Posted on February 2nd, 2009 at 9:10 PM by aki

Written by Áki Ásgeirsson
mánudagur, 02 febrúar 2009

nordakvold-sm2

Prjónakvöld S.L.Á.T.U.R. verða haldin hvert ÞRIÐJUKVÖLD (ath breytt tímasetning) og hefjast í næstu viku þann 10.2.2009. Stemningin hefst klukkan 20:00 í nýju húsnæði Slátur-samtakana við Njálsgötu og eru opin áhugasömum einstaklingum um tölvuforritun í listrænum tilgangi. Þáttakendur eru hvattir til að taka með sér:

* fartölvu
* góða skapið
* snarl og/eða drykki
* gögn og góðar hugmyndir

Hugmyndin er að fólk komi saman og vinni að því sem viðkomandi er með á prjónunum hverju sinni. Ekki er um fyrirlestra eða skipulagða dagskrá að ræða. Hinsvegar gefst fólki tækifæri að viðra hugmyndir sínar, leita ráða osfrv. Mæting er frjáls og ekki þarf að tilkynna þáttöku fyrirfram.

Leave a Reply