January 10
Kría Brekkan fór á HestbakWritten by Páll Ivan Pálsson
laugardagur, 19 janúar 2008
Tónleikar Hestbaks og Kríu Brekkan gengu vonum framar og voru haldnir í vinalegu galleríi í williamsburg hverfinu í Brooklyn, NY. Galleríið heitir “Secret Project Robot” og voru staðarhaldarar allir hinir alþýðlegustu og viðmótið eins og best verður á kosið. Rýmið var gott og hlýlegt og þar var listamaður að hengja upp sýninguna sína sem samanstendur af trjágreinum sem hanga úr loftinu og mynda einhversskonar skóglendi á hvolfi. Allt gott um það að segja annað en það að tónleikagestir og við áttum það til að gleyma greinunum sem svo stungust ítrekað og með mikillli nákvæmni í augun á okkur. Mætingin var vægast sagt furðulega góð miðað við lítinn tíma til auglýsinga. Galleríið fylltist hreinlega og það hefðu held ég ekki fleiri komist þar inn með góðu móti. Okkur tókst að taka upp tónleikana og um þessar mundir erum við að skoða upptökurnar.
Við höfum svo fengið einhverja umfjöllun á netinu eins og tildæmis á http://rhizome.org/editorial/fp/blog.php/349 þar sem má einnig finna stutt myndskeið frá tónleikunum.
kveðja,
Páll Ivan