Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
miðvikudagur, 22 apríl 2009
Mánaðarlegt sláturdúndur verður haldið hátíðlegt á föstudaginn 24.apríl næstkomandi á Kaffi Hljómalind að vanda. Þar verða flutt ný ágeng tónverk. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og eru ókeypis en leyfilegt er að styrkja S.L.Á.T.U.R. annars vegar og félagsrými Hljómalindar hins vegar.
Verk sláturdúndurs eru ekki kynnt sérstaklega fyrr en á hverju dúndri fyrir sig. Verkunum gæti hafa verið dúndrað saman eða þetta gætu verið vel ortir og dýrt kveðnir doðrantar. Tónlistin getur verið í senn innblásin lífi, dauða, verið lágstemmd, hástemmd, háfleyg, láfleyg, gáskafull, miðað að fagurfræðilegum háska, óþægileg, þægileg, skemmtileg, niðrandi, upplífgandi eða ískyggileg.