Posted on May 3rd, 2011 at 6:44 PM by Jesper

4. maj, 20:00 – 23:00

Von, sal S.Á.Á., Efstaleiti 7

Miðvikudaginn næstkomandi, 4.maí verða haldnir tónleikar með tónverkum eftir Guðmund Stein Gunnarsson í S.Á.Á. salnum Von í Efstaleiti 7. Tónleikarnir munu hefjast klukkan 20:00 og aðgangur er ókeypis. Þar verður meðal annars lifandi frumflutningur á verkinu Mardiposa sem vann nýverið verðlaun í tónverkasamkeppni í tilefni að 80 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Verkið var leikið í útvarpi á Páskadag en verður nú flutt á tónleikum í fyrsta sinn. Auk þess verða leikin önnur nýleg verk, m.a. úr svokallaðri Kvartettaröð Guðmundar Steins, einnig verk úr Hrammdælu röðinni sem og upplestur á hljóðljóðum og stutt myndskeið sem varpa ljósi á tónsmíðar Guðmundar Steins.

Guðmundur Steinn Gunnarsson

Leave a Reply