October 29

Hrossabrestur
Posted on October 29th, 2008 at 9:21 PM by aki

Written by Áki Ásgeirsson
miðvikudagur, 29 október 2008

Í augum hins venjulega jafnt sem óvenjulega íslendings er hljóðfærið hrossabrestur líklega frekar auðvirðilegur hávaðagripur. Í Mexíkó er þessu hins vegar öfugt farið og er hljóðfærið þar til á hverju heimili.
Um þessar mundir vil svo heppilega til að mexíkóska tónskáldið Juan Felipe Waller er statt hér á landi með rafstýrðan hrossabrest í farteskinu og gefst íslendingum loks að heyra þetta hljóðfæri í réttu hljóði á tónleikum á Kaffi Hljómalind á fimmtudaginn.
Að auki sýnir Camilla Milena Fehér myndverk og íslensku tónskáldin Áki Ásgeirsson, G. Steinn Gunnarsson, Magnús Jensson, Páll Ívan Pálsson og Þorkell Atlason leika á heimagerð tól og tæki í nafni SLÁTURS, www.slatur.is.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20:42, fimmtudaginn 30. október í sal Kaffi Hljómalindar, Laugavegi 23.

Ókeypis aðgangur.

hrossabrestur-final4

Leave a Reply