February 4
JanúarDaginn eftir Nýársleika fluttu þeir Frank Aarnink og Fabrice Bony verk eftir Áka Ásgeirsson á listahátíðinni Ferskir Vindar í Garði. 312° voru fluttar í Útskálakirkju viku seinna á sömu hátíð. Dúndur var haldið í höfuðstöðvum SLÁTUR þann 28. jan og daginn eftir fluttu þær Tinna Þorsteinsdóttir og Una Sveinbjarnardóttir verk eftir Pál Ivan Pálsson, Guðmund Stein Gunnarsson og Áka Ásgeirsson á Myrkum Músíkdögum.
January 5
NýárstónleikarNýárstónleikar S.L.Á.T.U.R.
Laugardaginn 8. janúar kl 20:00 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu
Ný verk eftir Sláturmeðlimi – Fengjastrútur leikur á fundna hluti.
Fjölbreytt úrval fundinna hluta eru viðfangsefni Fengjastrúts á Nýárstónleikum Samtaka listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík að þessu sinni. Fundnir hlutir hafa verið notaðir í tónlistarlegum tilgangi frá örófi alda, enda eiga flest hefðbundin hljóðfæri rætur í frumstæðum dýraafurðum, s.s. hornum, görnum, beinum, húðum og hárum. Á tuttugustu öldinni náðu ýmsir nýlegir hljóðgjafar hlutverki hljóðfæra, oft slagverks. Þessir hlutir eru sjaldnast smíðaðir með þann tilgang að verða efniviður í tónverk en bjóða þó uppá ríkan hljóðheim og nýja nálgun í sköpun og flutningi tónlistarinnar.
Átta tónskáld hafa nú sérstaklega samið ný verk að þessu tilefni. Verkin eru skrifuð fyrir ýmsa hluti s.s. gosdrykkjadósir, reiðhjól og bremsuskálar. Tónskáldin eru flest búsett í Reykjavík en þó gefst tónleikagestum tækifæri að heyra verk eftir Kristínu Þóru Haraldsdóttur, sem býr nú í Kaliforníu þar sem hún stundar nám í tónsmíðum og flutningi tilraunatónlistar auk þess að leggja rækt við Javanska þjóðdansa. Strangt til tekið býr Páll Ivan Pálsson víðsvegar umhverfis Reykjavík en hefur dvalið á austurströnd Íslands undanfarið. Unnendur listrænt ágengrar tónlistar munu án efa gleðjast að geta barið tónlist Páls eyrum á nýjan leik. Af Reykvískt búsettu tónskáldunum er Ingi Garðar Erlendsson þeirra ferskarstur. Hann er nýfluttur frá Hollandi þar sem hann útskrifaðist með meistaragráðu í tónsmíðum. Þar hefur hann m.a. skrifað verk fyrir 20 píanó, sinfóníuhljómsveit og hið margrómaða Maarten Altena Ensemble. Nú vinnur Ingi Garðar að verki fyrir 20 harmóníum (sálmareiðhjól) sem verður flutt í Haag nú í janúar.
Fengjastrútur er kammerhópur sem var stofnaður árið 2007. Hópurinn sérhæfir sig í sveigjanleika og einbeitir sér að verkum sem kalla á einkennilegar fyrirspurnir til flytjenda. Þannig er hópurinn vel til þess fallinn að leika sérhæfða nótnaskrift, spila á fundna hluti, nota rödd og líkama, vera í búningum, klifra í reipi eða hvað svo sem tónverkin gætu kallað eftir. Hópurinn hentar því vel til flutnings á tilraunatónlist einkum til dæmis verkum með opinni hljóðfæraskipan eða þar sem flytjendur þurfa að taka þátt í tónlistinni á margvíslegann hátt
Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20:00. Miðaverð er 1000 krónur.
December 29
SLÁTURDÚNDUR á gamlárskvöld
Síðasta föstudag hvers mánaðar halda SLÁTUR samtökin óformlega tónleika sem nefnast SLÁTURDÚNDUR.
Næsta föstudag (gamlársdag) verður síðasta dúndur ársins 2010. Dúndrið hefst á klukkan 24:00 á Skólavörðuholti en mun svo færast úr stað um miðbæinn. Á þessu sérstæða dúndri verða nokkur verk leikin samtímis og/eða samhliða úr jeppabifreið sem flytur hljóðkerfi og tónskáld/flytjendur sem vinna með sprengihljóð umhverfisins í rauntíma.
Að venju gefst gestum tækifæri að ræða við tónskáldin um tónlistina.
Trompetleikararnir Eiríkur Orri Ólafsson og Jacob Wick halda tónleik í höfuðstöðvum S.L.Á.T.U.R. á Íslandi, sunnukvöldið 12. desember klukkan 21:00.
Báðir hafa þeir fjölmarga fjöruna sopið þegar kemur að hinni dýru list og leiða nú saman lúðra sína í fyrsta sinn norðan sextugustu breiddargráðu.
Ókeypis og opið fyrir alla meðan húsrúm leyfir.
Jacob Wick er trompetleikari sem er búsettur í New York og er afar aktívur í tilraunamennsku ýmiss konar. Hann spilar reglulega með stórsveit Andrew D’Angelo og fæst þar að auki við vídeólist og hljóðlist ýmiss konar.
Eiríkur Orri Ólafsson er trompetleikari sem er búsettur í Utrecht og er afar aktívur í tilraunamennsku ýmiss konar. Hann spilaði einu sinni með stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar og fæst þar að auki við matarlyst og tónlist ýmiss konar.
December 3
SLÁTURDÚNDUR á nýLítið hefur verið dúndrað undanfarið sökum ýmissa óhjákvæmilegra uppákoma en nú verður bætt úr því. Jóla-Sláturdúndur 2010 verður haldið næsta laugardagskvöld, 4 desember klukkan 20:30 í sal SÁÁ (Efstaleiti 7).
Sláturdúndrin eru mánaðarlegir tónleikar SLÁTUR samtakanna þar sem meðlimir flytja glænýja tónlist í frjálslegu samhengi. Þar eru gjarnan flutt verk fyrir óvenjuleg hljóðfæri, með óvenjulega nótnaskrift, spunaverk, hálfsamin, alsamin eða ofsamin tónlist. Áheyrendum og tónsmiðum gefst gjarnan tækifæri að ræða tónlistina milli atriða.
Ókeypis aðgangur, fjölbreyttur boðstóll og listræn tónlist.
November 27
Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .
Loading… |
Subscribe via email |
Move topic |
Pin topic |
Unpin topic |
Lock topic |
Unlock topic |
Delete this topic |
Delete this topic |
Embed post |
Permalink |
Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .
Maggi:
En steini, það er ekki hægt að hafa bæði þema og ekki þema. Steini: Maggi: Steini: Maggi: Steini: Maggi: Steini: Maggi: Steini: Maggi: Steini: Maggi: Steini: Maggi: Steini: Maggi: -þarf eitthvað meira? Steini: Þráinn: Steini: Þráinn: Steini: Þannig að fundnir hlutir, readymade og fleiri orð sem hafa verið notuð yfir það á sér sögu frá því í dadaisma bæði í myndlist og tónlist. Cowell, Cage, Harrison og Partch voru á kafi í þessu í 30’s-inu. Ad hoc spilarar í Helmut Lachenmann verkum og bara slagverksleikarar á 20.öld spila á found object meðal annars. Það er partur af starfslýsingunni meðal annars í sinfóníuhljómsveit. Þegar ég segji hefð er ég ekki að segja maður þarf að vita um þetta og þetta heldur bara átta sig á því að þetta er eins og að gera hverja aðra tónlist og það sem maður skrifar fyrir reiðhjól þarf þess vegna að vera eins mikil tónlist og það sem maður skrifar fyrir fiðlu. |
Re: Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .
Maggi:
Hversdagslegt þýðir eitthvað sem er að jafnaði gert á hverjum degi. Þema er neikvætt í eðli sínu vegna þess að það takmarkar. Enaf að það er fyrir hendi rauntakmörkun eins og td hátt verð fyrir flutning á stórum skinnþrymjum þá er ekki óeðlilegt að samnýta ferðina með því að gera þema úr aðstæðunum: “margar þrymjur á sama stað”. En þema þemasins veg vanvirðir frelsi listamannsins, -minnug tel ég ykkur nú vera þess að sköpun á að vera allstaðar og endalaus áhugasemi um að gera hlutinn sem best á líka að vera allstaðar og því frelsið það eina sem að skilur listir frá öðrum mannlegum athöfnum. Þessvegna heitir list list, sbr. að vera LAUS (og eitthvað er “laust”). Hugmyndin um þema sem umræðugrundvöll, þe. að sjá hvað aðrir gera í sömu aðstæðum er algeng afsökun fyrir því að fólk sé andlaust og hafi ekkert til að tala og hugsa um. Steini: Samkvæmt orðsifjafræði Ásgeirs Blöndals Magnússonar hefur orðið list ekkert að gera með orðið laus. Þess má geta að í gamla daga var mismunandi framburður á y, i þannig að list og lyst er margt og mismunandi og af mismunandi stofni. Um orðið list segjir Ásgeir, m.a.: Sjá leisti og læra, og að í sænsku og dönsku er skylt orð sem þýðir kænska, kænskubragð, fornenska íþrótt, dugnaður, forn-háþýska speki, vísdómur, töfrakunnátta og gotneska lists. kænska, brella, gotneska lais sem þýðir “ég veit”. Leisti er eins og háleistar eða sokkur og læra vitum við hvað er. Þessi orð eru skyld orðinu list. |
Re: Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .
1 post
|
ahh já, afsakið með faucoultinn, langt rangstæður.
|
Re: Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .
1 post
|
mér finnst vanta gömlu skilaboðin
þessi umræða er orðin verk út af fyrir sig kv. Varði |
Re: Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .
3 posts
|
In reply to this post by Guðmundur Steinn Gunnarsson
Hér sé rithandarsýnishorn.
|
Re: Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .
3 posts
|
In reply to this post by Guðmundur Steinn Gunnarsson
Ef þér finnst takmarkanir skemmtilegar Steini búðu þér til takmarkannir en þyggðu það að ég troði ekki á þig viðbótartakmörkunum til að við séum í stíl.
|
Re: Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .
3 posts
|
In reply to this post by Guðmundur Steinn Gunnarsson
Nokkuð góð leikgerð, -sakna þó verðlauna fyrir leik í aukahlutverkum.
|
Re: Framhald af lokuðum ímeilumræðum um þema. . .
1 post
|
þetta minnir á plató
|
Free Embeddable Forum powered by Nabble |
November 23
Tinna tekur S.L.Á.T.U.R.Píanótónleikar með verkum S.L.Á.T.U.R. meðlima
Tinna Þorsteinsdóttir leikur ný píanóverk eftir Slátur-meðlimi í Norræna húsinu, laugardaginn 18. desember klukkan 17:00. Almennt miðaverð: 1500 kr. (1000 kr. fyrir nemendur og 5000 kr. fyrir gagnrýnendur)
Píanóleikarinn Tinna Þorsteinsdóttir hefur flutt gríðarmikið af íslenskri tónlist auk þess að frumflytja fjöldi tónverka sem skrifuð hafa verið sérstaklega fyrir hana. Hún hefur unnið með ýmsum Slátur-meðlimum í gegnum tíðina og mun nú flytja verk frá 2009 og 2010 sem flest voru gerð í samvinnu við Tinnu. Verkin sem flutt verða á tónleikunum eru öll sérlega frumleg og áhugavekjandi. Tónlist Sláturmeðlima, sem miðast að útbreiðslu listrænt ágengrar hugmyndafræði og nýsköpun í menningu, hefur hlotið mikið lof almennra hlustenda, listasamfélagsins og fræðimanna.
Á tónleikunum mun m.a. heyrast nýtt verk eftir Hallvarð Ásgeirsson sem varð landsfrægur eftir leik sinn í kvikmyndunum Varði fer á vertíð og Varði goes Europe. Hallvarður er nýkominn úr tónsmíðanámi frá New York, þar sem hann gerði garðinn frægan. Því er þetta kærkomið tækifæri að heyra tónlist Hallvarðs á nýjan leik á Íslandi.
Af öðrum tónskáldum má nefna Guðmund Stein Gunnarsson og Jesper Pedersen. Guðmundur Steinn hefur verið í fararbroddi listrænt ágengrar íslenskrar tónlistar og lífsspeki undanfarin ár. Hin sérstæða tónlist hans er engri annari lík, sjálfsprottin, framandi, seiðandi, dáleiðandi, opinberandi, séríslendsk, náttúruleg og orkurík. Fleiri og fleiri ánetjast tónverkum Guðmundar Steins og finna í þeim nýja uppsprettu hughrifa.
Jesper Pedersen er danskur að uppruna en hefur slegið í gegn í jaðartónlistarheimi Reykjavíkur. Verk hans ganga inn í heim hins óvænta og krefjast svara við áleitnum spurningum um tónlist, menningu, íþróttir, dýralíf o.s.frv.. Á tónleikunum flytur Tinna nýja útgáfu verks Jespers, Laser Cat, sem tengir saman mannlega tækni, dýrsleg viðbrög, samruna nótna og hljóðfæris og leikræna upplifun.
Tónleikagestir eru beðnir að koma ekki með farsíma, boðtæki eða önnur rafeindatæki sem gætu gefið frá sér óþægilegar útvarpsbylgjur. Það er hefð á jólatónleikum S.L.Á.T.U.R. að klappa ekki, heldur blístra lágt eftir flutning hvers tónverks.
S.L.Á.T.U.R.: www.slatur.is
Tinna Þorsteinsdóttir: www.annit.is
Frekari upplýsingar veitir Áki Ásgeirsson, s. 661-9731
November 12
Arduino námskeiðLORNALAB stendur fyrir grunnnámskeiði í notkun á Arduino örstýrispjaldinu (microcontroller).
Námskeiðið fer fram í Útgerðinni, Grandagarði 16, laugardaginn 13. nóvember klukkan 13:00-17:00. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Hakkavélina og Félag um stafrænt frelsi á Íslandi. Aðgangur er ókeypis en framlög til uppbyggingar LORNALAB eru velkomin.
Arduino hefur rutt sér til rúms sem aðgengilegt tæki fyrir listamenn, nörda og hobbýista til þess að skynja og hafa áhrif á efnisheiminn á rafrænan hátt.
Aðalleiðbeinandi námskeiðsins er tilraunalistamaðurinn Erik Parr sem er meðlimur í LORNALAB og vinnur fyrir gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík. Á námskeiðinu verður farið í uppsetningu, Arduino umhverfið kynnt og unnin verða verkefni í frjálsri hópvinnu.
Þáttakendur þurfa að koma með fartölvu og mælt er með að fólk komi með sitt eigið Arduino borð. Þó verður hægt að kaupa Arduino á staðnum eða fá lánað í takmörkuðu mæli.
Kennd verða framhaldsnámskeið um notkun Arduino síðar á þessu ári og í upphafi næsta árs.
Frekari upplýsingar um Arduino: http://www.arduino.cc/
LORNALAB: http://www.facebook.com/home.php?#!/pages/Reykjavik-Medialab/148550668517925
Hakkavélin: http://www.hakkavelin.is
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi: http://www.fsfi.is
——
Heildardagskrá Reykjavik Digital Freedom Workshop 2010: == Laugardagur (Hakkavélin) == 10:00-12:00: Opnir ættfræðigagnagrunnar 13:00-17:00: Creative Commons 17:00-19:00: Wikipedia == Laugardagur (Reykjavík MediaLab) == 10:00-12:00: Stafrænt jólaföndur (Gimp og Inkscape) 12:00-16:00: Arduino 16:00-18:00: Notendatilraunir (Skuggaþing / Betri Reykjavík) == Sunnudagur (Hakkavélin) == 10:00-14:00: Nordic Perl Workshop 15:00-19:00: Gerð kynningarefnis fyrir ráðstefnuna == Sunnudagur (Reykjavík MediaLab) == 10:00-14:00: OpenStreetMap 14:00-18:00: IMMI - Icelandic Modern Media Initiative
October 21
Duo Harpverk á 15:15Sunnudagur 24. okt. 2010 kl 15:15 í Norræna húsinu
Flutt verða verk eftir:
Ivan Olsen: Fantasia Islandia
Jesper Pedersen: Það kemur í ljós
Caleb Burhans: Once in a blue moon
Martin Skafte: Moss
Jeppe Ernst: Fight/Freeze/Flight
Máté Szigeti: for Duo Harpverk
Þorkell Atlason: Duel
Flytjendur: Katie Elizabeth Buckley, harpa og Frank Aarnink, slagverk.
Miðaverð á tónleikana er 1500 Kr og 750 Kr fyrir öryrkja, eldri borgara og nemendur.
October 11
Litla gjörningahátíðin í VogumPáll Ivan Pálsson, Áki Ásgeirsson og Halldór Úlfarsson koma fram með nýjan gjörning, Bíltúr-Jeppi, á litlu gjörningahátíðinni í Vogum á Vatnsleysuströnd, föstukvöldið 15. október klukkan 19:00 við Hlöðuna, Egilsgötu 8.
http://www.hladan.org/