Posted on March 10th, 2008 at 6:48 PM by aki

Written by DBF
mánudagur, 10 mars 2008
Ég var að stíga inn af tónleikum hjá nemendum við Kólmbíu háskóla hér í NYC sem voru haldnir í Rúlettunni í Soho, sem er listrymi sem er meðal annars tengt Phil Niblock sem Guðmundur Steinn minntist á hér um daginn. Verkin voru fyrir hljóðfærasamspil frá 2 – 12 hljóðfærum og rafmagn. Ég ætla ekki að rekja nákvæmlega hvernig meirihlutinn af verkonum gekk eða var heldur minnast á það sem fór vel (skrifa kannski restina á morgun). Eitt verkanna var verkið SWITCHING fyrir magnað selló og trommusett eftir Sám Plúta. Verkið er stutt hratt, með mikilli distortíon, og samanstendur að megninu til af sargi og hröðum fingrahreyfingum sem í gegnum bjögunina koma út sem beitt hljóð sem hendist á milli yfirtóna. Slagverkið barði mikið í höggum og svo svona rattattattatta dótaríi á móti sellóinu. Á meðan sellóið spilaði ekki þá fékk feedback að byggja sig upp í gegnum sellóið ofan á trommurnar. Bráðskemtilegt og hressandi stykki fyrir alla aldurshópa (tveir prófesorar sáust stynga fingrum í eyrun á meðan stykkið gekk yfir). Hitt góða stykkið á tónleikunum var eftir Mexikóa að nafni Viktor Áð-an fyrir fiðlu selló trompett og slagverk. Verkið var svona “varlahægtaðheyraþað” extended technique orgía, sem hékk saman á viljanum einum saman. Frábært stykki í alla staði. Hundaýlur, og metal demparar á strengina. Alveg hreint stórskemmtilegt í alla staði. Ekkert betra en Póst-Músík sem áttar sig á því að það að skrifa hendingar og nótur er alveg rosalega 90´s eitthvað….

Leave a Reply