March 17
SLÁTUR í Hljóðheimum
Posted on March 17th, 2011 at 11:21 PM by aki
Listsýningin Hljóðheimar stendur nú yfir í Listasafni Íslands. SLÁTUR tekur þátt í sýningunni með syrpu stuttra fyrirlestra á laugardaginn 16. apríl kl 13:00 og svo tónleikum klukkan 15:00, sama dag.
Dagskrá sýningarinnar er hægt að finna hér: http://www.listasafn.is/
Aðgangseyrir á listasafnið er 500 kr.
Fyrirlestrar 16.apríl kl 13:00-14:30
- Þráinn Hjálmarsson – Umfjöllun um hvernig tónsmíðaaðferðin getur verið afleiða nótnaskriftarinnar. Í því samhengi verður fjallað lauslega um verkin KOSKO [2009] og Sculpture #3 [2011].
- Magnús Jensson – Náttúrutónar
- Jesper Pedersen – “*Reaction time is a factor in this so please pay attention. Answer as quickly as you can*”. A sightseeing tour through different notation systems for conveying musical information in realtime.
- Guðmundur Steinn Gunnarsson – Hreyfinótur-frá klisju til erkitýpu: Frá Jung til Marshall McLuhan eða „Hlutverk endurtekningar og staðla í gerð nótnamyndar.“
- Áki Ásgeirsson – Um verkið 295° frá janúar 2011. Tæknileg útfærsla og hugmyndir.
Tónleikar 16.apríl kl 15:00-15:45
- Þráinn Hjálmarsson – Koskó
- Páll Ivan Pálsson – Fretfet
- Jesper Pedersen – Amsterdam
- Hallvarður Ásgeirsson – Miniature#6 – Frost
- Guðmundur Steinn Gunnarsson – Kvartett nr. 8
- Áki Ásgeirsson – 295°
Myndir sem tengjast efni fyrirlestranna: