Posted on March 26th, 2009 at 11:20 PM by aki
Login Register

Tónar og hljóð

classic Classic list List threaded Threaded
Locked 7 messages Options Options  

Loading…
Move topic
Pin topic
Unpin topic
Lock topic
Unlock topic
Delete this topic
Delete this topic
Embed post
Permalink

Selected post Mar 29, 2009; 6:32pm 

Tónar og hljóð

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinn Gunnarssononline
Í stuttu erindi sem ég hélt ekki á hönnunardögum nýverið komu fram steríótýpískar pælingar sem og kannski nýjar spurningar tengdar þessu sem fyrirsögnin segjir. Þetta er kannski ein af stóru tvíhyggjum á síð-tuttugustu öld. Í grein sinni “all sound music of the future” fjallaði John Cage um það hvernig sú tvíhyggja sem þá (fjörutíu og eitthvað) snerist um tónal eða atónal muni í framtíðinni snúast um hljóð vs. tóna. Eins og margir góðir spádómar hefur það kannski ræst að hluta en ekki að öllu leyti. Eflaust hafa margir hugsað eitthvað svipað á sama tíma, fyrr eða síðar. 

klippum hér aðeins á , innskot, önnur tvíhyggja:

Önnur tvíhyggja sem ég hef orðið fyrir barðinu á tengist tónsmíðar og spuni. Eitt sem mér finnst einkar óáhugavert við þennan samanburð er að þetta skyggir á mikilvægari punkta svo sem, bylgjur í vestrænni frammúrstefnu tónlist óháð aðferð síðan 1960.
Tökum samhliða þróun u.þ.b. þriggja fyrirbæra í grófum dráttum síðan þá, hljóðfæratónlist, spunatónlist (og önnur framsækin jaðartónlist sem fellur ekki undir hatt vestrænnar hljóðfæratónlistar) og raftónlist (af ýmsum stærðum og gerðum, inniheldur súbkúltúra)

fyrir 1960
atónal súpa

uppúr 1960
súpa verður oft að massa eða drullu, grunnspurningar um hljóð

uppúr 1970
Óhljóð skoðuð með meira afgerandi hætti
tónar færast upp í yfirtóna og samhljóm þeirra

uppúr 1980
lagt upp í hrærigraut af öllu þessu og því sem á undan fór. Jafnvel farið aftur í tóna og slíkt.

uppúr 1990
samdráttur, redúksjónismi, lower case… þagnir verða stór þáttur

Þótt þetta sé ofureinföldun er þetta svona ákveðið pattern sem mér finnst liggja samhliða í óskyldum en þó skyldum hornum. Þó svo margt malli samhliða þessari þróun þá er þetta ákveðið mynstur. Kannski sameiginlegur undirþáttur sem hefur áhrif á allt.

En alla vega,

1) Hver er ykkar hugmynd um tóna og hljóð, samspil, mikilvægi…?

2) Ef lík hljóð eru sett saman í graut er það þá ekki nær því að vera unison heldur en “hljómur” ef borið er saman við tónalist? Með öðrum orðum, t.d. effektúal tónlist sem er t.d. gestúral í senn, er hún ekki laus við alla harmóníu og kontrapunkt heldur er bara á unisono byrjunarreit, það er lík hljóð hljóma saman?

3) Væri hægt (einstaklingur fyrir sjálfan sig) að skilgreina hljóð í flokka eða skala líkt og tóna þannig að, eins og tóninn c´ er hægt að spila á marga mismunandi hljóðgjafa, að skilgreina einhvern þröskuld á hvenær hljóð er faktískt “sama hljóðið” samkvæmt sambærilegu kerfi ? (ef þið jafnvel notið slíkt eða vitið um slíkt endilega segja)

4) Mér finnst þær bylgjur sem ég lýsti í sögukaflanum vera dæmi um einfeldningshátt, hver bylgja fyrir sig er afleiðing, en engin skörp sín á fagurfræðilegt jafnvægi, sammála ósammala?

5) Við þekkjum óregluleg hljóð meðal annars eftir ákveðnum relatívum samhljómi. Til eru hljóð með beyglaðar eða strekktar yfirtónaraðir sem finna samhljóm á öðrum tíðnum en venjulegir tónar. Er hægt að vinna markvisst með samhljóm og ósamhljóm óræðari tóna eða hljóða?

Selected post Apr 06, 2009; 10:34pm 

Re: Tónar og hljóð

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Þráinn Hjálmarssononline
Þessar spurningar sem þú setur upp í endann eru kannski heldur of erfiðar, kannski réttara sagt að segja að þær gefi alltaf frekar njörvað svar ef maður reynir að vera samkvæmur spurningunum, ég kannski svara þeim öllum með því að segja: ég vinn með Fibonacci-seríuna. 

Spádómurinn um hljóð og tóna má segja að hafi ræst en það er kannski póst-móderníska hugsunin sem hefur haldið aftur að þessari hugsun myndi ég halda í fljótu bragði. Við sjáum að í djassinum er rosalega sterk tónatenging: sækadelíski skalinn upp og svo krúttskalinn niður, allt það spilað yfir alteraðann forhljóm o.s.frv. o.s.frv.

Þetta er víða, sumstaðar er hljóðið í forgrunni en samt ekki, þar sem einhvers konar óhljóð eru notuð til þess að lita lög stemningu, þetta er oft hjá animal collective sem dæmi.

Noise tónlist hins vegar er ekkert annað en hljóðið.

en já ef við færum okkur inní pappírtónlistina, þá finnst mér hafa verið unnið gegn hljóðinu í effektúal-tónlistinni, þar er tónlistin allt að því málfræðilegs eðlis þó að hún hafi tekið út tónanna og sett hljóð í staðinn, ég myndi segja að effektúal-tónlistin er hvað næst tónal og atónal-tónlist að byggingu og eðli. En það má kannski benda á það að svona hugsun hefst ekki fyrr en að konseptið tónal-tónlist varð að raun, hljóðið er m.a. algjörlega í forgrunni í tónlist Ockeghems, tónlistin kemur úr því að „fagna rýminu“, ekki laglínur og hljóma og rhetorík.

Ég verð samt að segja að það er kannski ekki hægt að einfalda tónlist í dag í tón og hljóð, það er svo margt fleira sem spilar inní þetta, það er erfitt að þrjóskast við og setja þetta í tvo flokka þar sem um ræðir mismunandi hlutverk tónlistar í öllum þessum samhengjum. Þar á meðal music theater, rituöl, hljóðinnsetningar og hljóðskúlptúrar.

En svo ég reyni aftur að koma að spurningum þínum, þá verð ég að segja að þessar hugmyndir sem þú varpar fram um að flokka hljóðið er að sjálfsögðu bara tæki sem hver og einn þróar með sér, einsog þú veist er Sound Plasmi Radulescus frekar óskýr skilgreining og haldgott tæki hans yfir hugmynd Radulescus um hljóð, hún er miðuð útfrá honum en er nógu óskýr að fólk geti fundið sig í henni, mætti segja. Palettan getur verið alls konar að gerð.

Selected post Apr 07, 2009; 4:23pm 

Re: Tónar og hljóð

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinn Gunnarssononline
Jú takk. Þetta var dáldið flókinn upphafspóstur. En svo ég skýri mál mitt. Ef stóra dikótómían í vestrænni tónlist í dag er tónlist sem hljómar eins og lag og tónlist sem hljómar ekki eins og lag að þá er ég ekkert að tala um djass eða animal collective. Ég var að reyna að búa til tímalínu þróunnar í tónlist sem er ekki eins og lag. Ég tel að það sé ákveðið mynstur þróunar sem hefur orðið í tónlist sem er ekki eins og lag sem er eins og ég lýsti 

1.priori kerfi til að losa tóna út úr tónmáli—->2.tónar fara í súpu og verða veggir—–>3.hljóðeðli og samhljóðandi samsetningar hljóða——>4.hrærigrautur af öllu þessu——>5.samdráttur upplýsinga.

Ég tel að í hverju þessu séu margar ólíkar birtingarmyndir, þó þetta sé dálið hlutdræg fullyrðing.

En í þessu undanskildi ég að sjálfsögðu alla tónlist sem er með trommutakt og hefðbundnar laglínur. En mér finnst þetta vera ákveðinn bogi þróunnar í alls kyns „óhlutbundnari tónlist“ (það er ekki hægt að nota orð eins og framsækið lengur því það er notað um allt). Síðnúhyggja myndi ég samt segja að komi skýrt fram í númer 4.(hrærigrautur af öllu saman). En ég er fyrst og fremst að hugsa um hvenær ákveðinn gerð upplýsinga byrjar að vera stunduð í einhverjum mæli.

En dæmi um hvert og eitt myndi ég t.d. segja að væri
1. Seríalismi yfir höfuð, sem og hlutkesti og svoleiðis, fyrsta alspunamússíkin og fleira
2. ýmislegt í 60´sinu, einkum Ligeti, Penderecki, ýmis rauntímaraftónlist o.fl. mér finnst noise tónlist vera hérna (mér finnst ekki mikill eðlis munur á Tudor/Cage 60’s raftónlist og Merzbow, þó svo stílbrigðin og hljóðin breytist)
3. Spektral músík (í frönskum og rúmenskum skilningi), effektúal músík, FM tölvutónlist, sum mínimal tónlist (þó mest af henni hljómi eins og lag).
4. T.d. Nýflækja, Lindberg/Saariaho/skandinavisknutidamusik, post-spektral og ýmis síðnúhyggju afbrigði með mismikið af tónlist sem hljómar eins og lag innan í.
5. Wandelweiser, Onkyo, lower case, redúksjónismi (foreshadow-að í seinni-tíma Feldman,  Nono (þó það sé hvort tveggja tónar) og Cage).

Eins og ég segji, þá er ég að setja fram  fullyrðingar sem ákveðið módel.

En tvíhyggjan milli tóna og hljóðs er oft mjög villandi, t.d. spektral músík og soundplasmi, er í raun hljóðmassar byggðir úr tónum og þá er fókusinn á öðruvísi fenómeni. Oft koma inní það dáldið hefðbundnar consconance/dissonance pælingar. Sennilega verða samt allar svona tvíhyggjur meira og meira rugl með tímanum.

Á hvaða forsendum, til dæmis, geta stakir einstaklingar þá, búið til nýja staðla/forsendur/þeoríur um samhljóm hljóða og tóna?

Selected post Apr 09, 2009; 1:22pm 

Re: Tónar og hljóð

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Þráinn Hjálmarssononline
Já, ég veit samt ekki hvort að svona þvingun á að hlutirnir séu bara svona (listi 1-5) skili einhverju. Ég minnist þess að hafa þurft að vinna verkefni fyrir Kjartan Ólafsson, sem var analýsa á Magnus Lindberg-stykki, sem hægt var að finna töluvert áhugaverða hluti útúr en verkefnið var bara að analýsera stykkið á grundvelli fjölröddunargerðar, morfi hljóma svæða og fleira Calmus-rugls. Með þessum aðferðum fann maður bara það sem maður leitaði að sem að sjálfsögðu var irrelevant fyrir stykkið, svo það er spurning hvernig maður tekur á móti hlutunum, reynir maður að finna kjarnann og fræið í verkinu eða étur maður stöðugt hismið? 

Ég er kannski ekki að fatta þessa umræðu, en ef þú ert að reyna að skapa einhverja algilda nótasjón fyrir öll hljóð í heiminum, mæli ég ekki með því, tónlist er þróun hljóðsins, ekki gerð hljóðsins.

Selected post Apr 11, 2009; 4:39pm 

Re: Tónar og hljóð

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

guðmundur steinn gunnarssononline
Tilgangurinn með þessum fimm flokkum er fyrir mér að sýna fram á ákveðna þróun, eitt kemur fyrir tilstilli þess á undan. Ég er ekki að þvinga neitt, ég sé þetta bara svona þó svo að það sé hlutdrægt og persónubundið. Svona finnst mér þetta vera. 

Eitt það leiðinlegasta við framúrstefnu er þessi eilífa andstaða. Hún er svo barnaleg. Unglingur í andstöðu stjórnast af foreldrum sínum, með því að gera akkúrat öfugt er hann háður líka. Tvö systkini telja sig vera andstæður en eru alveg eins. Eins og Nam June Paik sagði: “þegar poppkúltúrinn er skemmtilegur er listheimurinn leiðinlegur, þegar poppheimurinn er leiðinlegur er listheimurinn skemmtilegur, alltaf andstætt.” Framúrstefna er alltaf í andstöðu, í andstöðu við hið gamla eða andstöðu við poppheiminn eða andstöðu við aðra t.d. eldri framúrstefnu. Þannig stjórnast hún af ákvörðunum annarra í stað þess að búa til heildræna sýn. Til dæmis: “þessir gera ógeðslega mikið þá ætla ég að gera ógeðslega lítið, þessir nota tóna þá nota ég “hljóð”, þessir nota kerfi ég nota frjálslegri nálgun (eða allt saman öfugt).” Í staðinn er hægt að vega og meta möguleika hljóðs og skynjunnar, hljóðgerðarmöguleika, miðlunarmöguleika og skynjunarmöguleika. Jafnvel bara gróflega. Átta sig á því hvað það er margt sem er nákvæmlega eins og hvað það er margt sem fylgir yfirleitt með í pakka sem enginn hendir út. Átta sig á því að það er hægt að búa til nýjann hljóðveruleika og spyrja sjálfan sig hvernig vill ég að hann sé og hegði sér án þess að einbeita sér að því að gera alltaf hina hliðina á peningnum eða bara velja sér lið. Þegar maður hættir andstöðunni er maður búinn að klippa á þann díalóg sem maður þarf ekki og mun bara halda manni í sama farinu, (þó svo að kannski sé andstaða skeið sem þarf að ganga í gegnum til þess að átta sig á því).

Rétt eins og ég get gert persónulega lýsingu á allri framúrstefnulegri hljóðgerð undanfarin 60 ár og dregið í 5 dilka get ég gert slíkt hið sama við hljóð. Öll hljóð í heiminum. Þar sem ég stend er miðja alheimsins. Ég skipti öllum hljóðum í heiminum sem ég vil nota í tónlist upp í 8 flokka, en sem komið er:

pitslaust púbb
púbb
áherzlupúbb

glitský
brooo
laaa

pjúúú niðrávið
pjúúú uppávið

Eins og bilin sína skipti ég þessu í þrjá yfir flokka. Þetta er allur heimurinn. Allur heimur hljóðsins eins og hann kemur mér fyrir sjónir. Ég er líka að búa til algilda nótasjón fyrir öll hljóð og allan hryn í heiminum. Það er hið eina rétta og það er nauðsynlegt. Þetta er kjarninn fyrir mér. Annað er útfærslu atriði. 8 er alveg nóg til að vinna með, ein áttund, meira að segja oktatóník frekar en díatóník. Sumt af þessu eru venjulega hljóð eða venjulega tónar þó margt geta verið grófur tónn eða hljóð. Ég get flokkað allt hljóð sem ég heyri í einhverja af þessum kategóríum. En þegar ég vil nota þær í tónlist vil ég gefa þeim sértækari merkingu. Hver flokkur er bundinn ákveðnu registeri og dýnamík. Pjúúú er til dæmis eins og gliss en ef ég nota það hefur það ákveðna lögun, byrjar hratt, hægist svo, feidar út. Þessi hljóð lenda saman, heyrast samtímis án þess að vinna að sama markmiðinu endilega. Ég vil yfirleitt nota fáa tóna sem byggja á just intonation eða einhvers konar yfirtóna hlutföllum, en helst vil ég búa til annað kerfi sem tekur hljóðgerð inní jöfnuna. Það hefur mér ekki tekist. Ég vil síðan búa til strangar reglur um hvaða hljóð meiga heyrast saman og hvaða hljóð ekki.

Svona er minn sannleikur um allt hljóð í heiminum. En að sjálfsögðu verður hann þrengri og afmarkaðri með tímanum. Þetta útskýrir kannski hvatann bakvið óskýran upphafspóstinn.

Selected post Apr 11, 2009; 6:37pm 

Re: Tónar og hljóð

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Þráinn Hjálmarssononline
já vá, þetta útskýrir hvert þú varst að fara með umræðuna og vildir eiginlega enda á þessu sem niðurstöðu, sem hefur komið fram. 

Mér finnst þetta spennandi flokkun og hún segir að mér finnst alveg hversu hráa(lága) bitadýpt þú nýtir í tónlistinni, nema að þú lumir á undirflokkun þessara 8 hljóða, við höfum rætt bitadýpt í tónlist og átómatíska listræna ágengni. Svona flokkun myndi alls ekki nýtast manni til að útskýra Sciarrino gestúrur eða eitthvað í Radulescu eða Ablinger, flokkunin væri líkt og Calmus-analýsan, ekki kjarni verkanna. Þetta er sem sé þín palletta og lítur mjög vel út.

Ég ætla að kúpla mig útúr umræðunni þar sem ég hef ekki alveg áhugann á því að búa til eina stranga þeoríu um alla hluti og framleiða útúr því seinna meir, en ég viðurkenni samt að það er ótrúlega gaman að búa til þeóríu.

Selected post Apr 12, 2009; 9:37pm 

Re: Tónar og hljóð

Reply | Threaded | More  

Loading…
Edit post
Move post
Delete this post
Delete this post and replies
Change post date
Print post
Permalink
Raw mail

star

Guðmundur Steinn Gunnarssononline
Calmus analýsan þjónaði ekki tilgangi því þú áttir að gera hana. En hvaða tilgangi þjónar analýsa öðrum en að finna merkingu, sinn skilning í því sem fyrir liggur. Það er enginn flatur tölfræðilegur esperanto skilningur á tónverki og maður mun aldrei komast að því hvernig sá sem smíðaði hugsaði verkið nema hann segji þér það.
Það var ekki markmið mitt að leiða umræðuna yfir í púbb, laaa og pjúúú. Þetta er hugmynd sem ég er að þróa til að nálgast hljóð og tóna  (hvort tveggja). Ég er forvitinn að vita hvernig aðrir hugsa um hljóð og tóna og hvort þetta sé einmitt eitthvað atriði fyrir fólki. Eru aðrir með einhver strangar eða óstrangar aðferðir sem eru skildar eða óskildar því sem ég er að pæla.
Free Embeddable Forum powered by Nabble

Leave a Reply