
  • Áki Ásgeirsson – 290°
Fengjastrútur (Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, Laufey Haraldsdóttir, Gestur Guðnason, Hallvarður Ásgeirsson, Magnús Jensson, Jesper Pedersen, Páll Ivan Pálsson, Guðmundur Steinn Gunnarsson), Freyjudagur 30.9
  • Þráinn Hjálmarsson – Skúlptúr #3
  • Hallvarður Ásgeirsson – Miniatur #1
  • Guðmundur Steinn Gunnarsson – Kvartett nr. 10
  • Jesper Pedersen – Struttz
  • Kristín Þóra Haraldsdóttir – Sounds of Silence
  • Páll Ivan Pálsson – Bubblububbar

Vortex Project, Laugardagur 1.10

  • ýmis verk eftir Bernhard Gál og Belma Beslic-Gál

Vortex Project, Sunnudagur 2.10

  • Sterngucker (Stargazer)

Christoph Schiller, Mánadagur 3.10

  • spunatónlist
Posted on September 4th, 2011 at 1:15 PM by aki

SLÁTURtíð í ár verður í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og fer nánast alfarið fram í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu.  Hátíðin verður hluti af tónlistardagskrá safnsins sem ber heitið Jaðarber.
Nánari upplýsingar um flytjendur munu birtast á vef Sláturtíðar: www.slatur.is/slaturtid

Posted on August 28th, 2011 at 12:02 AM by aki

Sláturtíð verður haldin 28.sept-3.október næstkomandi.

Hátíðin fer að þessu sinni fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.
Meðal þáttakenda verður FagVerk dúéttinn, Vortex Project, Fengjastrútur, Christoph Schiller og sjálfspilandi vélhljóðfæri.


Sláturtíð 2011 – SLÁTUR International New Music Festival takes place in Reykjavik Art Museum on the september 28th – october 3rd. Local and Global participants!

Posted on July 6th, 2011 at 3:25 PM by pallivan

Útúrdúr bókverkabúð og útgáfa kynnir útgáfur sínar á höfundakvöldi Norræna húsins fimmtudaginn 7. júlí kl. 20:00. Ásmundur Ásmundsson og bókin hans Kæru vinir ásamt Haraldi Jónssyni og bókinni hans TSYOL (The Story Of Your Life) verða til umfjöllunar. Þetta sama kvöld gefur Útúrdúr út sína nýjustu útgáfu sem er bók eftir Pál Ivan frá Eiðum sem ber titilinn Music – A Thought Instigator (Tónlist – Hugmyndahvati). Að tilefni útgáfunnar mun Páll Ivan frá Eiðum flytja gjörning í tengslum við bókina.

Um Music – Thought Instigator:

Music – A Thought Instigator (eða Tónlist- Hugmyndahvati) er bók um tónlist. Þó er ekki um að ræða tónfræði eða tónlistarsögu eða slíkt heldur fyrst og fremst hugmyndir og hugsanahvata sem allir mega nota að vild. Hún fjallar því ekki um hvað tónlist er eða hefur verið heldur kemur með ýmsar tillögur að því hvernig einhver tónlist getur mögulega orðið. Á hverri síðu er alfarið ný hugmynd kynnt til leiks og nokkrir frum möguleikar hennar skoðaðir. Þetta eru hugmyndir sem víkka skilning okkar á ýmsum hlutum í sambandi við tímaskynjun, framsetningu og kynningu tónlistar, sjónhverfingaraðferðir, gagnvirkni áheyrenda við tónsköpun og ýmsar hugmyndir sem hafa hingað til ekki verið áberandi í tónlist. Hún opnar því fyrir vítt samhengi tónlistar og setur jafnvel hugtakið tónlist í víðara samhengi. Við lestur bókarinnar uppgvötum við hvað hugmyndir okkar og skilgreiningar á tónlist eru þröngar og takmarkaðar og að hingað til hefur hugmynd okkar um tónlist rúmast í litlum, þröngum, loftlausum kassa. Bókin er því eins konar leiðarvísir að nýjum leiðum, eða alla vega nýjum upphafspunktum og viðmiðum. Bókin gagnast bæði þeim sem vilja fara alfarið nýjar leiðir og þeim sem eru forvitnir um að teygja út þann ramma sem fyrir er. Bókin byggist aðallega upp af skýru myndmáli og skýringartextum. Myndmálið er beinskeitt og grípandi og hverri síðu er ætlað að segja sem mest í sem fæstum orðum og myndum   -Guðmundur Steinn Gunnarsson