Written by Guðmundur Steinn Gunnarsson
laugardagur, 26 júlí 2008
Síðustu tónleikarnir sem ég sá voru Stipendiumpreistager tónleikarnir (vonandi verða sambærilegir tónleikar á næsta ári, þá með verki eftir Davíðinn). Á tónleikunum voru 5 verk eftir 4 tónskáld, ungir hljóðfæraleikarar (sigurvegarar frá því síðast á hverju sviði fyrir sig) léku. 3 verk voru góð en 2 léleg. Á þessum tónleikum má líka segja að sum verk hafi haft „sigurvegara brag“ yfir sér, þ.e. samin til að vinna keppni einhvers konar einkum vondu verkin tvö sem annað var með tilgerðarlegum hrópum og köllum og hitt sem var með svokölluðu Vortex formi (spyrjið ef þið skiljið ekki, en þið skiljið). Tölum nú um góðu verkin. Fyrst var verk eftir hérna æji hún heitir eitthvað Alexandri Poppulo Socratesar Afródíta eitthvað sem hefur víst verið að strauja festivölinn með konseptúal verkum. Þetta verk hét Yarn og voru strengjahljóðfæri fest saman með streng sem dreginn var létt og lágvært þvers og kruss í gegnum hljóðfærin og langur tími leið þar til „eitthvað fór að gerast“ og þrátt fyrir lítil hljóð las maður vel formið og hvað væri að fara að gerast og það var allt eitthvern veginn rosalega passlegt fannst mér og passlega lítið gerðist og engum óþarfa var við bætt í þessu nánast teatríska verki. Mér fannst þetta mjög fagurt og tilgerðin bara heillandi því þetta var gert af sannfæringu hljóðfæraleikara.
Svo kom helvítis danadjöfullinn Simon Steen Andersen en hann átti tvö verk á tónleikunum, annars vegar sólófiðlu stykki sem leikið var af vinkonu Ingós af leikni og natni. Hart stykki með endurtekningum sem hiksta og fokka í manni, einfaldur auðþekkjanlegur efniviður, bara gliss í tvær áttir leiknar af áfergju og ákafa, mjög flott. Síðara verkið hans og síðasta verk tónleikana var bara í alla staði ótrúlegt. Ég á eiginlega ekki til orð. Ég var bara í sjokki eftir það. Í því var slagverk með miklu rugli, saxófónn, selló og eitthvað fleira bíddu… og 3 megafónar. Megafónunum var stjórnað af sér fólki sem lagði hljóðnema fyrst upp að hljóðfærum og gengu svo af fagurri tilgerð á annan stað og fóru í fídbakk og differens tóna orgíu og settu svo megaf´ónanna saman í keðju þar sem hver magnaði upp hinn. Hljóðfærapartarnir voru ótrúlegir, úr heildin urðu svaka sánd sem mynduðu hálfendurteknar hjakk kenndar textúrur með aggressífum pörtum. Það er mjög erfitt að lýsa verkinu en það var í alla staði gríðarlegt og ég get lítið útskýrt gífurleika þess hér og nú.
Nú vil ég ekki vera að draga fólk í dilka en geri það samt en það má sjá mynstur þó ekki mjög einföld í ákveðnum tendensum ungu kynslóðarinnar, þá einkum Alessöndru, Simon, Davíði og Annesley og jafnvel Robin Hoffmann um einhvern konseptúalisma í breiðustu merkingu þess orðs. Ég á erfitt með að fullyrða um það hvað ég sé sameiginlegt í verkum þessara tónskálda en það er eitthvað annað upp á pallborðinu en hjá þeim mun eldri tónskáldum. Það er kannski andstaða við hefðbundið músíkalskt narratíf og gestúrur sem er sameiginlegt einkenni, oft eitthvað sem er ekki „háfleygt“ eða „upphafið“ á yfirborðinu eða í hefðbundnum skilningi. Erfitt og hættulegt er að fara út í svona skilgreiningar, en það er kannski frekar skilrúmið sem þessi tónskáld hafa við hefðbundnar hugmyndir um tónlistarlegar „hákveður.“ Ég skal ekki segja meira um þetta hér og nú.
Annað en það að ég var mjög ánægður að heyra að Simon hefði unnið Kranichsteininn, ásamt gaurunum tveim sem voru með vondu verkin (þ.e. 3 deildu verðlaununum) en hin gríska var skilin útundan eitthverra hluta vegna. Venjulega finnst mér svoldið asnalegar svona keppnir og í eðli sínu ekki líklegar til að heiðra neitt annað en það sem þegar hefur verið samþykkt, enda ekki hægt að keppa nema fólk sé örugglega að spila nákvæmlega sömu íþrótt. Það gefur mér þó mikla trú að Simon hafi fengið verðlaun og að Davíð hafi fengið Stipendiumpreis, því að í báðum tilfellum er um að ræða mjög einkennilega tónlist sem erfitt er að setja á hinar hefðbundnu mælistikur en eru í raun frumleg, því þó Davíð og Simon hafi lært hjá „rétta“ fólkinu er ekki auðséð að þeir séu að semja „réttu“ tónlistina.